Lausnir á vísnagátum

 1. Harpa: 1 mánuðurinn, 2 hljóðfærið, 3 malarharpa, 4 sérnafn.
 2. Kjölur: 1 á skipi.
 3. Hamar: 4 eitt af beinunum í innra eyra.
 4. Tölur: 2 og 4 ræður, 3 tölur sem fjallað er um í stærðfræði.
 5. Hellur: 1 hellur fyrir eyrum, 2 gangstéttarhellur, 3 sbr. helluhraun, 4 eldavélarhellur.
 6. Súlur: 1 öndvegissúlur Ingólfs, 2 fjallið Súlur, 3 fuglar, 4 Súlnasalur Bændahallarinnar.
 7. Hné: 1 sbr. þegar Þór glímdi við Elli, 2 hníga - hné.
 8. Vísir: 1 dagblaðið Vísir, 2 fornt konungsheiti, 3 vex viður af vísi, 4 vísir á klukku.
 9. Stjarna: 1 sæstjarna þ.e. krossfiskur, 2 kvikmyndastjarna, 4. sbr. stjörnuskrúfjárn.
 10. Mar: 1 Elías Mar höfundur skáldsögunnar Vögguvísu, 2 marblettur, 3 sjór, 4 hestur.
 11. Skeið: 1 Skúlaskeið, 2 skip, 3 matskeið, 4 píka.
 12. Steinn: 1 steinn í götu, 2 gimsteinn, 3 litur, 4 augasteinar.
 13. Fé: 1 rúnin fé, 2 sauðfé.
 14. Stál: 2 stálminni, 3 brýni, 4 stál í heyi.
 15. Rendur: 1 skjöldu, 2 rendur regnbogans, 3 menn eru eltir á röndum, 4 sjónarrönd.
 16. Stafir: 1 hurðastafir, 2. ljóðstafir þ.e. stuðlar, 3 tunnustafir, 4 sólstafir.
 17. Brot: 1 beinbrot, 2 lögbrot, 3 almenn brot, 4 glerbrot.
 18. Línur: 1 útlínur, 3 fiskilínur, 4 rafmagnslínur.
 19. Krabbi: 1 karbbamein, 2 stjörnumerki milli ljóns og tvíburamerkis, 4 á 50 kr. peningi
 20. Hundar: 2 elris hundur er vindur
 21. Hlaup: 1 á byssu, 3 hlaup í jökulá, 4 ávaxtahlaup.
 22. Blöð: 2 krónublöð á jurt, 3 laufblöð, 4 skrúfublöð.
 23. Gormur: 1 drulla sbr. gormur í á, 2 Gormur Danakonungur, 3 heysáta, 4 gardínugormur.
 24. Augu: 1 nálaraugu, 2,3 og 4 augu á manni eða dýri.
 25. Stjórn: 1 gömul íslensk þýðing á Mósebókum var kölluð Stjórn, 2 stjórnborð á skipi, 3 ríkisstjórn.
 26. Mál: 1 drykkjarmál, 2 sakamál, 3 mál semeru rædd á fundum og borin undir atkvæði, 4 tungumál.
 27. Orð: 1 jötuns orð (=gull sem vex ef það liggur undir ormi), 2 loforð, 3 málæði, 4 vísuorð (þessi síðasta lína er fjórðungur vísunnar og eitt vísuorð).
 28. Gangur: 1 gangur vélar og gangur hests, 2 berggangur, 3 gangur heimsins, 4 gangur undir hest.
 29. Björn.
 30. Hani: 1 ullarflóki, 2 brunahani, 3 karlkyn hænsnfulga, 4 óðinshani og þórshani eru kenndir við guði.
 31. För: 1 loftför, 2 kaupför, 3 fótaför, 4 kossaför.
 32. Færi: 1 so. að færa getur merkt það sama og að hræra (og hér er hún í fh. 1. ps. et.), 2 erfitt er að hitta af löngu færi, 3 færi fiskimanns, 4 færi (tækifæri) sem menn geta verið snöggir að grípa.
