Nokkur ljóð eftir Kavafis

Efnisyfirlit (á eftir hverri þýðingu fer frumtextinn á grísku)

01. Hestar Akkillesar (1897)
02. Bæn (1898)
03. Kerti (1899)
04. Fyrsta þrepið (1899)
05. Che fece … il gran rifiuto (1901)
06. Laugaskörð (1903)
07. Beðið eftir barbörunum (1904)
08. Demetrios konungur (1906)
09. Fótatakið (1909).
10. Borgin (1910)
11. Leiguþý (1910)
12. Íþaka (1911)
13. Guðinn yfirgefur Antóníus (1911)
14. Af Jóníu (1911)
15. Konungarnir í Alexandríu (1912)
16. Eins og þú getur (1913)
17. Vitrir menn (1915)
18. Þegar þær örvast (1916)
19. Einn af guðum þeirra (1917)
20. Tími Nerós (1918)
21. Frá klukkan níu (1918)
22. Skilningur (1918)
23. Af Hebreum (50. e. Kr.) (1919)
24. Í stórri grískri nýlendu árið 200 f. Kr. (1928)
25. Kom þú, konungur Lakverja (1929)
26. Myris – Alexandríu 340 e. Kr. (1929)


Ártölin sem eru innan sviga segja hvenær ljóðið birtist fyrst.

Fróðleikur um höfundinn

Konstantinos P. Kavafis (Κωνσταντίνος Π. Καβάφης), sem fæddur var árið 1863, bjó lengst af í Alexandríu í Egyptalandi – en þar í borg var allfjölmennur grískumælandi minnihluti á 19. öld.

Hann er jafnan talinn einn helsti brautryðjandi nútímalegrar ljóðlistar meðal Grikkja. Safn ljóða hans sem gefið var út árið 1935 hefur haft talsverð áhrif á ljóðgerð seinni tíma bæði í Grikkandi og utan þess.

Meðal skálda utan Grikklands sem heilluðust af Kavafis og urðu fyrir áhrifum frá honum má fyrst frægan telja höfuðskáld Englendinga á síðustu öld, W. H. Auden. Þegar heildarsafn af ljóðum Kavafis kom út í enskri þýðingu Rae Dalven árið 1961 ritaði Auden inngang að bókinni.

Kavafis dvaldi á Englandi frá 9 ára aldri fram á unglingsár. Enska var honum því töm og hann varð fyrir áhrifum af enskum skáldskap, kannski mest af Browning og Oscar Wilde en líka Shelley og öðrum höfuðskáldum enskrar rómantíkur. Raunar mun það fyrsta sem Kavafis orti hafa verið á ensku.
Sem unglingur var hann líka um tveggja ára skeið í Konstantinopel (Istanbul).

Kavafis vann fyrir sér sem skrifstofumaður og reyndi aldrei að hafa neinar tekjur af skáldskap. Raunar gaf hann ljóð sín ekki út í venjulegum skilningi heldur dreifði þeim á blöðum eða heftum innan lítils hóps. Flest af því sem hann orti birti hann aldrei.

Fyrsta ljóðahefti sitt gerði hann 41 árs gamall árið 1904. Það innihélt aðeins 14 ljóð og hann dreifði því í fáum eintökum.

Kavafis var ekki ánægður með nema lítið af því sem hann orti fyrir 1911 og sum þeirra fáu ljóða sem hann birti fyrir þann tíma hafði hann ekki með í seinni ljóðasöfnum. Til dæmis er Kerti ekki með í söfnum eftir 1911.

Kavafis lést árið 1933.

  

1.

Hestar Akkillesar

Er litu þeir Patroklos lagðan að velli,
hann sem var hugrakkur, sterkur og ungur,
fákarnir grétu sem Akkilles átti;
hestunum tveimur með ódauðlegt eðli
ofbauð að líta á hervirki dauðans.
Þeir hnykktu til höfði og sveifluðu faxinu langa,
jörðina tróðu með hófum og hörmuðu sáran
því klárarnir fundu að kappinn var núna
fjörinu sviptur og einskisvert andvana hold –
bjargarlaus – horfinn með öllu úr lifenda lífi
til baka í Ekkertið – auðnina miklu og stóru.

Tár þau er felldu ódauðleg hrossin, augum fékk litið
Seifur. Hann hryggðist og sagði: „Í brúðkaupi Peleifs
óþarfi var það og andvaraleysi að gefa ykkur frá mér,
betur að væri það ógert, æ óheppnu skepnur,
hestarnir mínir, hvers leitið þið hér meðal manna,
aumingja þeirra sem örlögin hafa sem leikföng.
Þið sem dauðinn og ellin geta ekki grandað
megið samt hörmungar þola. Við þjáningar sínar
og vandræði hafa vesælir menn ykkur bundið.“
Samt tárfelldu fákarnir tignu
og hörmuðu dauðans hrylling sem aldregi lýkur.
Í þessu ljóði er vísað í kviður Hómers og hrynjandin minnir líka á fornan kveðskap. Frásögnin í Ilíonskviðu sem hér er lagt út af hefst í línu númer 426 í 17. þætti kviðunnar. Textinn er svona í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Hestar Ajaksniðja [Akkillesar] voru langan veg frá og grétu, jafnskjótt og þeir urðu varir við, að kerrusveinn Akkils [Patroklos] var að velli lagður af Víga-Hektor. … Heit tár flutu til jarðar af hvörmum þeirra, er þeir hörmuðu af söknuði eftir kerrusveininn … En er Kronusson [Seifur] sá þá báða harmandi, kenndi hann í brjósti um þá, hristi höfuð sitt og mælti í hug sér: „Vesölu hross, fyrir hví gáfum vér ykkur Peleifi konungi, dauðlegum manni, þar sem þið eruð ódauðlegir og eldizt aldrei. Var það til þess, að þið nú skylduð eiga illt hjá vesölum mönnum; því ekkert er aumara, en maðurinn, af öllu því, sem á jörðu andar og um jörð skríður …“

Ég beygi nafnið Akkilles eins og mér þykir eðlilegast að gera á íslensku en fylgi Sveinbirni ekki í því að hafa eignarfallið „Akkils.“

Τα άλογα του Αχιλλέως

Τον Πάτροκλο σαν είδαν σκοτωμένο,
που ήταν τόσο ανδρείος, και δυνατός, και νέος,
άρχισαν τ' άλογα να κλαίνε του Αχιλλέως·
η φύσις των η αθάνατη αγανακτούσε
για του θανάτου αυτό το έργον που θωρούσε.
Τίναζαν τα κεφάλια των και τες μακρυές χαίτες κουνούσαν,
την γη χτυπούσαν με τα πόδια, και θρηνούσαν
τον Πάτροκλο που ενοιώθανε άψυχο -αφανισμένο-
μιά σάρκα τώρα ποταπή -το πνεύμα του χαμένο-
ανυπεράσπιστο -χωρίς πνοή-
εις το μεγάλο Τίποτε επιστραμένο απ' την ζωή.

Τα δάκρυα είδε ο Ζεύς των αθανάτων
αλόγων και λυπήθη. «Στου Πηλέως τον γάμο»
είπε «δεν έπρεπ' έτσι άσκεπτα να κάμω·
καλύτερα να μην σας δίναμε άλογά μου
δυστυχισμένα! Τι γυρεύατ' εκεί χάμου
στην άθλια ανθρωπότητα πούναι το παίγνιον της μοίρας.
Σεις που ουδέ ο θάνατος φυλάγει, ουδέ το γήρας
πρόσκαιρες συμφορές σας τυραννούν. Στα βάσανά των
σας έμπλεξαν οι άνθρωποι». -Όμως τα δάκρυά των
για του θανάτου την παντοτεινή
την συμφοράν εχύνανε τα δυό τα ζώα τα ευγενή.

  

2.

Bæn

Hafið tók sjómann einn til sín og dró hann í djúpið. –
Móðir hans veit þetta ekki, en kemur og kveikir

á háu kerti frammi fyrir helgri guðsmóður
að tíðin verði góð og hann komist brátt til baka –

og allan tímann snýr hún eyra sínu áveðurs.
En meðan hún ber upp bænir sínar og andvörp

hlustar myndin, alvarleg og döpur, vitandi vel
að aldrei kemur sonurinn sem hún bíður eftir.

 

Δέησις

Η θάλασσα στα βάθη της πήρ’ έναν ναύτη.—
Η μάνα του, ανήξερη, πηαίνει κι ανάφτει

στην Παναγία μπροστά ένα υψηλό κερί
για να επιστρέψει γρήγορα και νάν’ καλοί καιροί —

και όλο προς τον άνεμο στήνει τ’ αυτί.
Aλλά ενώ προσεύχεται και δέεται αυτή,

η εικών ακούει, σοβαρή και λυπημένη,
ξεύροντας πως δεν θάλθει πια ο υιός που περιμένει.

  

3.

Kerti

Dagar framtíðarinnar standa andspænis okkur
eins og röð af logandi smákertum –
líflegum smákertum, ljómandi og heitum.

Hinir umliðnu dagar dvelja að baki,
dapurleg runa af kulnuðum ljósum;
beygðum, útbrunnum kertum og köldum,
af kveik þeirra fremstu rýkur enn sótið.

Ég vil ekki sjá þau; mér þykja þau sorgleg
og sorglegt að muna birtu sem áttu þau fyrrum.
Ég horfi því fram á ljós mín sem lifa.

Ég vil ekki snúa mér við, ég skelfist að líta
hve hratt lengist röðin sú dimma
hve hratt fjölgar kertunum brunnu.

  

Κεριά

Του μέλλοντος η μέρες στέκοντ’ εμπροστά μας
σα μια σειρά κεράκια αναμένα -
χρυσά, ζεστά, και ζωηρά κεράκια.

Η περασμένες μέρες πίσω μένουν,
μια θλιβερή γραμμή κεριών σβυσμένων·
τα πιο κοντά βγάζουν καπνόν ακόμη,
κρύα κεριά, λυωμένα, και κυρτά.

Δεν θέλω να τα βλέπω· με λυπεί η μορφή των,
και με λυπεί το πρώτο φως των να θυμούμαι.
Εμπρός κυττάζω τ’ αναμένα μου κεριά.

Δε θέλω να γυρίσω να μη διω και φρίξω
τι γρήγορα που η σκοτεινή γραμμή μακραίνει
τι γρήγορα που τα σβυστά κεριά πληθαίνουν.

