Hagfræðigreinar

Ó, hve óðfluga
áfram líða
stundir starfsemi,
stundir vonar.

Kristján Jónsson

 

Greinarnar eru hér flokkaðir í efnisröð en þetta er þó mjög fjarri því að vera tæmandi listi. Ég hef yfirleitt ekki tekið með greinar sem ritaðar voru fyrir 1999, né heldur hef ég verið að elta ólar við að tína saman allt er ég hef ritað á þessum tíma. 

 

Efnisflokkun

 

 

Flokkun eftir prentmiðlum

 

 

Upphaf ferils míns sem greinarhöfundur

Haustið 1994 ég ráðinn til Verkamannafélagsins Dagsbrúnar til þess að undirbúa kjarasamninga sem þá voru á næsta leiti. Ferill minn hófst þá einnig sem greinarhöfundur, en formaður félagsins Guðmundur J. Guðmundsson lagði hart að mér að skrifa grein í Morgunblaðið. En svo var mál með vexti að með pólitískum gjörningi á níunda áratugnum var verðtrygging skulda látin miða við launavísitölu, byggingarvístölu og neysluverðsvísitölu. Það lá í augum uppi að launahækkanir - sem þá voru vitaskuld fyrirhugaðar - hefðu því hækkað skuldir heimilanna og því komið í bakið á launafólki.

Það var í sjálfu sér ekki hagfræðilega flókið að rökstyðja að verðtrygging ætti að miðast við mælda verðbólgu - neysluverðsvísitölu - en það gerði ég nú samt og greinin vakti athygli. Í kjölfarið fékk ég boð um að gerast ritstjóri Vísbendingar og hætti störfum hjá Dagsbrún um leið og skrifað var undir samninganna í febrúar 1995 - þar sem m.a. launavísitala og byggingarvísitala voru felldar út úr lánskjaravísitölunni og hefur svo verið síðan.