Atli Harðarson
Námsefni í tölvufræði

Kennslubók í Java fyrir byrjendur í forritun. Skólaárin 1998-1999 og 1999-2000 kenndi ég nokkrum nemendum við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi að forrita á Java. Áður hafði ég kennt Pascal um rúmlega 10 ára skeið. Þar sem ég fann hvergi heppilegt námsefni ákvað ég að búa til kennslubók í Java fyrir fólk sem ekki hefur lært forritun áður. Ég hlaut styrk til verksins frá menntamálaráðuneytinu. Tilraunaútgáfa lá hér frammi þar til í byrjun maí 2000.
    Þetta námsefni kom út í bók árið 2000. Hún heitir Java - kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla. (ISBN 9979-67-044-4.) Útgefandi er Iðnú, Brautarholti 8, Reykjavík (sími 562-3370). Önnur útgáfa kom svo frá sama forlagi í upphafi ársins 2002 (ISBN 9979-67-082-7). Efnislegar breytingar frá fyrstu útgáfu eru litlar en villur hafa verið leiðréttar og orðalag á stöku stað fært til betri vegar. Þú getur séð lista yfir villur í 1. útgáfu með því að smella hér.
    Auk hefðbundinna atriða (breytur, skilyrði, endurtekningu, fylki, undirforrit, skrár o. s. frv.) fjalla ég nokkuð ítarlega um hlutbundna og atburðarekna forritun, þræði, gagnagrindur og safnklasa, endurkomu og samskipti milli tölva á TCP/IP neti.
    Í textanum eru fjölmörg sýnidæmi, alls 50 keyrsluhæf forrit. Þau liggja frammi í einni pakkaðri skrá (zip-skrá, 91 KB) sem er hægt að sækja með því að smella hér.
 
Kennslubók í almennri tölvufræði. Árið 2001 kom út Kennslubók í tölvufræði fyrir framhaldsskóla (ISBN 9979-67-083-5). Útgefandi er Iðnú, Brautarholti 8, Reykjavík (sími 562-3370). Efnisyfirlitið sem þú getur séð með því að smella hér ætti að gefa nokkra hugmynd um innihald bókarinnar. Hún hentar sem lesefni samhliða Java - kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla. Bókin er 119 bls. að lengd.

Frá miðjum júní 2013 liggja báðar þessar bækur (Java - kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla og Kennslubók í tölvufræði fyrir framhaldsskóla) hér frammi sem pdf-skrár til frjálsra afnota fyrir alla. Óheimilt er þó að selja útprentanir eða afrit af þeim.

Krækjur í efni um Java

  • Cafe au Lait - Safn af kennsluefni og fróðleik um Java eftir Elliotte Rusty Harold.
  • Dr. Java - Ókeypis forritunarumhverfi sem hentar vel fyrir byrjendur í Java.