uppfært 22.10.00
London-Brighton, 
55 mílna (88 km) 
ofurmaraþon, 
1. október, 2000

Um 210 þátttakendur hófu keppni í fimmtugasta ofurmaraþoninu "London-Brighton", sunnudagsmorguninn 1. október, 2000. Nauðsynlegt er að ljúka hlaupinu á innan við 10 tímum, en í tilefni fimmtugsafmælis hlaupsins var unnt að hefja hlaupið með klukkustundar forgjöf fyrir þá sem það vildu. Flestir hófu hlaupið klukkan sjö um morguninn við fyrsta klukkuslátt "Big Ben", en "forgjafarhlaupararnir byrjuðu kl. 6:00. Veður var gott á hlaupadag, sólskin og hiti, sem jókst þegar á leið daginn og náði upp undir 20oC um hádaginn. Hlaupið var sem leið lá frá Big Ben í London til Brighton við suðurströnd Englands. Farið var um mishæðótta sveitavegi.

Tveir Íslendingar tóku þátt í hlaupinu*, þeir Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson. Þeir félagar hafa stundað stíf "æfingaprógröm" undanfarna mánuði með þátttöku í huga. Báðir hófu þeir hlaupið kl. 7:00 að morgni sunndagsins 1. oktober. Ágúst (48 ára) lauk hlaupinu á tímanum 7.58´13´´ og hafnaði í 27. sæti í heild og í 5. sæti í aldursflokknum 45 - 49. ára. Sigurður (59 ára) lauk hlaupinu á tímanum 9.08´44´´ og hafnaði í 82. sæti í heild og í 9. sæti í aldursflokknum 55. - 59. ára (sjá ennfremur millitíma þeirra félaga). Úrslit úr hlaupinu er að finna á netina.  Allir keppendur fengu "medalíu" og viðurkenningarskjal. Teknar voru myndir af keppendum þegar þeir komu í mark. Að loknu hlaupinu fór fram afmælisveisla hlaupsins  og verðlaunaafhending í Brighton.

Sjá:  Kynningarefni á aðalfundi Félags Maraþonhlaupara, 20.10.00

*Ferð íslensku keppendanna á keppnisstað var í boði  og þeir félagar nutu góðs af orkudrykkjum og orkugeli frámeðan á hlaupi stóð.