Rúmfræðileikir - yngsta stig
  Forsíða Til baka Elsta stig  
Formskoðun

Formskoðun

( Heimild: http://staerdfraedi.khi.is/staerdfraedileikir/new_page_10.htm)

Aldur: 6 - 9 ára.

Markmið:
Að nemendur tengi form við umhverfið, noti ímyndunaraflið og þjálfist í formskoðun.

Þökun
Pinnabretti
Naglagakarlinn
Rúmfræðibingo
 
 

Lýsing: Nemendur skoða umhverfi sitt, úti eða inni, og reyna að finna út formin sem mynda hlutina. Skrá síðan við myndirnar hve mög form þau fundu.

            Hvaða hlutir eru hringlaga?
                     Hringir
            Hvaða hlutir eru ferhyrndir?
               Ferhyrningar
            Hvaða hlutir eru þríhyrndir?

                      Thrihyrningar

Gögn : Blað og blýantur.

Kennaraspurningar: Hvað komst þú auga á fyrst og hvaða form myndaði formið?  Hversu mörg form fannstu?  Hvaða form fannstu mest af?  Var eitthvað í umhverfinu sem þér fannst í fyrstu að væri hringur, ferhyrningur eða þríhyrningur en var svo ekki?

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt væri að nota líkamann til að búa til form. Einnig er að láta þau finna fleiri tegundir af formum eins og fimm- eða sexhyrning.

Anna María og Guðný Viktoría
Þessi leikur hentar vel nemendur á aldrinum 6 til 9 ára. Hann er mjög einfaldur í framkvæmd og opnar augu nemenda fyrir formun í umhverfi sínu. Fyrir yngstu nemendurna væri hægt að láta þá setja kross við þau form sem þau finna þar sem þau eru ef til vill ekki farinn að skrifa tölustafina.
Mikilvægt er að muna að stærðfræði er ekki einungis í bókum. Kennarar verða að opna augu nemenda fyrir stærðfræði í umhverfinu.

(topp)

 
  Þökun

( Heimildir: http://staerdfraedi.khi.is/staerdfraedileikir/new_page_11.htm )

Aldur: 6 – 11 ára  

Markmið: Að nemendur þjálfist í að þekkja form og eiginleika þeirra, leysa þrautir þar sem raða þarf saman hlutum, að finna ólíkar leiðir við lausn verkefna og bera saman mismunandi leiðir að sömu lausn. Einnig þjálfast nemendur í að bera saman flatarmyndir, s.s. þríhyrninga, ferhyrninga eða hringi, og velti fyrir sér eðli þeirra, t.d. hvort þær geta þakið flöt.

Lýsing: Kennari er búin að safna saman ýmsum formum t.d. þríhyrningum, ferhyrningum, ferningum, sexhyrningum og fleirum formum á eitt borð. Þessi form eru þannig að það er hægt að festa þau saman þannig að þau detti ekki í sundur. Síðan fá nemendur spurningar sem þeir eiga að leysa. Þær geta verið eftirfarandi: Hvaða form þekja flöt?  Er hægt að þekja flöt með því að nota fleiri en eina gerð af formum? Er hægt að þekja flöt með fimmhyrningum? Ef svo er af hverju eða af hverju ekki? Búið til fótbolta úr formunum, hvaða form notuðu þið?
 Þegar nemendur eru að vinna að þessum verkefnum er mikilvægt að kennarinn fái nemendur til að ræða saman og bera saman lausnir sínar til þess að sýna þeim að það eru til margar lausnir á verkefnum.

Gögn: Form eins og ferninga, þríhyrninga, sexhyrninga og fleiri, blað og blýantur.

Kennaraspurningar:Getur þú notað þríhyrninga til að þekja flöt?  Af hverju getur þú þakið flöt með ferhyrningum en ekki fimmhyrningum? Hvaða form er með fjögur horn? Af hverju heitir sexhyrningur; sexhyrningur? 
Útvíkkunarmöguleikar: Það geta fleiri en tveir unnið þetta saman eða kennarinn getur haft þetta sem einstaklings verkefni. Það er hægt að láta nemendur vinna með þessi form á margvíslegan hátt t.d. kanna lögun formanna t.d. að sum formanna hafa allar hliðar jafnlangar en önnur ekki. Sum formin hafa þrjú horn, önnur fjögur og svo framvegis.

 
Anna María og Guðný Viktoría
Þessi leikur hentar vel fyrir 6 til 11 ára nemendur. Einnig væri hægt að láta nemendur búa til dúkkulísur og dúkkulísuföt. Nemendur ættu þá að athuga hvað mörg dúkkulísuföt væri hægt að búa til úr einu A4 blaði til þess að nýta flötinn sem best, þar að segja nýta blaðið sem best.

(topp)

 
 

Pinnabretti

(Heimildir: Ragnheiður Jóhannsdóttir. 1994. Stærðfræðileikir í byrjendakennslu. Námsgagnastofnun. Reykjavík).

Markmið: Að nemendur kynnist hjálpartæki, þ.e. pinnabretti, sem nota má til að skoða form. Að nemendur kynnist undirstöðuatriðum í lengdarmælingum.