 

4.

Fyrsta þrepið

Ungskáldið Evmenis kvartaði
eitt sinn við Þeókrítos og sagði:
„Í tvö ár hef ég verið við skriftir,
samið eitt hjarðljóð
og engu öðru verki lokið.
Vei mér, svo hátt, svo ofurhátt er að líta
upp stiga ljóðlistarinnar
af fyrsta þrepinu, þar sem ég stend
veslingur minn og kemst ekki ofar.“
Þeókrítos svaraði honum og sagði:
„Goðgá er svo að mæla og ekki við hæfi.
Jafnvel þótt þú standir á neðsta þrepi
skaltu samt vera stoltur og hrósa happi.
Þú ert hingað kominn og það er hreint ekki lítið;
dýrðlegt í meira lagi að ná þetta langt.
Fyrsta þrepið sem þú hefur klifið
er hátt yfir veraldarvegum.
Til að komast hér upp
þarf sjálfur, af eigin rammleik,
að vinna sér þegnrétt í ríki andans.
Að komast í tölu fullgildra borgara
er fágætt og erfitt í þessu ríki.
Á aðaltorgi þess finnur þú löggjafa
sem aldrei láta framagosa hafa sig að fífli.
Þú ert hingað kominn og það er hreint ekki lítið;
dýrðlegt í meira lagi að ná þetta langt.“

Þeókrítos frá Sýrakúsu var uppi á árunum 310 til 245 f. Kr. Hann bjó um tíma í Alexandríu og var þekktur fyrir skáldskap sinn um sveitasælu. Ungskáldið Evmenis er líklega tilbúningur Kavafis.

Το πρώτο σκαλί

Εις τον Θεόκριτο παραπονιούνταν
μιά μέρα ο νέος ποιητής Ευμένης
·
«Τώρα δυό χρόνια πέρασαν που γράφω
κ' ένα ειδύλιο έκαμα μονάχα.
Το μόνον άρτιόν μου έργον είναι.
Αλλοίμονον, είν' υψηλή το βλέπω,
πολύ υψηλή της Ποιήσεως η σκάλα
·
και απ' το σκαλί το πρώτο εδώ που είμαι
ποτέ δεν θ' αναιβώ ο δυστυχισμένος».
Ειπ' ο Θεόκριτος• «Αυτά τα λόγια
ανάρμοστα και βλασφημίες είναι.
Κι αν είσαι στο σκαλί το πρώτο, πρέπει
νάσαι υπερήφανος κ' ευτυχισμένος.
Εδώ που έφθασες, λίγο δεν είναι
·
τόσο που έκαμες, μεγάλη δόξα.
Κι αυτό ακόμη το σκαλί το πρώτο
πολύ από τον κοινό τον κόσμο απέχει.
Εις το σκαλί για να πατήσεις τούτο
πρέπει με το δικαίωμά σου νάσαι
πολίτης εις των ιδεών την πόλι.
Και δύσκολο στην πόλι εκείνην είναι
και σπάνιο να σε πολιτογραφήσουν.
Στην αγορά της βρίσκεις Νομοθέτας
που δεν γελά κανένας τυχοδιώκτης.
Εδώ που έφθασες, λίγο δεν είναι
·
τόσο που έκαμες, μεγάλη δόξα».

 

5.

Che fece … il gran rifiuto

Hjá ýmsum kemur sá ævinnar dagur
að undan verður ei komist þeir segi
hið mikla Já eða Nei-ið mikla. Þá eigi
mun dyljast í hverjum býr Játun og hagur

hans snúast til fremdar og fullvissu. En ekki
fæst hinn til að iðrast sem neitar. Ef spyrðu
segir hann nei líkt og fyrr þótt æ honum yrðu
efni þau – réttmætu – nei í fjötra og hlekki.

Titillinn, Che fece … il gran rifiuto, er á ítölsku, og raunar tilvitnun í þriðja hluta Vítisljóða í Gamanleiknum Guðdómlega eftir Dante. Þar segir frá því þegar Dante ber kennsl á vistmenn í víti sem í jarðlífi sínu gjörðu hina mikla neitun og er talið að hann hafi þar einkum átt við páfa nokkurn sem kjörinn var 1294 og sagði af sér embætti.

Ljóðlínan í Vítisljóðum er „Che fece per viltate il gran rifiuto“ og merkir þeir sem af hugleysi gjörðu hina miklu neitun. Kavafis sleppir orðunum „per viltate“ kannski til að segja að þeir sem hann yrkir um hafni vegtyllum eða viðmiðum heimsins en gjöri það af öðrum ástæðum en hugleysi.

Che fece … il gran rifiuto

Σε μερικούς ανθρώπους έρχεται μια μέρα
που πρέπει το μεγάλο Ναι ή το μεγάλο το Οχι
να πούνε. Φανερώνεται αμέσως όποιος τόχει
έτοιμο μέσα του το Ναι, και λέγοντάς το πέρα

πηγαίνει στην τιμή και στην πεποίθησί του.
Ο αρνηθείς δεν μετανοιώνει. Αν ρωτιούνταν πάλι,
όχι θα ξαναέλεγε. Κι όμως τον καταβάλλει
εκείνο το όχι — το σωστό — εις όλην την ζωή του.

 

6.

Laugaskörð

Heiður þeim sem með lífi sínu
gengu fram að verja Laugaskörð.
Aldrei hvika þeir frá skyldu sinni;
réttlátir, hreinir og beinir í hverju verki,
þó með miskunn og samkennd;
höfðinglegir í ríkidæmi, og líka
í smærri stíl þó fátækir séu,
veita þá liðveislu eftir föngum;
mæla ætíð hvað satt er
án þess að hata lygarana.

Og enn meiri heiður þeim ber
er þeir sjá fyrir (og margir sjá fyrir)
að Efíaltis birtist um síðir og Medar
brjótast að lokum í gegn.

Til forna lá helsta landleiðin milli Þessalíu og Lókris um Laugaskörð (gr. Θερμοπύλες) sem eru við austurströnd mið-Grikklands. Þar varðist fámennt lið frá Spörtu, undir forystu Leonídasar, miklum her Meda í orrustu árið 480 f. Kr.

Medar voru frá Medíu (gr. Μηδία) en þar er nú norðvesturhluti Írans. Í sögubókum eru þeir oftast kallaðir Persar og stríð þeirra við Grikki nefnd Persastríðin.

Í orrustunni við Laugaskörð féll Leonídes og allir hans menn. Þótt þeir lokuðu um stund veginum fyrir fjölmennum her Meda kom það fyrir ekki, því komast mátti fyrir skörðin um fjallaslóð sem erfitt var að finna. Svikarinn Efíaltis vísaði innrásarhernum á þessa torfundnu leið og komust Medar eftir henni inn til lands.

Þar sem Spartverjar börðust við Laugaskörð var síðan reist súla með kvæði eftir Símonídes frá Keos (um 556 f.Kr. – 469 f.Kr.). Þetta kvæði Símonídesar hefur verið þýtt a.m.k. tvisvar sinnum á íslensku. Það kemur fyrir sem tilvitnun í ljóði eftir Friedrich von Schiller sem nefnist Skemmtigangan („Der Spaziergang“). Þetta ljóð Schillers hefur Steingrímur Thorsteinsson þýtt á íslensku og í þýðingu hans er tilvitnunin svona:

Vegfari, ber frá oss boð og borglýðnum seg það í Spörtu,
fallnir að hvílum vér hér, hlýðnir við ættjarðarlög
.

(Þessi þýðing hefur stundum verið eignuð Ásgeiri Hjartarsyni og hélt ég að það væri rétt þar til Jón Örn Bjarnason benti mér á að hún er hluti af þýðingu Streingríms á ljóði Schillers.)

Helgi Hálfdánarson, sem nýlega er látinn í hárri elli, þýddi kvæðið á þessa leið:

Flyt heim til Spörtu þá fregn, þú ferðalangur, að trúir
lögunum hvílum við hér hjúpaðir gróandi mold.

Θερμοπύλες

Τιμή σ’ εκείνους όπου στην ζωή των
ώρισαν και φυλάγουν Θερμοπύλες.
Ποτέ από το χρέος μη κινούντες·
δίκαιοι κ’ ίσοι σ’ όλες των τες πράξεις,
αλλά με λύπη κιόλας κ’ ευσπλαχνία·
γενναίοι οσάκις είναι πλούσιοι, κι όταν
είναι πτωχοί, πάλ’ εις μικρόν γενναίοι,
πάλι συντρέχοντες όσο μπορούνε·
πάντοτε την αλήθεια ομιλούντες,
πλην χωρίς μίσος για τους ψευδομένους.

Και περισσότερη τιμή τους πρέπει
όταν προβλέπουν (και πολλοί προβλέπουν)
πως ο Εφιάλτης θα φανεί στο τέλος,
κ’ οι Μήδοι επί τέλους θα διαβούνε.

 

7.

Beðið eftir barbörunum

– Eftir hverju erum við að bíða, samankomin á torginu?

Eftir barbörunum. Þeir koma í dag.

– Af hverju er þingið svona aðgerðalaust?
Hvers vegna sitja öldungarnir án þess að setja nein lög?

Af því að barbararnir koma í dag.
Hvaða lög setja öldungar héðan af?
Þegar barbararnir koma ákveða þeir lögin.

– Af hverju er keisarinn kominn á fætur svona snemma
og situr við breiðasta borgarhliðið
á veldisstóli með viðhöfn og kórónu?

Af því að barbararnir koma í dag.
Hann bíður eftir að taka á móti
foringja þeirra og hefur tilbúið bókfell
til að gefa honum. Á það hefur keisarinn
ritað fyrir hann marga titla og nöfn.

– Af hverju eru ræðismennirnir báðir og æðstu dómararnir úti
í rauðum klæðum og útsaumuðum yfirhöfnum;
af hverju bera þeir skart með þvílíkum fjölda af ametýstum
og fingurgull með ljómandi smarögðum;
af hverju halda þeir um dýrindis sprota í dag,
útskorna og skreytta með silfri og gulli?

Af því að barbararnir koma í dag
og barbarar heillast af slíkum hlutum.

– Af hverju koma okkar ágætu ræðumenn ekki út
að flytja erindi og segja sitt eins og þeir eru vanir?

Af því að barbararnir koma í dag
og barbörum leiðist málskrúð og ræður.

