Rannsóknir
Hagfræði
Countercyclical Capital and Currency Dependence
Vinnupappír með Jóni Daníelssyni, ágúst 2005
The introduction of risk sensitive bank capital charges into currency dependent economies exasperates the inherent procyclicality of banking regulations and frustrates the conduct of monetary policy. By requiring capital charges resulting from foreign currency lending to be denominated in the same foreign currency, the capital charge becomes countercyclical.
Ábati öldrunar á íslenskum vinnumarkaði
Fjármálatíðindi, síðara hefti 2004. Meðhöfundur Steingrímur Arnar Finnsson
Þessi grein fjallar um tengsl atvinnutekna og aldurs sem eru metin með annarrar gráðu margliðu. Aldurstengdar launagreiðslur eru síðan notaðar sem mælikvarði á aldursbundið vinnuframlag, bæði hvað varðar vinnutíma og framleiðni á vinnustund. Niðurstöður sýna að aldur skiptir nú meira máli fyrir laun en áður auk þess sem karlar vinna sig hraðar upp í tekjum en konur en falla jafnframt hraðar eftir miðjan aldur. Ef landsframleiðsla á mann er leiðrétt með tilliti til aldurstengds vinnuframlags kemur í ljós að hærri meðalaldur þjóðarinnar eftir 1970 hefur aukið landsframleiðslu á mann um 16%. Um 11% af ábatanum má rekja til þess að hlutfall fólks á vinnualdri hefur hækkað meðal þjóðarinnar en 5% til þess að stórar ungar kynslóðir hafa færst upp aldurslaunastigann. Þessir þættir hafa aukið hagvaxtarmöguleika íslenska hagkerfisins um 0,4–0,6% á ári en eftir 2015 mun öldrun þjóðarinnar fara að segja til sín um leið og fólki á eftirlaunaaldri fjölgar og áhrif aldursbreytinga verða neikvæð. Einnig sést að þanþol íslenska hagkerfisins gagnvart launaskriði og aukinni vinnuaflseftirspurn hefur verið sérlega mikið á síðustu 5 árum vegna þess að börn eftirstríðskynslóðarinnar eru nú að koma inn á vinnumarkaðinn.
Umframávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, desember 2004. Meðhöfundur Stefán B. Gunnlaugsson.
Hér er gerð grein fyrir rannsókn á sambandi nokkurra kennitalna fyrirtækja og ávöxtunar íslenskra hlutabréfa. Þær kennitölur sem um ræðir eru V/H-hlutfall, q-hlutfall, arðhlutfall, söguleg ávöxtun og fyrirtækjastærð. Rannsóknin nær yfir tímabilið frá janúar 1993 til júní 2003 og er byggð á því að búa til ný verðbréfasöfn í hverjum mánuði eftir þeim kennitölum sem rannsakaðar voru. Ávöxtun verðbréfasafnanna var síðan reiknuð og kannað hvort marktækur munur væri á milli þeirra að teknu tilliti til kerfisbundinnar áhættu. Helstu niðurstöður eru þær að hlutabréf með lágt V/H-hlutfall skiluðu mun hærri ávöxtun en önnur hlutabréf og var sá munur marktækur. Hlutabréf lítilla fyrirtækja og hlutabréf með lágt q-hlutfall skiluðu einnig hærri ávöxtun en önnur hlutabréf en sá munur var ekki marktækur. Aftur á móti mældist ekkert samband á milli arðhlutfalls, sögulegrar frammistöðu og ávöxtunar.
Does one size fit all? On the Impact of
Capital Regulations
The new Basel–II capital accords heralds a major shift in the global regulation of financial institutions. While it was conceived as a regulatory structure for the largest global financial institutions and their equally large clients, it is likely to be implemented across–the–board in European countries regardless of the size of financial institution and clients or size and development level of the country. This broadening of the scope of international capital regulations has passed almost unnoticed, even though the implications for financial stability, small and medium–sized enterprises, and monetary policy are profound. Our objective is to analyze some of the impacts of Basel–II, focussing on likely outcomes, especially for monetary policy in small open economies.
