Þessi námsmappa er unnin á námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð (GLF034G) við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Kennarar námskeiðsins eru Ása Helga Ragnarsdóttir og Ingvar Sigurgeirsson. Síðan er unnin á vorönn 2009.

Nemendur sem unnu þessa síðu eru:
Anna María Reynisdóttir
Brynja Sigurjónsdóttir
Guðný Viktoría Másdóttir
Jóna Kristín Jónsdóttir

Á þessari síðu ætlum við að fjalla almennt um leiki, til að mynda hvað eru leikir og hverjir eru flokkar þeirra. Við munum fjalla um nokkra flokka leikja og leiki innan þeirra flokka. Þar sem við erum tvær á unglingastigi á stærðfræðikjörsviði og tvær í kennslu barna á yngsta stigi grunnskólans ætlum við að einblína á leiki fyrir þau stig. Þar að auki ætlum við einungis að fjalla um leiki sem hægt er að nota til að styðja við stærðfræðikennslu.

Rúmfræði
Rökleikir
Líkindaleikir
Talnaleikir
Námsspilið
Leikir á leikjavef
Lokaorð
 

En hvað eru leikir? Oftast er skemmtun tengd leikjum en leikur getur líka verið leiðinlegur. Þegar vel er að gáð er í rauninni ekki til nein ein skilgreining á leikjum. Leikir eru það sem við ákveðum að leikir séu. Ef okkur finnst ákveðin athöfn eða gjörðir skemmtilegar getum við því strangt til flokkað það sem leiki. Það sem er leikur fyrir einum, þarf ekki endilega að vera leikur fyrir öðrum. Samkvæmt Freud fá börn útrás fyrir bældum tilfinningum og leikir eru því tilraunastöð fyrir tilfinningar og athafnir en samkvæmt Piaget er leikur ein hlið virkrar hugsunar þegar barnið reynir eða æfir eitthvað sem það hefur tileinkað sér.
Þrátt fyrir allt ættu allir, ungir sem aldnir, að hafa gaman af því að leika sér.

Leikir hafa gríðarlegt uppeldisgildi. Börn leika sér vegna þess að þau þurfa að losa sig við umfram orku (Herbert Spencer) t.d. í frímínútum í skólanum. Margt bendir til þess að leikir séu lítið notaðir í grunnskólum en samt sem áður skapa þeir ótæmandi möguleika í skólastarfi. Leikir geta þroskað og þjálfað málþroska, samskiptahæfni og félagsþroska, siðferðisþroska, sköpunargáfu og ímyndunarafl, vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og hreyfiþroska. Kennarar ættu að nýta sér leiki meira í sinni kennslu þar sem þeir koma til móts við eðlilegar þroskaþarfir nemenda, virkja nemendur, stuðla að fjölbreytni, efla félagsanda, efla námsáhuga, það er tilbreyting og getur gert skólastarfið skemmtilegra.

Hér á síðunni má finna umfjöllun um flokkun leikja, stærðfræðileiki fyrir yngsta stig og unglingastig grunnskóla og umfjöllun um þá.

Brynja og Jóna Kristín tóku fyrir leiki fyrir elsta stigið, Anna María og Guðný Viktoría leiki fyrir yngsta stigið.

Athugið: ef ýtt er á nöfnin okkar hér neðst á síðunni er hægt að senda okkur póst.

   
 
Leikir sem kennsluaðferð - Anna María, Brynja, Guðný Viktoría og Jóna Kristín - Aðalnámskrá