Ezra Pound   

Inn um fjöldann andlit kvikna;
krónublöð á blautri, svartri grein.

Á frummálinu:

The apparition of these faces in the crowd;
Petals on a wet, black bough.

Athugasemd:
Ég gerði fyrst tilraun til að þýða ljóðið svona:

Andlit sýnast í þeim grúa
blóm á svartri, blautri grein.

Ég birti þessa tilraun á Facebook og fékk athugasemdir og tillögur frá Stefáni Steinssyni, Evu Hauksdóttur, Önnu Kristjánsdóttur, Hörpu Hreinsdóttur, Ingimar Ólafssyni Waage og Pétri Þorsteinssyni sem ég notaði til að laga þýðinguna. Hún er því unnin í hópvinnu og aðeins að litlu leyti mitt verk.