Byggðir og búseta: Þéttbýlismyndun á Íslandi
Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2002. Unnið með Axel Hall og Sveini Agnarssyni
Í þessari þriðju haustskýrslu Hagfræðistofnunar er fjallað um helstu kenningar hagfræðinnar sem tengjast þéttbýlismyndun, fólksflutningum og staðsetningu bæjarkjarna, og þeim beitt á íslenskar aðstæður. Á síðasta áratug hefur mikil framþróun átt sér stað í erlendum rannsóknum á byggðaþróun og búsetumynstri, sem gefur nýja möguleika í íslenskum byggðarannsóknum. Í skýrslunni er þeirri spurningu velt upp hvort að sérstakar aðstæður, sem ríktu í upphafi borgarmyndunar hérlendis á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, geti skýrt núverandi byggðamynstur, einkum sterka stöðu Reykjavíkur meðal annarra þéttbýliskjarna landsins. Ennfremur er reynt að skýra af hverju þéttbýli myndast, og hvort verkaskipting sé til staðar á milli smærri og stærri þéttbýlisstaða. Hér er lögð áhersla á hlutverk samgangna fyrir íslenska byggðaþróun, og sú spurning könnuð hvort tilkoma landsamgangna í stað sjósamgangna eftir 1940 geti skýrt hnignun sumra sjávarbyggða. Þá er reynt að sýna með fræðilegum hætti hvaða áhrif stærðarhagkvæmni og lækkun flutningskostnaðar hefur á stærð höfuðborgarsvæðisins og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í þessu tilliti er lögð sérstök áhersla á að greina þróun í sjávarútvegi og staðsetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Loks, eru búferlaflutningar greindir niður eftir aldri og menntun á síðustu 15 árum og reynt að finna sameiginlega orsakaþætti.
Exchange rate Interventions in Centralized Labor Markets.
Working paper W0208 í útgáfuröð Hagfræðistofnunar árið (2002).
Sveigjanleiki á vinnumarkaði og upptaka evrunnar
Rannsókn unnin með Sigurði Jóhannessyni, hagfræðingi hjá Samtökum Atvinnulífsins. Birt í maí 2002.
Markmið þessarar rannsóknar er að gera kerfisbundna greiningu á íslenskum vinnumarkaði og einkum að komast að raun um að hversu miklu leyti launastig ræðst án aðildar stéttarfélags. Opinberir launataxtar hafa um langt skeið verið miklu lægri en þau dagvinnulaun sem flestir launþegar fá í vasann og það gæti gefið svigrúm í þessum efnum. Skýrsluhöfundar fengu í þessu skyni aðgang að gagnasafni Kjararannsóknarnefndar frá árunum 1992 til 1995. Gögnin sýna svo að ekki verður um villst að þrátt fyrir að miðstýring sé mikil á íslenskum vinnumarkaði ráðast laun að miklu leyti á markaði og þau bregðast við efnahagsaðstæðum. Ekki er með nokkrum hætti hægt að hugsa sér þetta sem dóm um það hvort evran er heppileg fyrir Ísland eður ei, heldur aðeins einn lið af mörgum sem skipta máli þegar sá kostur er íhugaður. Þessar niðurstöður benda hins vegar eindregið til þess að stefnumótun á vinnumarkaði eigi að miða að því að laun myndist að miklu leyti á frjálsum markaði. Ennfremur er farið yfir umræðuna um vinnumarkaði Evrópu í tengslum við upptöku evrunnar og tengsl vinnumarkaðar og stefnumörkunar í peningamálum.
Tekjuskipting á Íslandi: þróun og áhrifavaldar
Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001. Unnið með Ástu Hall, Gylfa Zoëga, Mörtu Skúladóttur, Tryggvi Þór Herbertssyni
Ítarleg könnun á tekjuskiptingu á Íslandi og þróun síðustu ára. Í þessari umfjöllun er ýmsum spurningum velt upp um ástæður og stefnu ójafnaðari og þeim svarað í ljósi nýjustu hagfræðikenninga á þessu sviði, s.s. í tengslum við alþjóðavæðingu og tækniframfarir. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllunina Íslenskum aðstæðum. Sérstaða landsins er dregin fram en einnig er reynt að meta áhrif á alþjóðlegra þátta á tekjujöfnuð hérlendis. Hér er einnig birtar niðurstöður af umfangsmiklum tölfræðilegum rannsóknum á ójöfnuði sem gerðar voru í tengslum við verkefnið. Fjallað er sérstaklega um tengsl búsetu, kynferðis, atvinnulífs, hagsveiflna og tekjuskiptingar. Einnig er efnahagslegur hreyfanleiki meðal Íslendinga skoðaður.
Um viðskiptavakt á íslenska gjaldeyrismarkaðinum
Álitsgerð unnin fyrir Forsætisráðuneytið í ágúst 2001. Meðhöfundur Axel Hall.