– Af hverju byrjar skyndilega allur þessi órói
og glundroði. (Andlitin á fólkinu, hvað allir eru alvarlegir á svipinn).
Af hverju tæmast göturnar og torgin svona hratt
og hvers vegna fara allir heim til sín og eru svona hugsi?

Af því að dagurinn er liðinn og barbararnir komu ekki.
Það hafa líka komið menn frá útjöðrum ríkisins
og sagt að það séu engir barbarar lengur til.
– – –
Hvað verður nú um okkur án barbaranna.
Þetta fólk var jú úrlausn af einhverju tagi.

 

Περιμένοντας τους Βαρβάρους

-Τι περιμένουμε στην αγορά συναθροισμένοι;

Είναι οι βάρβαροι να φθάσουν σήμερα.

-Γιατί μέσα στην Σύγκλητο μιά τέτοια απραξία;
Τι κάθοντ' οι Συγκλητικοί και δεν νομοθετούνε;

-Γιατί οι βάρβαροι θα φθάσουν σήμερα.
Τι νόμους πια θα κάμουν οι Συγκλητικοί;
Οι βάρβαροι σαν έλθουν θα νομοθετήσουν.

-Γιατί ο αυτοκράτωρ μας τόσο πρωί σηκώθη,
και κάθεται στης πόλεως την πιο μεγάλη πύλη
στον θρόνο επάνω, επίσημος, φορώντας την κορώνα;

-Γιατί οι βάρβαροι θα φθάσουν σήμερα.
Κι ο αυτοκράτωρ περιμένει να δεχθεί
τον αρχηγό τους. Μάλιστα ετοίμασε
για να τον δώσει μια περγαμηνή. Εκεί
τον έγραψε τίτλους πολλούς κι ονόματα.

-Γιατί οι δυό μας ύπατοι κ' οι πραίτορες εβγήκαν
σήμερα με τες κόκκινες, τες κεντημένες τόγες·
γιατί βραχιόλια φόρεσαν με τόσους αμεθύστους,
και δαχτυλίδια με λαμπρά γυαλιστερά σμαράγδια·
γιατί να πιάσουν σήμερα πολύτιμα μπαστούνια
μ' ασήμια και μαλάματα έκτακτα σκαλισμένα;

Γιατί οι βάρβαροι θα φθάσουν σήμερα·
και τέτοια πράγματα θαμπόνουν τους βαρβάρους.

-Γιατί κ' οι άξιοι ρήτορες δεν έρχονται σαν πάντα
να βγάλουνε τους λόγους τους, να πούνε τα δικά τους;

Γιατί οι βάρβαροι θα φθάσουν σήμερα·
κι αυτοί βαριούντ' ευφράδειες και δημηγορίες.

-Γιατί ν' αρχίσει μονομιάς αυτή η ανησυχία
κ' η σύγχυσις. (Τα πρόσωπα τι σοβαρά που έγιναν).
Γιατί αδειάζουν γρήγορα οι δρόμοι κ' οι πλατέες,
κι όλοι γυρνούν στα σπίτια τους πολύ συλλογισμένοι;

Γιατί ενύχτωσε κ' οι βάρβαροι δεν ήλθαν.
Και μερικοί έφθασαν απ' τα σύνορα,
και είπανε πως βάρβαροι πια δεν υπάρχουν.
– – –
Και τώρα τι θα γένουμε χωρίς βαρβάρους.
Οι άνθρωποι αυτοί ήσαν μιά κάποια λύσις.

 

8.

Demetrios konungur

þegar Makedóníumenn yfirgáfu hann
og gjörðu ljóst að þeir kysu fremur að fylgja Pyrrosi,
þá kom Demetrios konungur (stórlyndur
sem hann var) alls ekki – að því sagt er –
fram sem konungur væri. Hann
kastaði hinum gullna skrúða
og fleygði purpurarauðum
fótabúnaði sínum. Bjóst með skyndi
í látlaus klæði og kom sér undan.
Framferði hans var svipað og hjá
leikara sem að lokinni sýningu
hefur fataskipti og fer.

Ofan við þetta ljóð stendur tilvitnun í ævisögu Demetriosar sem rituð var af sagnamanninum Plútarkosi, en hann var uppi frá 46 – 120 e. Kr. Tilvitnunina má þýða á þessa leið: „Ekki eins og konungur, heldur eins og leikari, sem fór í gráan serk í stað búningsins sem hann bar í harmleiknum og laumaðist burt.“

Demetrios Makedóníukonungur var uppi frá 336 eða 7 til 283 f.Kr. Pyrros var konungur í Epírus (norðvesturhluta Grikklands). Hann var uppi á árunum 319 til 272 f. Kr.

Þegar Pyrros (sem þekktur er af útistöðum sínum við Rómverja og pyrrosarsigar eru við kenndir) réðist inn í Makedóníu svikust hermenn Demetriosar undan merkjum og gengu til liðs við innrásarherinn.

Ο Βασιλεύς Δημήτριος

Σαν τον παραίτησαν οι Μακεδόνες
κι απέδειξαν πως προτιμούν τον Πύρρο
ο βασιλεύς Δημήτριος (μεγάλην
είχε ψυχή) καθόλου — έτσι είπαν —
δεν φέρθηκε σαν βασιλεύς. Επήγε
κ’ έβγαλε τα χρυσά φορέματά του,
και τα ποδήματά του πέταξε
τα ολοπόρφυρα. Με ρούχ’ απλά
ντύθηκε γρήγορα και ξέφυγε.
Κάμνοντας όμοια σαν ηθοποιός
που όταν η παράστασις τελειώσει,
αλλάζει φορεσιά κι απέρχεται.

 

9.

Fótatakið

Í rúmi úr svartviði skreyttu
með kóröllum í arnarlíki, sefur Neró
djúpum svefni – meðvitundarlaus, rólegur og hamingjusamur;
fjörmikið kraftalegt hold,
dásamleg hreysti æskumannsins.

En í alabastursherberginu eru heimilisguðirnir
lokaðir inni. Þeir eru skjálfandi
ofan í goðaskríninu forna
sem tilheyrir ætt Ahenobarbusar
og reyna að fela auvirðilega líkama sína.
Því þeir heyrðu ógnvænlegan dyn,
feigðarhljóð á leið upp stigann,
um þrepin drynja fótatak úr járni.
Og vesöl goðin sundlar við,
þau troðast núna innst í skrínið,
þar ýtir einn við öðrum og þeir falla
litlir guðir hver um annan þveran
því þeir greina og skynja hvers kyns er,
að dynur sá er fóthljóð refsinorna.

Í frumtextanum eru heimilisguðirnir kallaðir Lares upp á latínu og goðaskrínið Lararium. Ég veit ekki til að slík blæti hafi neitt nafn á íslensku svo ég tala bara um heimilisguði og goðaskrín.

Ættarnafn Nerós var Ahenobarbus. Hann var sjálfumglaður í meira lagi og leit á sig sem mikinn listamann og snilling en samt snerust öldungadeildin og herinn gegn honum og að lokum lífvarðasveit hans sjálfs.

Τα Βήματα

Σ’ εβένινο κρεββάτι στολισμένο
με κοραλλένιους αετούς, βαθυά κοιμάται
ο Νέρων — ασυνείδητος, ήσυχος, κ’ ευτυχής·
ακμαίος μες στην ευρωστία της σαρκός,
και στης νεότητος τ’ ωραίο σφρίγος.

Aλλά στην αίθουσα την αλαβάστρινη που κλείνει
των Aηνοβάρβων το αρχαίο λαράριο
τι ανήσυχοι που είν’ οι Λάρητές του.
Τρέμουν οι σπιτικοί μικροί θεοί,
και προσπαθούν τ’ ασήμαντά των σώματα να κρύψουν.
Γιατί άκουσαν μια απαίσια βοή,
θανάσιμη βοή την σκάλα ν’ ανεβαίνει,
βήματα σιδερένια που τραντάζουν τα σκαλιά.
Και λιγοθυμισμένοι τώρα οι άθλιοι Λάρητες,
μέσα στο βάθος του λαράριου χώνονται,
ο ένας τον άλλονα σκουντά και σκουντουφλά,
ο ένας μικρός θεός πάνω στον άλλον πέφτει
γιατί κατάλαβαν τι είδος βοή είναι τούτη,
τάνοιωσαν πια τα βήματα των Εριννύων.

  

10.

Borgin

Þú sagðir: „Ég ætla í annað land, ætla að öðru hafi.
Ætla að finnist þá önnur borg og betri en þessi.
Áfellisdóm hafa örlög skráð um allt sem ég reyni að gera;
Hjarta mitt
orðið sem lík dautt og grafið:
Æ, hugur mín sjálfs, hve lengi skal enn una þeim döpru kjörum.
Hvert sem ég skima, hvert sem ég augunum renni
sé ég hér sömu, svartleitu rústir míns lífs.
Hversu mörg ár hef ég eyðilagt, spillt þeim og glatað.“

Þú finnur ekki nýja staði, þú finnur ekki önnur höf.
Borgin eltir þig. Þú gengur um sömu
götur og verður gamall í sömu hverfum;
Í þessum sömu húsunum verður þú grár af elli.
Þú kemur alltaf í þessa sömu borg. Gerðu þér engar vonir um annað –
það er ekkert skip handa þér, það er enginn vegur.
Eins og þú hefur eyðilagt líf þitt hér
í þessum litla útnára, hefur þú spillt því og glatað um alla jörð.

Borgin er með þeim þekktari af eldri ljóðum Kavafis. Hann lauk því árið 1910. Frumtextinn er með endarími.

Η πολις

Είπες «Θα πάγω σ’ άλλη γη, θα πάγω σ’ άλλη θάλασσα.
Μια πόλις άλλη θα βρεθεί καλλίτερη από αυτή.
Κάθε προσπάθεια μου μιά καταδίκη είναι γραφτή·
Κ’ είν’ η καρδιά μου – σαν νεκρός – θαμένη.
Ο νους μου ως ποτέ μες στον μαρασμόν αυτόν θα μείνει.
Όπου το μάτι μου γυρίσω, όπου κι αν δω
Ερείπια μαύρα της ζωής μου βλέπω εδώ,
Που τόσα χρόνια πέρασα και ρήμαξα και χάλασα.»