 33. Krókur: 1 lögkrókar, 2 krókur (öngull) kemur lontu (silungi) á heljarþröm, 3 krókur kemur á móti bragði, 4 betri er krókur en kelda.
 34. Járn: 1 smíðajárn (í skegg á öxi eða skálm=sverð), 2 járn á hesti sem kallast líka skeifa eða skafl, 3 hand- eða fótajárn eða aðrir fjötrar úr járni, 4 járnburður (skírlsa = sönnun á sekt eða sakleysi sem aflað var með því að láta skaborning bera glóandi járn).
 35. Fjöl: 1 skip, 2 spýta, 3 sumir eru ekki við eina fjölina felldir, 4 fjöl í merkingunni fjöldi manns eða almenningur.
 36. Lög: 1. jarðlög, 2 spjótalög (geir = spjót, hörð spjótalög eru banvæn), 3 lög af því stagi sem stjórnvöld heimta að fólk hlýði, 4 sönglög.
 37. Tönn/tennur: 1 hefiltönn (lokur = hefill), 2 hilditönn (Skjöldungur = konungur. Haraldur hilditönn var konungur), 3 tennurnar sem við tyggjum með, 4 vígtennur,
 38. Fluga: 1 flugufregn, 2 fluguvigt, 3 Flugumýri (þar brenndu Eyjólfur ofsi og Hrani Koðránsson meira en 20 menn inni árið 1253), 4 flugufótur.
 39. Greinar: 1 trjágreinar, 2 blaðagreinar, 3 námsgreinar, 4 lagagreinar.
 40. Laukar: 1 garðplöntur („þar gala gaukar og þar spretta laukar“), 2 bragðlaukar, 3 laukar eins og t.d. túlípanalaukar, 4 ættarlaukar (Sbr. „Betra er að vera laukur lítillar ættar en strákur í stórri“).
 41. Ben: 1 Danska orðið „ben“ merkir fótur, 2 Hebreska orðið „ben“ merkir sonur (sbr. Jósúa ben Húr og Davíð ben Gúríon sem á íslensku gætu heitið Jósúa Húrson og Davíð Gúríonson), 3 Stóri Ben (Big Ben) er klukka í Lundúnum, 4 ben = und = sár.
 42. Nauð: 1 nauð í merkingunni kvabb eða þrábeiðni er rex, 2 einn stafur í rúnastafrófinu heitir nauð, 3 nauðið í vindinum, 4 þrengingar eða mikil vandræði.
 43. Skel: 1 ég frá (frétti) að dulur maður dregst inni í skel sína, 2 bláskel lifir í sjó, 3 bátsskel er ætið smá a.m.k. í samanburði við skip, 4 þar sem börn áttu sér bú voru leggir og skeljar.
 44. Svið:1 leiksvið, 2 þyngdarsvið, rafsvið eða segulsvið, 3 sögusvið, 4 kindasvið (sviðahausar og sviðalappir).
 45. Vaskur: 1 handlaug, 2 virðisaukaskattur, 3 hundsnafn, 4 vaskur maður (kappi).
 46. Gull: 1 Málmurinn gull, 2 „Ræðan er silfur, þögnin gull“, 3 Grani, hestur Sigurðar fáfnisbana bar Niflungagullið, 4 barnagull.
 47. Hringur: 1 Hringa lind (konu) á þorna þorn (maður) ef hann er kvæntur henni, 2 Hringadrottinssaga, 3 auðhringur, 4 Hringur Dagsson var, skv. frásögn Heimskringlu, konungur í Hringaríki á 9. öld.
 48. Víðir: 1 & 2 grávíðir og loðvíðir, 3 mannsnafnið Víðir, 4 sjór.
 49. Keila: 1 Stafir og keilur í auga, 2 keila eins og fjallað er um í stærðfræði, 3 fiskurinn keila, 4 íþróttin keila.
 50. Kjör: 1 Kyrr kjör, 2 Kjör til þings, 3 Launakjör, 4 Kjör sem verslanir bjóða.