Í þessari álitsgerð er viðskiptavakakerfinu lýst og þess freistað að meta frammistöðu þess í ljósi atburða síðasta árs. Velt er upp öðrum möguleikum og úrbótum sem kæmu til greina, en einnig er reynt að grafast fyrir um hvaða áhrif fyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta hefur á almenna bankastarfsemi sem og þjóðarbúið í heild. Í þessu samhengi er einnig fjallað um stöðu Seðlabanka Íslands á markaðinum. Í þessu skyni voru allir viðskiptavakarnir heimsóttir og grennslast fyrir um hugmyndir og álit þeirra á ofangreindum atriðum. Sú efnismeðferð og skoðanir sem hér koma fram eru þó alfarið á ábyrgð Hagfræðistofnunar.
Skattalækkun sem efnahagsaðgerð
Rannsókn
á efnahagslegumáhrifum skattalækkana á fyrir
Short-term stabilization in small Open Economies
Doktorsritgerð varinn við Indiana University 30 maí 2001. Þetta er kenningaleg umfjöllun um áhrif peningamálaaðgerða, einkum gengisbreytinga, á þjóðhagslegt jafnvægi í litlum opnum hagkerfum.. Kenningunum er síðan fylgt eftir með tölvuhermun.
Leiðbeinendur: Eric Leeper og Edward Buffie.
Hagsaga
Þá Skúli var yfirvald Skagfirðinga
Grein væntanleg til birtingar í Skagfirðingabók 2002. Skúli Magnússon var sýslumaður Skagfirðinga í 12 ár - áður en hann varð landfógeti. Árin hans nyrðra voru ótrúlega viðburðarík og hann dróst inn í margs konar deilur um verslun, stjórnun biskupsstólsins á Hólum og ýmislegt annað. Til eru geipilegar margar sagnir og sögur af veru hans þar sem gengið hafa manna á millum allt fram á þennan dag. Skúli kemur fyrir sem skjótráður, hvatvís en þó réttlátur og tilbúinn að viðurkenna verðleika án tillits til þjóðfélagsstéttar – líkt og kóngarnir í ævintýrasögunum sem gefa dætur sínar karlsyni úr koti fyrir einhverja drýgða dáð. Hann kemur einnig fyrir sem maður sem vílar það ekki fyrir sér að snúa á kerfið til þess að fá réttláta niðurstöðu, sama við hverja var að eiga. Athafnasemi og hans einurð koma einnig fram í viðskiptum hans við einokunarkaupmenn, Hólabiskupa, Hollenska verslunarbrjóta, stóðbændur og ýmsa aðra sem voru á ferli í Skagafirði á árunum 1738-1750.
Grein rituð í Skagfirðingabók 2001. Því hefur verið haldið fram af flestum málsmetandi mönnum að Auðunn rauði Hólabiskup hafi hafið smíði steinkirkju á Hólum 1321, sem hafi aldrei verið lokið vegna andláts Auðuns ári síðar. Það er vitað um rauðan múr á Hólum eftir 1549, en hins vegar má efast um að sá múr hafi komið Auðunni við að einhverju leyti. Í fyrsta lagi var ný timburkirkja fyrir á staðnum þegar Auðunn varð biskup og auk þess geta samtímaheimildir að engu þessarar byggingar. Þetta er enn einkennilegra fyrir þá sök að til er nokkuð áreiðanleg lýsing á biskupsárum Auðunar í sögu eftirmanns hans á biskupsstóli, Lárentíusar Kálfssonar, sem lést árið 1331. Reyndar líða 400 ár frá andláti Auðuns þar til því fyrst haldið fram á prenti hann hafi ráðist í smíði steinkirkju. Hér er farið yfir þessi mál og leitt rök því hvenær múrinn var raunverulega byggður, af hverjum og af hvaða ástæðum. Þá er því einnig svarað af hverju seinni tíðar menn hafa verið svo áfram með að tengja nafn Auðuns við téðan múr.
Siglt gegn vindi.
Þjóðhagfræðileg greining á Íslenska hagkerfinu 1400-1600. Grein sem birt í Fjármálatíðindum, seinna hefti 1994. Þetta er lokaritgerðin mín frá Viðskipta- og hagfræðideild sem minnst er á hér að ofan. Leiðbeinendur mínir voru tveir þeir Gísli Gunnarsson sagnfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, en hluti ritgerðarinnar var síðan birtur í Fjármálatíðindum í desember 1994.