Καινούριους τόπους δεν θα βρεις, δεν θάβρεις άλλες θάλασσες.
Η πόλις θα σε ακολουθεί. Στους δρόμους θα γυρνάς.
Τους ίδιους. Και στες γειτονιές τες ίδιες θα γερνάς.
Και μες στα ίδια σπίτια αυτά θ’ ασπρίζεις.
Πάντα στην πόλι αυτή θα φθάνεις. Για τα αλλού – μη ελπίζεις –
Δεν έχει πλοίο για σε, δεν έχει οδό.
Έτσι που τη ζωή σου ρήμαξες εδώ
στην κώχη τούτη την μικρή, σ’ όλην την γην την χάλασες.

 

11.

Leiguþý

Þvílíkt ólán, þú sem búinn varst
til vegsemdar og verka stórmannlegra,
þér hafa ranglát örlög alla tíð
bannað velgengi og viðurkenning;
þau leggja á þig lúalegan brag
lítilsigldar venjur, sinnuleysi.
Og uppgjöf þín, hve uggvænlegur dagur
(sá dagur þegar gefst þú upp og guggnar)
er farandmaður ferðu burt til Súsu
og gengur fyrir Artaxerxes einvald
sem veitir þér af vinsemd sinni að dvelja
í konungsgarði hirðmaður með titil.
Í örvæntingu viðtöku þú veitir
öllu því sem allra síst þú vilt.
Sál þín heimtar önnur gæði og yfir þeim hún grætur;
hún vill lýðsins lof og Fræðaranna,
torfenginn Hróður, öllu æðri og meiri,
Lárviðarsveiga, Leikhús, Aðaltorg.
Ekki getur Artaxerxes veitt þér neitt af þessu,
þetta eignast ekkert leiguþý;
en án þess, hvaða lífi er hægt að lifa.

Ljóðið heitir á frummálinu Η Σατραπεία (I satrapia) en það orð er notað yfir umdæmi sem menn fengu að léni hjá Persakonungi og σατράπης (satrapis) er maður sem þiggur slíkt lén. Í grísku máli eru þessi orð stundum höfð um harðstjóra sem eru lægra settir en kóngurinn og um leiguþý illra valdhafa.

Borgin Súsa í Persíu (eða Íran) var norðan við botn Persaflóa skammt frá þar sem nú eru landamæri Íraks. Á valdatíma Cambysesar II (sem dó 522 f. Kr.) var borgin gerð að höfuðstað Persaveldis. Artaxerxes, sem nefndur er í ljóðinu, er trúlega Artaxerxes I sem ríkti yfir Persaveldi frá 465 til 424 f. Kr.

Sagan segir að aþenski stjórnmálamaðurinn og hershöfðinginn Þemistókles (Θεμιστοκλής, um 524 – 459 f. Kr.) hafi leitað ásjár hjá Artaxerxes I eftir að hann var útlægur ger úr löndum Grikkja og kóngurinn hafi fagnað því að fá þennan höfuðfjandmann úr Persastríðunum í sína þjónustu. Óvíst er þó hvort Kavafis hafði Þemistókles sérstaklega í huga þegar hann orti ljóðið, enda hafa fleiri Grikkir á fornri tíð gengið á mála hjá Persum.

Η Σατραπεία

Τι συμφορά, ενώ είσαι καμωμένος
για τα ωραία και μεγάλα έργα
η άδικη αυτή σου η τύχη πάντα
ενθάρρυνσι κ’ επιτυχία να σε αρνείται•
να σ’ εμποδίζουν ευτελείς συνήθειες,
και μικροπρέπειες, κι αδιαφορίες.
και τι φρικτή η μέρα που ενδίδεις
(η μέρα που αφέθηκες κ’ ενδίδεις),
και φεύγεις οδοιπόρος για τα Σούσα,
και πιαίνεις στον μονάρχην Αρταξέρξη
που ευνοϊκά σε βάζει στην αυλή του,
και σε προσφέρει σατραπείες και τέτοια.
Και σύ τα δέχεσαι με απελπισία
αυτά τα πράγματα που δεν τα θέλεις.
Άλλα ζητεί η ψυχή σου, γι’ άλλα κλαίει•
τον έπαινο του Δήμου και των Σοφιστών,
τα δύσκολα και τ’ ανεκτίμητα Εύγε•
την Αγορά, το Θέατρο, και τους Στεφάνους.
Αυτά πού θα στα δώσει ο Αρταξέρξης,
αυτά πού θα τα βρείς στη σατραπεία•
και τι ζωή χωρίς αυτά θα κάμεις.

 

12.

Íþaka

Þegar þú heldur af stað til Íþöku skaltu
óska þess að ferðin verði löng,
lærdómsrík og full af ævintýrum.
Óttastu ekki kýklópa og ekki lestrýgóna
og ekki heldur reiðan sjávarguð.
Ef hugur þinn dvelur við háleit efni,
ef hold þitt og andi eru snortin því besta,
þá verða slíkir ekki á vegi þínum.
Þú hittir ekki kýklópa og ekki lestrýgóna
og ekki heldur trylltan sjávarguð
nema þú berir þá sjálfur í eigin sál,
nema sál þín reisi þá upp á móti þér.

Óska þess að ferðin verði löng,
að marga sumarmorgna komir þú
með unaði og gleði í ókunnar hafnir;
að í kaupstöðum Fönikíumanna,
staldrir þú við og eignist ágæta gripi,
perlumóðurskeljar, kóralla, svartvið og raf
og þokkafullan ilm af öllum gerðum,
sem allramest af þokkafullum ilmi;
að í borgum Egypta komir þú víða
og nemir, já nemir af þeim lærðu.

Hafðu Íþöku ávalt í huga.
Að komast þangað er þitt lokatakmark.
Gættu þess samt að herða ekki á ferðinni.
Betra er að hún endist árum saman;
þú takir land á eynni gamall maður,
auðugur af því sem þér hefur áskotnast á leiðinni
og væntir þess ekki að Íþaka færi þér neitt ríkidæmi.

Íþaka gaf þér stórkostlegt ferðalag.
Án hennar hefðir þú aldrei lagt af stað.
En hún hefur ekkert meira að gefa þér.

Þótt kostarýr virðist hafði Íþaka þig ekki að fífli.
Enda ert þú orðinn svo vitur, með slíka reynslu,
að þér hefur skilist hvað Íþökur þýða.

Líkt og ljóð Kavafis um hesta Akkillesar vísar ljóðið um Íþöku í kviður Hómers, en í Ódysseifskviðu segir frá ævintýrum hins ráðagóða Ódysseifs sem var áratug á leið heim til Íþöku úr Trójustríðinu.

Í þessari miklu ferð rataði Ódysseifur í ótal mannraunir: Grimmur kýklópi (eineygður tröllkarl), Polýfemus að nafni, át hluta af föruneyti hans. Ódysseifur slapp með því að reka eldibrand í auga hans og blinda hann. Með þessu kallaði hann yfir sig reiði sjávarguðsins, Póseidons, því kýklópinn sá arna var sonur hans. Lestrýgónar voru illir jötnar sem brutu flest af skipum Ódysseifs með grjótkasti.

Ιθάκη

Σα βγεις στον πηγαιμό για την Ιθάκη,
να εύχεσαι νάναι μακρύς ο δρόμος,
γεμάτος περιπέτειες, γεμάτος γνώσεις.
Τους Λαιστρυγόνας και τους Κύκλωπας,
τον θυμωμένο Ποσειδώνα μη φοβάσαι,
τέτοια στον δρόμο σου ποτέ σου δεν θα βρείς,
αν μέν' η σκέψις σου υψηλή, αν εκλεκτή
συγκίνησις το πνεύμα και το σώμα σου αγγίζει.
Τους Λαιστρυγόνας και τους Κύκλωπας,
τον άγριο Ποσειδώνα δεν θα συναντήσεις,
αν δεν τους κουβανείς μες στην ψυχή σου,
αν η ψυχή σου δεν τους στήνει εμπρός σου.

Να εύχεσαι νάναι μακρύς ο δρόμος.
Πολλά τα καλοκαιρινά πρωϊά να είναι
που με τι ευχαρίστησι, με τι χαρά
θα μπαίνεις σε λιμένας πρωτοειδωμένους·
να σταματήσεις σ' εμπορεία Φοινικικά,
και τες καλές πραγμάτειες ν' αποκτήσεις,
σεντέφια και κοράλλια, κεχριμπάρια κ' έβενους,
και ηδονικά μυρωδικά κάθε λογής,
όσο μπορείς πιο άφθονα ηδονικά μυρωδικά·
σε πόλεις Αιγυπτιακές πολλές να πας,
να μάθεις και να μάθεις απ' τους σπουδασμένους.

Πάντα στον νου σου νάχεις την Ιθάκη.
Το φθάσιμον εκεί είν' ο προορισμός σου.
Αλλά μη βιάζεις το ταξίδι διόλου.
Καλλίτερα χρόνια πολλά να διαρκέσει·
και γέρος πια ν' αράξεις στο νησί,
πλούσιος με όσα κέρδισες στον δρόμο,
μη προσδοκώντας πλούτη να σε δώσει η Ιθάκη.

Η Ιθάκη σ' έδωσε το ωραίο ταξίδι.
Χωρίς αυτήν δεν θάβγαινες στον δρόμο.
Αλλο δεν έχει να σε δώσει πια.

Κι αν πτωχική την βρεις, η Ιθάκη δεν σε γέλασε.
Ετσι σοφός που έγινες, με τόση πείρα,
ήδη θα το κατάλαβες οι Ιθάκες τι σημαίνουν.

   

13.

Guðinn yfirgefur Antoníus

Á miðnætti þegar heyrist allt í einu
ósýnilegur leikflokkur fara hjá,
með dýrlega tónlist og raddir,
þá skaltu ekki að þarflausu harma lán þitt
sem nú er að þrotum komið, misheppnuð verk
og áform um líf þitt sem öll reyndust blekking og tál.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem nú er á förum.
Umfram allt, láttu ekki glepjast, ekki segja
að þetta hafi verið draumur og heyrnin hafi blekkt þig;
ekki leggja þig niður við að ala svo falskar vonir.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu gjöra eins og hæfir þér sem ert verðugur þvílíkrar borgar,
nálgast gluggann jöfnum skrefum
og hlusta snortinn, en laus við
bænir og sífur hugleysingjanna,
á dásamleg hljóðfæri þessa dularfulla leikflokks
uns ómurinn nær hástigi lystisemdanna og svo
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem þú ert að glata.

