Willaim Blake
 

William Blake (1757 – 1827) var allt í senn ljóðskáld, myndlistarmaður og hugsuður. Hann hafði mikil áhrif á rómantísku stefnuna í enskri ljóðagerð sem blómstraði í byrjun 19. aldar. Ljóðið sem hér fer á eftir er úr Songs of Innocence and of Experience frá 1794. Það hefur áður verið þýtt á Íslensku af Þóroddi Guðmundssyni en þýðing hans á Songs of Innocence and of Experience kom út hjá Ísafold árið 1959 undir nafninu Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar: Tveir ljóðaflokkar.

Tígrisdýrið

Tígur þú sem bálið berð
bjart, um næturskóga ferð;
Hver ódauðlegra upp þig dró,
svo uggvænlega mynd þér bjó?

Hvar á heimsins hinstu slóð
heitust lýsti augnaglóð?
Á hvaða vonarvængjum sveif
völundur sem logann hreif?

Hvaða öxl með ógnarmátt
inn í þig svo grimmt og flátt
með heljarafli hjartað sló
og harðar sinar um það dró?

Hvar ég inni er eldurinn,
afl og smiðja er heila þinn
á hörðum steðja hamra má
í hugann berja slíka vá.

Mun hann er lambi lífið gaf,
þá lýstu stjörnur himnum af
sem lítil tár á lágan stig,
líka hafa skapað þig?

Tígur þú sem bálið berð
bjart, um næturskóga ferð;
Hvaða hönd af dirfsku dró
og dýri slíka ásýnd bjó?

Á frummálinu:

The Tyger

Tyger Tyger, burning bright,
In the forests of the night;
What immortal hand or eye,
Could frame thy fearful symmetry?

In what distant deeps or skies.
Burnt the fire of thine eyes?
On what wings dare he aspire?
What the hand, dare seize the fire?

And what shoulder, & what art,
Could twist the sinews of thy heart?
And when thy heart began to beat,
What dread hand? & what dread feet?

What the hammer? what the chain,
In what furnace was thy brain?
What the anvil? what dread grasp,
Dare its deadly terrors clasp!

When the stars threw down their spears
And water'd heaven with their tears:
Did he smile his work to see?
Did he who made the Lamb make thee?

Tyger Tyger burning bright,
In the forests of the night:
What immortal hand or eye,
Dare frame thy fearful symmetry?