Atli Harðarson

 
Ég fæddist í Biskupstungum í Árnessýslu árið 1960 og ólst að mestu upp í Laugarási í þeirri sveit. Foreldrar mínir, Hörður Sigurðsson og Ingibjörg Bjarnadóttir, reistu þar garðyrkjubýlið Lyngás árið 1964 og bjuggu þar þangað til í desember árið 2002 þegar þau fluttu í Hveragerði. Ég á tvö systkini, Bjarna sem býr á Selfossi og Kristínu Þóru í Reykjavík. Eiginkona mín er Harpa Hreinsdóttir. Við eigum tvo syni, Mána (fd. 1985) og Vífil (fd. 1991).
   Ég lauk námi í barnaskóla Biskupstungna árið 1974 og landsprófi frá Skálholtsskóla vorið 1975. Stúdentspróf tók ég úr eðlisfræðideild Menntaskólans að Laugarvatni vorið 1979 og lauk BA prófi í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 1982. Árið 1984 útskrifaðist ég með MA próf í heimspeki frá Brown University á Rhode Island í Bandaríkjum Norður Ameríku. Nokkrum árum síðar lauk ég svo námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands. Í júní 2013 varði ég doktorsritgerð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
   Ég starfaði við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá 1986 til 2014 ef frá eru talin skólaárin 1996-7 og 1997-8 þegar ég kenndi við Menntaskólann að Laugarvatni. Fram yfir aldamót var ég í fullu starfi sem kennari en frá 2001 til 2011 var ég aðstoðarskólameistari og skólameistari frá 2011 til 2014.
   É
g var ráðinnlektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2014 og er nú prófessor í Deild faggreinakennslu.

Ferilskrá (pdf)