Í þessu ljóði vísar Kavafis í sögu sem Plútarkos (46 – 120) segir í riti sínu um ævi rómverska hershöfðingjans Markúsar Antoníusar. Þar segir að rétt fyrir fall Alexandríu og dauða Antóníusar hafi hershöfðinginn heyrt hljóðfæraleik, söng, óp og ym af dansi. Hljóðið kvað hafa borist gegnum borgina og út um hliðið þar sem óvinaherinn beið. Fólk skildi þetta svo að guðinn Díonýsos hefði yfirgefið Markús Antoníus.

Απολείπειν ο θεός Αντώνιον

Σαν έξαφνα, ώρα μεσάνυχτ', ακουσθεί
αόρατος θίασος να περνά
με μουσικές εξαίσιες, με φωνές --
την τύχη σου που ενδίδει πια, τα έργα σου
που απέτυχαν, τα σχέδια της ζωής σου
που βγήκαν όλα πλάνες, μη ανοφέλετα θρηνήσεις.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
αποχαιρέτα την, την Αλεξάνδρεια που φεύγει.
Προ πάντων να μη γελασθείς, μην πείς πως ήταν
ένα όνειρο, πως απατήθηκεν η ακοή σου·
μάταιες ελπίδες τέτοιες μην καταδεχθείς.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
σαν που ταιριάζει σε που αξιώθηκες μια τέτοια πόλι,
πλησίασε σταθερά προς το παράθυρο,
κι άκουσε με συγκίνησιν, αλλ' όχι
με των δειλών τα παρακάλια και παράπονα,
ως τελευταία απόλαυσι τους ήχους,
τα εξαίσια όργανα του μυστικού θιάσου,
κι αποχαιρέτα την, την Αλεξάνδρεια που χάνεις.

  

14.

Af Jóníu

Þótt við höfum brotið líkneskjur þeirra
og hrakið þá úr hofum sínum
höfum við ekki gengið af guðunum dauðum.
Jónía, enn ert það þú sem þeir elska
og enn ert þú jörðin sem sál þeirra minnist.
Þegar dagar yfir þér í ágúst þá hríslast
um loft þitt kraftar þess lífs sem þeir lifa
og svifléttar, óljósar myndir,
ungmennum líkar, fara á stundum
hratt yfir fell þín og hæðir.

 

Ιωνικόν

Γιατι τα σπασαμε τ' αγαλματα των,
γιατι τους διωξαμεν απ'τους ναους των,
διολου δεν πεθαναν γι'αυτο οι θεοι.
Ω γη της Ιωνιας, σενα αγαπουν ακομη,
σενα η ψυχες των ενθυμουνται ακομη.
Σαν ξημερωνει επανω σου πρωϊ αυγουστιατικο
την ατμοσφαιρα σου περνα σφριγος απ'την ζωη των,
και καποτ'αιθερια εφηβικη μορφη,
αοριστη, με διαβα γρηγορο,
επανω απο τους λοφους σου περνα.

 

15.

Konungarnir í Alexandríu

Alexandríubúar söfnuðust saman
til að sjá börn Kleópötru,
Sesaríon og litlu bræður hans,
Alexander og Ptolemajos, sem var
farið með í fyrsta sinn út á Leikvanginn
þar sem konungdómur þeirra skyldi kunngjörður
innan um hermenn í ljómandi fylkingum.

Alexander – hann var nefndur konungur
Armeníu, Medíu og Parþíu.
Ptolemajos – hann var nefndur konungur
Kilikíu, Sýrlands og Fönikíu.
Sesaríon stóð framar,
klæddur í rósrautt silki,
með blómknippi úr goðaliljum við brjóst sér,
tvöföld röð af safírum og ametýstum á beltinu,
skórnir bundnir með hvítum lindum
og á þá saumaðar bleikar perlur.
Hann var sagður æðri en þeir yngri
og nefndur konungur konunganna.

Alexandríubúar gerðu sér auðvitað ljóst
að þetta voru aðeins orð og sjónarspil.

En dagurinn var heitur og ljóðrænn,
himinninn bjartur og heiður,
Leikvangurinn í Alexandríu
sigrihrósandi afreksverk lista og tækni,
hirðin svo íburðarmikil að engu var líkt,
Sesaríon fullur af þokka og fegurð
(sonur Kleópötru, blóð Lajosarniðja);
og Alexandríubúar skunduðu á hátíðahöldin,
urðu ákafir og fögnuðu
á grísku og egypsku og nokkrir á hebresku,
heillaðir af hinni dásamlegu sýningu –
þó þeir vissu auðvitað hvers virði hún var,
hvað öll þessi konungdæmi voru innantóm orð.

Ptólemajos XV Fílopator Fílometor Sesar (47 f. Kr. – 30 f. Kr.) var kallaður Sesaríon (á grísku Καισαρίων, sem merkir Litli-Sesar, þar sem smækkunarendingu er skeytt við nafnið Καίσαρ). Hann var sonur Kleópötru VII Fílópator (69 f. Kr. – 30 f. Kr.) sem stundum hefur verið kölluð síðasti faraó Egyptalands. Hún var af ætt Ptolemaja sem tók við stjórn landsins eftir að herir Alexanders mikla lögðu það undir sig. Ættfaðir fjölskyldunnar hét Lajos.

Sögur herma að Júlíus Sesar (100 f. Kr. – 44 f. Kr.) hafi verið faðir Sesaríons. Faðir yngri bræðranna tveggja, sem nefndir eru í ljóðinu, var Markús Antoníus (83 f.Kr. – 30 f.Kr.), einn helsti samherji Júlíusar Sesars. Sá eldri þeirra tveggja, Alexander, var fæddur 40 f. Kr. og sá yngri, Ptolemajos, 36. f. Kr. Atburðurinn sem frá segir átti sér stað 34 f. Kr. svo þeir bræður hafa verið harla ungir að árum.

Þessari úthlutun á hefðartitlum og konungdæmum var ekki vel tekið af Ágústusi keisara sem réð ríkjum í Róm eftir að Júlíus Sesar var myrtur. Það átti enginn annar en hann að vera konungur konunganna. Fyrir voru fáleikar með Ágústusi og Markúsi Antoníusi. Rimmu þessara tveggja fyrrum samverkamanna Júlíusar Sesars lauk svo að Ágústus fór með her inn í Egyptaland og innlimaði það í ríki sitt. Sögur herma að þau skötuhjú Antoníus og Kleópatra hafi framið sjálfsmorð þegar ósigur blasti við þeim en menn Ágústusar hafi náð Sesaríon á sitt vald og tekið hann af lífi.

Sesaríon lifði fáeina daga eftir móður sína svo ef til vill má eins telja hann síðasta faraó Egyptalands.

Αλεξανδρινοί Bασιλείς

Μαζεύθηκαν οι Aλεξανδρινοί
να δουν της Κλεοπάτρας τα παιδιά,
τον Καισαρίωνα, και τα μικρά του αδέρφια,
Aλέξανδρο και Πτολεμαίο, που πρώτη
φορά τα βγάζαν έξω στο Γυμνάσιο,
εκεί να τα κηρύξουν βασιλείς,
μες στη λαμπρή παράταξι των στρατιωτών.

Ο Aλέξανδρος— τον είπαν βασιλέα
της Aρμενίας, της Μηδίας, και των Πάρθων.
Ο Πτολεμαίος— τον είπαν βασιλέα
της Κιλικίας, της Συρίας, και της Φοινίκης.
Ο Καισαρίων στέκονταν πιο εμπροστά,
ντυμένος σε μετάξι τριανταφυλλί,
στο στήθος του ανθοδέσμη από υακίνθους,
η ζώνη του διπλή σειρά σαπφείρων κι αμεθύστων,
δεμένα τα ποδήματά του μ’ άσπρες
κορδέλλες κεντημένες με ροδόχροα μαργαριτάρια.
Aυτόν τον είπαν πιότερο από τους μικρούς,
αυτόν τον είπαν Βασιλέα των Βασιλέων.

Οι Aλεξανδρινοί ένοιωθαν βέβαια
που ήσαν λόγια αυτά και θεατρικά.

Aλλά η μέρα ήτανε ζεστή και ποιητική,
ο ουρανός ένα γαλάζιο ανοιχτό,
το Aλεξανδρινό Γυμνάσιον ένα
θριαμβικό κατόρθωμα της τέχνης,
των αυλικών η πολυτέλεια έκτακτη,
ο Καισαρίων όλο χάρις κι εμορφιά
(της Κλεοπάτρας υιός, αίμα των Λαγιδών)·
κ’ οι Aλεξανδρινοί έτρεχαν πια στην εορτή,
κ’ ενθουσιάζονταν, κ’ επευφημούσαν
ελληνικά, κ’ αιγυπτιακά, και ποιοι εβραίικα,
γοητευμένοι με τ’ ωραίο θέαμα—
μ’ όλο που βέβαια ήξευραν τι άξιζαν αυτά,
τι κούφια λόγια ήσανε αυτές η βασιλείες. 

   

16.   

Eins og þú getur

Þótt þér takist ekki að móta líf þitt að vild,
þetta skaltu að minnsta kosti reyna
eins og þú getur: að lítillækka það ekki
með of mikilli snertingu við heiminn
með of miklum asa og mælgi.

Lítillækkaðu það ekki með því að fara um með það
og bera það aftur og aftur á torg
innan um hversdagslegt hugsunarleysið
á samkomum og mannamótum,
þangað til það verður eins og framandi byrði.

 

Όσο μπορείς

Κι αν δεν μπορείς να κάμεις την ζωή σου όπως την θέλεις,
τούτο προσπάθησε τουλάχιστον
όσο μπορείς: μην την εξευτελίζεις
μες στην πολλή συνάφεια του κόσμου,
μες στες πολλές κινήσεις κι ομιλίες.

Μην την εξευτελίζεις πιαίνοντάς την,
γυρίζοντας συχνά κ’ εκθέτοντάς την
στων σχέσεων και των συναναστροφών
την καθημερινήν ανοησία,
ώς που να γίνει σα μια ξένη φορτική.

   

17.

Vitrir menn

Því guðir skynja það sem er í framtíð, menn það sem orðið er
og vitrir menn það sem er í þann mund að verða.
(Filostratos, Ævisaga Apolloniosar frá Tyana, VIII, 7.)