Lýsing: Nemendur fá pinnabretti og teygjur í hendur og leiki sér frjálst að því að búa til myndir á pinnabrettið. Síðan býr hver nemandi fyrir sig til leið t.d. fyrir mús til að komast að ostinum(leið á milli tveggja punkta A og B). Aðeins má fara til vinstri og hægri, upp og niður, ekki á ská. Þá þyngist leikurinn: á leiðinni á að vera ein beygja, tvær beygjur, þrjár beygjur o.s.frv. Allar “beygjur” þurfa að vera rétt horn(90°). Nemendur færa loks sínar eigin leiðir á punktablað.

Gögn: Pinnabretti(helst 5x5 nagla), teygjur og punktablað.

Kennaraspurningar: Kennarinn getur spurt nemendur útí þau form sem þau hafa búið til á brettin, athuga hvort þeir þekki nöfnin á formunum.
Útvíkkunarmöguleikar: Einnig má færa myndir af punktablaði yfir á pinnabrettið. Loks má mæla leiðina í “skrefum”(frá einum pinna til næsta pinna) og bera saman lengd mismunandi leiða. Svo má líka leyfa nemendum að fara á ská. Nemendur geta líka búið til mismunandi form á pinnabrettið, þríhyrninga, ferninga, trapisur o.s.frv. Hægt er að hafa fleiri pinna á brettinu.

Anna María og Guðný Viktoría
Þessi leikur gagnast vel fyrir kennslu í rúmfræði fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Byrjað er rólega á að leifa nemendum að fikra sig áfarm að búa til allskyns form á pinnabrettið. Síðan lætur kennarinn nemendur skíra út hvað form þeir bjuggu til og hvað form er hægt að búa til á pinnabrettinu. Nemendur eru  látnir athuga lengdina frá einum pinna til næsta og síðan  bera þeir saman lengdina til mismundi leiða á pinnabrettinu.

(topp)

 
 

Naglakarlinn

(Heimildir Ragnheiður Jóhannsdóttir. 1994. Stærðfræðileikir í byrjendakennslu. Námsgagnastofnun. Reykjavík).

Markmið: Að ýta undir sköpunargáfu og þjálfa formskyn nemenda.

Gögn: Blað, blýantur, naglar og fatatölur

Lýsing: Hlutunum er raðað eins og nemandinn vill ofan á blað. Hann teiknar svo í kringum hlutina svo út komi mynd. Þegar það er búið eru hlutirnir fjarlægðir og út kemur einhverskonar mynd.

Kennaraspurningar: Þegar nemendur hafa búið til myndir og fjarlægt hlutina getur kennari tekið einhverja mynd og spurt bekkinn hvaða hluti þarf til að búa til myndina.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að bæta við öðrum hlutum eins og t.d. hring, þríhyrning, kassa o.s.frv. Einnig væri sniðugt að búa til sögu þar sem hver nemandi fær ákveðinn hluta úr sögunni og þarf að búa til mynd sem passar við. Síðan væri hægt að hengja myndirnar upp á vegg í réttri röð þannig að út kæmi myndasaga út frá sögunni.

Anna María og Guðný Viktoría
Þessi leikur hentar vel til kennslu 6 til 8 ára barna. Einnig væri hægt að láta nemendur setja  hlut undir blaðið og rissa svo á það. Hluturinn kemur þá í gegn á blaðið þar að segja útlínur hans. Það getur verið mjög spennandi fyrir börn að gera tilraunir á allskyns hlutum, setja þá undir blaðið og sjá hvaða form koma í ljós.Kennarinn gæti þá spurt áður en rissað er á blaðið hvaða form barnið haldi að komi á blaðið.

(topp)

 
 

Rúmfræðibingó

(Heimildir: http://staerdfraedi.khi.is/staerdfraedileikir/rúmfræðibingó.htm)

Markmið: Að auka þekkingu á formum og eiginleikum þeirra.

Gögn: Formin: jafnarma þríhyrningur, rétthyrndur þríhyrningur, fimmhyrningur, fimm arma stjarna og fleiri sem ykkur dettur í hug.

Framkvæmd: Útbúin eru bingóspjöld, hægt er að vera búin að gera spjöldin eða láta nemendur taka þátt í að útbúa þau. Þau eru með 9 myndum á og þarf að fá allar myndirnar til þess að vinna. Kennari heldur til spjöldum með nöfnum á formunum og dregur líkt og gert er í bingói. Ef nemandi hefur formið sem dregið var leggur hann blað yfir og þegar hann hefur hulið allar myndirnar kallar hann bingó! Sá sem er fyrstur til að hylja allt spjaldið vinnur.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að nota önnur hugtök en þessi form. Hægt er að spila lítinn kross og stóran. Fá eina röð eða kassa, bara það sem ykkur dettur í hug.

Kennaraspurningar: Er þetta góð leið til að læra um formin? Geta nemendur lært að bera saman formin? Mætti hafa margar tegundir af formum s.s jafnarma-, rétthyrndan- eða jafnhliða þríhyrninga?

Anna María og Guðný Viktoría
Þessi leikur hentar vel nemendum á aldrinum 6 ára til 9 ára og hann er einfaldur í farmkvæmd. Ganglegt getur verið að láta nemendur aðstoða við að búa til gögnin sem til þarf fyrir leikin því þá fá  nemendur meiri  tilfinningu fyrir formunum. Nemendur skemmta sér í bingó og læra í leiðinni formin, nöfnin á formunum og einginleika þeirra.

(topp)

 
 
Leikir sem kennsluaðferð - Anna María, Brynja, Guðný Viktoría og Jóna Kristín - Aðalnámskrá