Mennirnir þekkja það sem orðið er.
Það sem er í framtíðinni þekkja guðirnir,
þeir einir eiga ljósin öll svo hvaðeina birtist til fulls.
Af því sem er í framtíðinni nema vitrir menn
hvað er í þann mund að verða. Heyrn

þeirra er við og við áreitt þegar þeir eru niðursokknir
í alvarlegan lærdóm. Dularfullur ómur
atburða sem styttist í að verði nær til þeirra.
Og þeir ígrunda hann af lotningu. Meðan fjöldinn
úti á götunni heyrir ekki neitt.

  

Σοφοί δε Προσιόντων

Θεοί μεν γαρ μελλόντων, άνθρωποι δε γιγνομένων,
σοφοί δε προσιόντων αισθάνονται.
Φιλόστρατος, Τα ες τον Τυανέα Aπολλώνιον, VΙΙΙ, 7

Οι άνθρωποι γνωρίζουν τα γινόμενα.
Τα μέλλοντα γνωρίζουν οι θεοί,
πλήρεις και μόνοι κάτοχοι πάντων των φώτων.
Εκ των μελλόντων οι σοφοί τα προσερχόμενα
αντιλαμβάνονται. Η ακοή

αυτών κάποτε εν ώραις σοβαρών σπουδών
ταράττεται. Η μυστική βοή
τούς έρχεται των πλησιαζόντων γεγονότων.
Και την προσέχουν ευλαβείς. Ενώ εις την οδόν
έξω, ουδέν ακούουν οι λαοί.

  

18.

Þegar þær örvast

Reyndu, skáld, að gæta þeirra
þótt ekki staðnæmist nema fáar.
Myndir sem munúð þín fær.
Í setningar þínar láttu þær huldar til hálfs.
Reyndu, skáld, að halda þeim
þegar þær örvast í huga þín sjálfs
um nótt eða í hádegisbirtu.

   

Oταν διεγειρονται

Προσπάθησε να τα φυλάξεις, ποιητή,
όσο κι αν είναι λίγα αυτά που σταματιούνται.
Του ερωτισμού σου τα οράματα.
Βάλ’ τα, μισοκρυμένα, μες στες φράσεις σου.
Προσπάθησε να τα κρατήσεις, ποιητή,
όταν διεγείρονται μες στο μυαλό σου,
την νύχτα ή μες στην λάμψι του μεσημεριού.

   

19.

Einn af guðum þeirra

Þegar einn af þeim gekk yfir markaðstorgið í Selevkíu,
um það leyti sem kvöld lagðist yfir, eins og unglingur,
hár vexti og svo fagur sem mest getur verið,
með gleði óforgengileikans í augunum
og ilm í svörtum lokkum,
þá litu vegfarendur upp
og spurðu hver annan hvort nokkur þekkti hann
og hvort hann væri sýrlenskur Helleni eða útlendingur.
En fáeinir sem tóku betur eftir
skildu hvers kyns var og viku til hliðar;
og þegar hann hvarf undir súlnagöngin
inn í ljós og skugga kvöldsins
í átt að borgarhluta sem lifnar aðeins um nætur,
þar sem er svall og munúð
og hvers kyns ölvun og frygð, þá varð þeim
umhugsunarefni hver af Þeim hann gæti verið
og hvaða grunsamlegu skemmtanir
hann sækti niðri á götum Selevkíu, fjarri þeim
dýrðlegu sölum sem mest eru í hávegum hafðir.

Selevkus var foringi í her Alexanders mikla. Hann tók við völdum í Mesópótamíu og Persíu 312 f.Kr. Borgin Selevkía er eftir honum nefnd. Hún var miðstöð hellenskrar menningar og viðskipta.

Ένας Θεός των

Όταν κανένας των περνούσεν απ’ της Σελευκείας
την αγορά, περί την ώρα που βραδυάζει,
σαν υψηλός και τέλεια ωραίος έφηβος,
με την χαρά της αφθαρσίας μες στα μάτια,
με τ’ αρωματισμένα μαύρα του μαλλιά,
οι διαβάται τον εκύτταζαν
κι ο ένας τον άλλονα ρωτούσεν αν τον γνώριζε,
κι αν ήταν Έλλην της Συρίας, ή ξένος. Aλλά μερικοί,
που με περισσοτέρα προσοχή παρατηρούσαν,
εκαταλάμβαναν και παραμέριζαν·
κ’ ενώ εχάνετο κάτω απ’ τες στοές,
μες στες σκιές και μες στα φώτα της βραδυάς,
πηαίνοντας προς την συνοικία που την νύχτα
μονάχα ζει, με όργια και κραιπάλη,
και κάθε είδους μέθη και λαγνεία,
ερέμβαζαν ποιος τάχα ήταν εξ Aυτών,
και για ποιαν ύποπτην απόλαυσί του
στης Σελευκείας τους δρόμους εκατέβηκεν
απ’ τα Προσκυνητά, Πάνσεπτα Δώματα.

 

20.

Tími Nerós

Neró hafði ekki áhyggjur af því
sem véfréttin í Delfí spáði.
„Hræðast skyldi hann sjötíu og þriggja ára.“
Enn mundi ráðrúm til að njóta.
Hann er þrítugur. Guðinn gefur
nægan tíma og vel það
til að bregðast við hættum framtíðarinnar.

Nú snýr hann aftur til Rómar dálítið þreyttur,
en þreyttur með besta móti eftir þessa ferð,
sem var ánægjuleg hvern einasta dag –
í leikhúsum, görðum og þar sem menn æfðu fimi sína …
Kvöldin í borgum Akkea …
Mest af öllu, unaður nakinna líkama …

Svo er Neró. En á Spáni er Galbas
og þjálfar her sem hann hópar saman á laun,
gamall maður, sjötíu og þriggja ára að aldri.

Hér er ort um Neró sem var keisari í Róm á árabilinu frá 54 til 68. Þess má geta að Galbas var hylltur sem keisari af hermönnum sínum á Spáni árið 68.

Η διορία του Νέρωνος

Δεν ανησύχησεν ο Νέρων όταν άκουσε
του Δελφικού Μαντείου τον χρησμό.
«Τα εβδομήντα τρία χρόνια να φοβάται.»
Είχε καιρόν ακόμη να χαρεί.
Τριάντα χρονώ είναι. Πολύ αρκετή
είν’ η διορία που ο θεός τον δίδει
για να φροντίσει για τους μέλλοντας κινδύνους.

Τώρα στην Ρώμη θα επιστρέψει κουρασμένος λίγο,
αλλά εξαίσια κουρασμένος από το ταξίδι αυτό,
που ήταν όλο μέρες απολαύσεως –
στα θέατρα, στους κήπους, στα γυμνάσια…
Των πόλεων της Αχαΐας εσπέρες…
Α των γυμνών σωμάτων η ηδονή προ πάντων…

Αυτά ο Νέρων. Και στην Ισπανία ο Γάλβας
κρυφά το στράτευμά του συναθροίζει και το ασκεί,
ο γέροντας ο εβδομήντα τριώ χρονώ.

   

21.

Frá klukkan níu

Tólf og hálf. Tíminn hefur liðið hratt
frá klukkan níu þegar ég kveikti á lampanum
og settist. Hér hef ég setið án þess að lesa
og án þess að segja neitt. Við hverja
ætti ég að tala, ég er aleinn í þessu húsi.

Frá klukkan níu þegar ég kveikti á lampanum
hefur myndin af líkama æsku minnar
komið að finna mig og vakið minningar
um lokuð herbergi sem ilmuðu
og unað fyrri tíma – unað svo djarfan!
Og hún setti mér líka aftur fyrir sjónir
stræti sem nú eru óþekkjanleg og staði
fulla með iðandi næturlíf sem nú hafa lokað,
leikhús og kaffistofur sem eitt sinn voru.

Myndin af líkama æsku minnar
kom og hún færði mér einnig harma,
sorg sem fjölskyldan varð fyrir, aðskilnað,
hvernig mínir nánustu fundu til
og þeir dauðu sem svo lítils eru metnir.

Tólf og hálf. Hvað tíminn líður.
Tólf og hálf. Hvað árin líða.

Ég leyfi mér að þýða „κέντρα γεμάτα κίνησι που τέλεψαν“ með „staði fulla með iðandi næturlíf sem nú hafa lokað.“ Orðrétt þýðing er „miðjur fullar af hreyfingu sem hafa lokað.“ Orðið „κέντρο“ þýðir bókstaflega miðja en getur líka merkt miðbæ eða næturklúbb eða skemmtistað og ég geri ráð fyrir að Kavafis hafi notað orðið í síðastnefndu merkingunni og því nota ég „næturlíf“ til að þýða „κίνησι.“ Bókstafleg merking þess orðs er hreyfing en það getur líka merkt fjör eða athafnasemi eða iðandi líf.

Þetta ljóð er frá árinu 1918. Á frummálinu er það svona:

Απ' τες Eννιά

Δώδεκα και μισή. Γρήγορα πέρασεν η ώρα
απ’ τες εννιά που άναψα την λάμπα,
και κάθισα εδώ. Κάθουμουν χωρίς να διαβάζω,
και χωρίς να μιλώ. Με ποιόνα να μιλήσω
κατάμονος μέσα στο σπίτι αυτό.

Το είδωλον του νέου σώματός μου,
απ’ τες εννιά που άναψα την λάμπα,
ήλθε και με ηύρε και με θύμισε
κλειστές κάμαρες αρωματισμένες,
και περασμένην ηδονή— τι τολμηρή ηδονή!
Κ’ επίσης μ’ έφερε στα μάτια εμπρός,
δρόμους που τώρα έγιναν αγνώριστοι,
κέντρα γεμάτα κίνησι που τέλεψαν,
και θέατρα και καφενεία που ήσαν μια φορά.

Το είδωλον του νέου σώματός μου
ήλθε και μ’ έφερε και τα λυπητερά•
πένθη της οικογένειας, χωρισμοί,
αισθήματα δικών μου, αισθήματα
των πεθαμένων τόσο λίγο εκτιμηθέντα.

Δώδεκα και μισή. Πώς πέρασεν η ώρα.
Δώδεκα και μισή. Πώς πέρασαν τα χρόνια.

  

22.

Skilningur

Árin sem ég var ungur maður, þegar ég naut lífsins –
svo ljóslega skil ég nú hvað þau þýða.

Hve óþarft og einskis vert að iðrast …

En ég sá ekki þá hvað þau þýddu.

Innan í léttúð æskuáranna
mótaðist vilji ljóða minna
og haslaði list minni völl.

Þess vegna var iðrun mín aldrei staðföst.
Og ákvarðanirnar um að halda aftur af mér,
þær entust tvær vikur í mesta lagi.


Νόησις

Τα χρόνια της νεότητός μου, ο ηδονικός μου βίος --
πώς βλέπω τώρα καθαρά το νόημά των.

Τι μεταμέλειες περιττές, τι μάταιες....

Αλλά δεν έβλεπα το νόημα τότε.

Μέσα στον έκλυτο της νεότητός μου βίο
μορφόνονταν βουλές της ποιήσεώς μου,
σχεδιάζονταν της τέχνης μου η περιοχή.

Γι' αυτό κ' η μεταμέλειες σταθερές ποτέ δεν ήσαν.
Κ' η αποφάσεις μου να κρατηθώ, ν' αλλάξω
διαρκούσαν δύο εβδομάδες το πολύ.

 

23.   

Af Hebreum (50. e. Kr.)

Janþis sonur Antóníosar, listmálari og skáld,
hlaupari og kringlukastari, fagur eins og Endymion.
Úr fjölskyldu sem lét sér annt um samkunduhúsið.

„Dýrmætastir eru mér dagarnir
þegar skynhrifin varða mig engu
og ég hafna strangri fegurð hellenismans
með sitt algera vald
í fullkomlega gerðum útlimum, forengilegum og hvítum.
Og ég verð sá sem ég vil
að eilífu vera: Hebreskur, heilagra Hebrea sonur.“

Mjög andheitur þegar hann sagði: „Að eilífu
vera Hebreskur, heilagra Hebrea –“.

Entist þó ekki sem slíkur.
Gefinn á vald listum og lífsnautnum Alexandríu
sem höfðu hann að sínu eigin barni.

Maðurinn sem segir frá í ljóðinu, Janþis sonur Antóníosar, heitir grísku nafni þó hann sé gyðingur. Hann er tilbúningur Kavafis.

Των Εβραίων (50 μ.Χ.)

Ζωγράφος και ποιητής, δρομεύς και δισκοβόλος,
σαν Ενδυμίων έμορφος, ο Ιάνθης Αντωνίου.
Από οικογένειαν φίλην της Συναγωγής.

«Η τιμιότερές μου μέρες είν' εκείνες
που την αισθητική αναζήτησιν αφίνω,
που εγκαταλείπω τον ωραίο και σκληρόν ελληνισμό,
με την κυρίαρχη προσήλωσι
σε τέλεια καμωμένα και φθαρτά άσπρα μέλη.
Και γένομαι αυτός που θα ήθελα
πάντα να μένω· των Εβραίων, των ιερών Εβραίων, ο υιός.»

Ένθερμη λίαν η δήλωσις του. «Πάντα
να μένω των Εβραίων, των ιερών Εβραίων -»

Όμως δεν έμενε τοιούτος διόλου.
Ο Ηδονισμός κ' η Τέχνη της Αλεξανδρείας
αφοσιωμένο τους παιδί τον είχαν.

    

24.   

Í stórri grískri nýlendu árið 200 f. Kr.

Á því er enginn minnsti vafi að hlutirnir ganga
öðru vísi en menn óska hér í nýlendunni.
Samt eru framfarir hjá okkur.
Kannski er þó, eins og margir halda, orðið tímabært
að fá hingað pólitískan umbótamann.

Vandamálið sem flækist fyrir okkur
er bara að þeir gera svo mikið mál úr öllu
þessir umbótamenn. (Best væri
að þurfa aldrei að leita til þeirra.)
Þeir spyrja um hvaðeina
og grafast fyrir um langsótt aukaatriði,
upphugsa róttækar breytingar fyrirvaralaust
og heimta að þær séu framkvæmdar án tafar.

Þeir hneigjast líka til að færa fórnir:
Afsalið ykkur þessari eign,
það er áhættusamt að halda henni,
Það eru einmitt eignir af þessu tagi sem spilla nýlendunum.
Afsalið ykkur þessum tekjustofni
og líka þessu öðru sem tengist honum
og þessu þriðja líka, eins og af sjálfu leiðir.
Það munar vissulega um þetta, en hvað getur maður gert?
Þeir velta á þig ábyrgð sem veldur beinlínis tjóni.

Sem rannsókn þeirra vindur fram
finna þeir fleiri og fleiri smáatriði sem þeir heimta
að verði afnumin, atriði sem er samt erfitt að skera niður.

Er þeir ljúka verki sínu, ef allt gengur eftir,
og sérhvert lítilræði hefur verið dregið undir hnífinn
og þeir fara burt með þau laun sem þeim ber,
þá má merkilegt heita ef eitthvað verður eftir
þegar skurðhnífnum hefur verið beitt af þvílíkri leikni.

Annars er þetta kannski ekki tímabært.
Við skulum ekki flýta okkur. Óðagot er áhættusamt.
Menn sjá eftir því sem gert er í bráðræði.
Vissulega fer margt aflaga hér í nýlendunni.
En er mannlífið nokkurs staðar án misfellu?
Og þrátt fyrir allt eru framfarir hjá okkur.

Þetta ljóð frá árinu 1928 er um margt dæmigert fyrir seinni ljóð Kavafis, nánast eins óljóðrænt og verið getur

Annað grískt skáld, Giorgos Seferis (Γιώργος Σεφέρης) sagði í frægri ritgerð að Konstantinos P. Kavafis (Κωνσταντίνος Π. Καβάφης) hafi farið með ljóðlistina að ystu mörkum þess óljóðræna og í þessu hafi enginn annar komist lengra.

Í ritgerð þessari ber Seferis saman tvo frumkvöðla módernisma í ljóðagerð, Bandaríkjamanninn Thomas Stearns Eliot (1888 – 1965) og einfarann frá Alexandríu, Kavafis (1863 –1933), og segir að Kavafis hafi öðrum skáldum fremur farið eftir því sem Eliot boðaði að tilfinningar yrðu aðeins tjáðar á listrænan hátt með því að lýsa hlutlægri samsvörun þeirra („objective correlative“).

Þetta ljóð virðist aðeins segja brot úr gamalli sögu. Ef til vill var þessi saga hlutlæg samsvörun þess hvernig framsýnir menn upplifðu samtíð sína rétt fyrir kreppuna miklu.

Εν μεγάλη Ελληνική αποικία, 200 π.Χ.

Ότι τα πράγματα δεν βαίνουν κατ' ευχήν στην Αποικία
δεν μέν' η ελαχίστη αμφιβολία,
και μ' όλο που οπωσούν τραβούμ' εμπρός,
ίσως, καθώς νομίζουν ουκ ολίγοι, να έφθασε ο καιρός
να φέρουμε Πολιτικό Αναμορφωτή.

Όμως το πρόσκομμα κ' η δυσκολία
είναι που κάμνουνε μια ιστορία
μεγάλη κάθε πράγμα οι Αναμορφωταί
αυτοί. (Ευτύχημα θα ήταν αν ποτέ
δεν τους χρειάζονταν κανείς). Για κάθε τι,
για το παραμικρό ρωτούνε κ' εξετάζουν,
κ' ευθύς στον νου τους ριζικές μεταρρυθμίσεις βάζουν,
με την απαίτησι να εκτελεσθούν άνευ αναβολής.

Έχουνε και μια κλίσι στες θυσίες.
Παραιτηθείτε από την κτήσιν σας εκείνη·
η κατοχή σας είν' επισφαλής:
η τέτοιες κτήσεις ακριβώς βλάπτουν τες Αποικίες.
Παραιτηθείτε από την πρόσοδον αυτή,
κι από την άλληνα την συναφή,
κι από την τρίτη τούτην: ως συνέπεια φυσική·
είναι μεν ουσιώδεις, αλλά τι να γίνει;
σας δημιουργούν μια επιβλαβή ευθύνη.

Κι όσο στον έλεγχό τους προχωρούνε,
βρίσκουν και βρίσκουν περιττά, και να παυθούν ζητούνε·
πράγματα που όμως δύσκολα τα καταργεί κανείς.

Κι όταν, με το καλό, τελειώσουνε την εργασία,
κι ορίσαντες και περικόψαντες το παν λεπτομερώς,
απέλθουν, παίρνοντας και την δικαία μισθοδοσία,
να δούμε τι απομένει πια, μετά
τόση δεινότητα χειρουργική.-

Ίσως δεν έφθασεν ακόμη ο καιρός.
Να μη βιαζόμεθα· είν' επικίνδυνον πράγμα η βία.
Τα πρόωρα μέτρα φέρνουν μεταμέλεια.
Έχει άτοπα πολλά, βεβαίως και δυστυχώς, η Αποικία.
Όμως υπάρχει τι το ανθρώπινον χωρίς ατέλεια;
Και τέλος πάντων, να, τραβούμ' εμπρός.

   

25.  

Kom þú, konungur Lakverja

Kratisiklía lagði sig ekki niður við
að gráta og barma sér á almannafæri;
gekk heldur um tignarleg og þögul.
Hún brá aldrei svip og sýndi engin merki
um sársaukann og harðræðið sem hún mátti þola.
Þar kom þó að hún sleppti sér eitt augnablik;
áður en hún sté um borð í það auma skip sem sigldi til Alexandríu
tók hún son sinn með inn í hof Póseidons,
þegar þau voru þar ein saman faðmaði hún hann
og kyssti „kvalin öll“ segir Plútark
og „mjög í öngum sínum“.
Svo lét skapstyrkur hennar til sín taka
og þessi undursamlega kona endurheimti stillingu sína
og sagði við Kleómenes „kom þú, konungur
Lakverja, og nær við erum úti stödd
skal enginn sjá að við höfum fellt tár
né neitt það gjört sem eigi sæmir
Spartverjum. Það eitt er á okkar valdi;
forlög okkar velta á guðsins gjöf.“

Og hún gekk um borð til móts við þessa „gjöf“.

Bakgrunnur þessa ljóðs er sagan um það þegar Ptolemajos III konungur í Egyptalandi bauð Kleómenesi konungi Lakverja liðveislu gegn því að móðir hans og börn kæmu sem gíslar til Alexandríu. Móðirin, Kratisiklía, féllst á að fara ásamt barnabörnum sínum. Eftir að Ptolemajos III féll frá árið 222 f. Kr. lét eftirmaður hans taka Kratisiklíu og börnin af lífi.

Sparta var höfuðborg Lakverjalands, sem stundum er líka kallað Lakedemónía.

Άγε, ω βασιλεύ Λακεδαιμονίων

Δεν καταδέχονταν η Κρατησίκλεια
ο κόσμος να την δει να κλαίει και να θρηνεί·
και μεγαλοπρεπής εβάδιζε και σιωπηλή.
Τίποτε δεν απόδειχνε η ατάραχη μορφή της
απ’ τον καϋμό και τα τυράννια της.
Μα όσο και νάναι μια στιγμή δεν βάσταξε·
και πριν στο άθλιο πλοίο μπει να πάει στην Aλεξάνδρεια,
πήρε τον υιό της στον ναό του Ποσειδώνος,
και μόνοι σαν βρεθήκαν τον αγκάλιασε
και τον ασπάζονταν, «διαλγούντα», λέγει
ο Πλούταρχος, «και συντεταραγμένον».
Όμως ο δυνατός της χαρακτήρ επάσχισε·
και συνελθούσα η θαυμασία γυναίκα
είπε στον Κλεομένη «Άγε, ω βασιλεύ
Λακεδαιμονίων, όπως, επάν έξω
γενώμεθα, μηδείς ίδη δακρύοντας
ημάς μηδέ ανάξιόν τι της Σπάρτης
ποιούντας. Τούτο γαρ εφ’ ημίν μόνον·
αι τύχαι δε, όπως αν ο δαίμων διδώ, πάρεισι.»

Και μες στο πλοίο μπήκε, πηαίνοντας προς το «διδώ».

      

26.   

Myris – Alexandríu 340 e. Kr.

Þegar mér barst sú skelfilega frétt að Myris væri dáinn
fór ég heim til hans þótt ég forðist annars
að koma á heimili kristinna manna,
sérstaklega þegar þeir syrgja eða halda hátíðir.

Ég stóð á ganginum – kærði mig ekki um
að koma lengra inn því ég fann
að ættingjar þess látna horfðu á mig
með furðusvip og augljósri vanþóknun.

Þeir höfðu komið honum fyrir í stóru herbergi
og frá enda gangsins þar sem ég stóð var hægt
að sjá inn í hluta þess, allt lagt dýrum teppum
og pottar og kirnur úr silfri og gulli.

Ég stóð og grét í enda gangsins
og hugsaði um allar samkomur okkar og ferðir,
hvað þær yrðu lítils virði hér eftir, án Myrisar,
og ég hugsaði um að ég sæi hann aldrei framar
á dásamlegu og lostasömu næturgöltri okkar,
fagnandi, hlæjandi og mælandi fram vísur
með fullkominni tilfinningu fyrir hellenskri hrynjandi;
og ég hugsaði um hvað væri að eilífu glatað,
að fegurð hans væri að eilífu glötuð
þess unga manns sem ég tilbað af þvílíkum ofsa.

Rétt hjá mér voru gamlar kerlingar sem töluðu
í hálfum hljóðum um síðustu dagana sem hann lifði –
stöðugt með nafn Krists á vörum
og greiparnar spenntar um krossinn. –
Svo komu fjórir kristnir prestar
inn í herbergið og þuldu bænir
af tilfinningahita og ákölluðu Jesú
eða Maríu (ég veit ekki mikið um trú þeirra).

Við vissum auðvitað að Myris var kristinn.
Okkur var raunar kunnugt um það frá því fyrsta
þegar hann gekk í hóp okkar í hitteðfyrra.
En hann lifði að öllu leyti eins og við,
mesti nautnaseggurinn af okkur öllum;
sóaði peningum sínum óspart í skemmtanir.
Hann lét sig einu gilda hvað fólki fannst
og þegar hópurinn rakst fyrir tilviljun
á fjandsamleg gengi hellti hann sér
af ákafa í óeirðir næturinnar.
Hann talaði aldrei um trú sína.
Reyndar sögðumst við einu sinni
ætla að taka hann með okkur í Serapion.
Ég man það nú að það var eins og honum
líkaði ekki að við værum að gantast með þetta.
Og núna koma tvö önnur skipti líka upp í hugann:
Þegar við færðum Póseidoni dreypifórn
vék hann afsíðis og leit undan;
Þegar einn okkar sagði með ákefð,
megi félagsskapur okkar
njóta verndar og velþóknunar hins mikla,
hins alfagra Apollons – þá hvíslaði Myris
(hinir heyrðu það ekki) „að mér undanskildum.“

Kristnu prestarnir báðu hárri röddu
fyrir sál hins unga manns. –
Ég fylgdist með hve vandlega
og af hvílíkri kostgæfni þeir gættu þess
að fylgja helgisiðum trúar sinnar
þar sem þeir undirbjuggu kristilega útför.
Og ég var skyndilega altekinn kynlegri
tilfinningu. Með óljósum hætti fannst mér
eins og Myris hyrfi úr návist minni;
Mér fannst eins og sá kristni sameinaðist
sínum eigin og ég yrði framandi, algerlega framandi;
Mér þótti líka einhver vafi lykjast um mig:
Hafði ég ef til vill látið blekkjast af ástríðu minni
og alltaf verið honum framandi. –
Ég þaut út úr þessu skelfilega húsi, flýtti mér burt
áður en kristindómur þeirra hrifsaði til sín
og afskræmdi minninguna um Myris.

Þetta er lengsta ljóð Kavafis og eitt af þeim síðustu sem hann birti. Serapion var hof sem Ptolemaeus (Πτολεμαίος) þriðji lét byggja á þriðju öld fyrir Krist. Það var stærst allra grískra helgistaða í Alexandríu og helgað guðinum Serapis, sem talinn var verndari borgarinnar.

Μύρης· Αλεξάνδρεια του 340 μ.Χ.

Την συμφορά όταν έμαθα, που ο Μύρης πέθανε,
πήγα στο σπίτι του, μ’όλο που το αποφεύγω
να εισέρχομαι στων Χριστιανών τα σπίτια,
προ πάντων όταν έχουν θλίψεις ή γιορτές.

Στάθηκα σε διάδρομο. Δεν θέλησα
να προχωρήσω πιο εντός, γιατί αντελήφθην
που οι συγγενείς του πεθαμένου μ’ έβλεπαν
με προφανή απορίαν και με δυσαρέσκεια.

Τον είχανε σε μια μεγάλη κάμαρη
που από την άκρην όπου στάθηκα
είδα κομμάτι· όλο τάπητες πολύτιμοι,
και σκεύη εξ αργύρου και χρυσού.

Στέκομουν κ’ έκλαια σε μια άκρη του διαδρόμου.
Και σκέπτομουν που η συγκεντρώσεις μας κ’ η εκδρομές
χωρίς τον Μύρη δεν θ’ αξίζουν πια·
και σκέπτομουν που πια δεν θα τον δω
στα ωραία κι άσεμνα ξενύχτια μας
να χαίρεται, και να γελά, και ν’ απαγγέλλει στίχους
με την τελεία του αίσθησι του ελληνικού ρυθμού·
και σκέπτομουν που έχασα για πάντα
την εμορφιά του, που έχασα για πάντα
τον νέον που λάτρευα παράφορα.

Κάτι γρηές, κοντά μου, χαμηλά μιλούσαν για
την τελευταία μέρα που έζησε -
στα χείλη του διαρκώς τ’ όνομα του Χριστού,
στα χέρια του βαστούσ’ έναν σταυρό. -
Μπήκαν κατόπι μες στην κάμαρη
τέσσαρες Χριστιανοί ιερείς, κ’ έλεγαν προσευχές
ενθέρμως και δεήσεις στον Ιησούν,
ή στην Μαρίαν (δεν ξέρω την θρησκεία του καλά).

Γνωρίζαμε, βεβαίως, που ο Μύρης ήταν Χριστιανός.
Από την πρώτην ώρα το γνωρίζαμε, όταν
πρόπερσι στην παρέα μας είχε μπει.
Μα ζούσεν απολύτως σαν κ’ εμάς.
Απ’ όλους μας πιο έκδοτος στες ηδονές·
σκορπώντας αφειδώς το χρήμα του στες διασκεδάσεις.
Για την υπόληψι του κόσμου ξένοιαστος,
ρίχνονταν πρόθυμα σε νύχτιες ρήξεις στες οδούς
όταν ετύχαινε η παρέα μας
να συναντήσει αντίθετη παρέα.
Ποτέ για την θρησκεία του δεν μιλούσε.
Μάλιστα μια φορά τον είπαμε
πως θα τον πάρουμε μαζύ μας στο Σεράπιον.
Όμως σαν να δυσαρεστήθηκε
μ’ αυτόν μας τον αστεϊσμό: θυμούμαι τώρα.
Α κι άλλες δυο φορές τώρα στον νου μου έρχονται.
Όταν στον Ποσειδώνα κάμναμε σπονδές,
τραβήχθηκε απ’ τον κύκλο μας, κ’ έστρεψε αλλού το βλέμμα.
Όταν ενθουσιασμένος ένας μας
είπεν, Η συντροφιά μας νάναι υπό
την εύνοιαν και την προστασίαν του μεγάλου,
του πανωραίου Απόλλωνος - ψιθύρισεν ο Μύρης
(οι άλλοι δεν άκουσαν) «τη εξαιρέσει εμού».

Οι Χριστιανοί ιερείς μεγαλοφώνως
για την ψυχή του νέου δέονταν. -
Παρατηρούσα με πόση επιμέλεια,
και με τι προσοχήν εντατική
στους τύπους της θρησκείας τους, ετοιμάζονταν
όλα για την χριστιανική κηδεία.
Κ’ εξαίφνης με κυρίευσε μια αλλόκοτη
εντύπωσις. Αόριστα, αισθανόμουν
σαν νάφευγεν από κοντά μου ο Μύρης·
αισθανόμουν που ενώθη, Χριστιανός,
με τους δικούς του, και που γένομουν
ξένος εγώ, ξένος πολύ· ένοιωθα κιόλα
μια αμφιβολία να με σιμώνει: μήπως κ’ είχα γελασθεί
από το πάθος μου, και πάντα του ήμουν ξένος. -
Πετάχθηκα έξω απ’ το φρικτό τους σπίτι,
έφυγα γρήγορα πριν αρπαχθεί, πριν αλλοιωθεί
απ’ την χριστιανοσύνη τους η θύμηση του Μύρη.