Rudyard Kipling   

Orðið „frumskógarlögmál“ (á ensku „Law of the Jungle“) er stundum notað um einhvers konar lögleysu þar sem hnefarétturinn ræður. Uppruni þessa orðalags er trúlega þetta ljóð eftir Kipling sem lýsir raunar vísi að skipulegu samfélagi fremur en óreiðu þar sem engar reglur gilda.

Lögmál frumskógarins

Frumskógarlögmálið forna – sem festingin stendur, og heyr:
Úlfur sem heldur það auðgast en úlfur sem brýtur það deyr.

Þess ákvæði vefja sig víða – sem vafningsjurt hlykkjast og grær –
því úlfurinn eflist af hópnum og afl af hans liðveislu fær.

Snyrtu á þér trýnið og tærnar og teyga með hófsemdarbrag
og vittu að veitt skal um nætur en vaktu ekki um hábjartan dag.

Með tígrinum sjakalinn töltir, en taktu af mér ylfingur ráð:
Uppkominn afla þér matar, það á ekki að sníkja sér bráð.

Við höfðingja láttu þér lynda, lifðu með fílnum í sátt,
stælur við stórketti forðast og storkun við bjarndýrsins mátt.

Ef hittast tveir hópar á vegi hæglátur dokaðu við.
Lát foringja eina um orðin. Ef til vill semja þeir frið.

Ef berstu við bróður úr hópnum þá berjist þið afsíðis tveir
svo viðsjár og víg ekki magnist. Það veikir fátt hóp ykkar meir.

Halur er heima hver úlfur og hæli sitt þar á hann einn.
Þá friðhelgi foringjar virða og forsmáir alls ekki neinn.

Bælið sem úlfurinn á sér, illa ef felur hann það,
skal hópstjórnin birt‘ onum boð um að breyt‘ ann um íverustað.

Ef fyrr en á miðnætti fellir þú feng þinn þá gerðu það hljótt
svo styggir ei bráð fyrir bróður og bregðist hans veiði þá nótt.

Metta þig sjálfan það máttu og maka og ungviði í senn
en glapræð‘ er dráp sér til gamans og glæpur að leggjast á menn.

Ef rænir þú aflminni úlfa ofdrambi mörk skulu sett
svo skildu eftir hausinn og skinnið. Hinn skerti á líka sinn rétt.

Bráðin sem flokkurinn fellir er fengur sem hópurinn á
og dauðasök burt er að bera bita þeim vettvangi frá.

En allt sem einn einstakur veiðir á hann og þess vegna ber
öðrum að leita hans leyfis sem langar í kjöt handa sér.

Um ársgamlan ylfing það gildir, frá öllum í hópnum hann má,
ef sá sem að veiddi er saddur, saðning af bráðinni fá.

Það gildir um mæður að meina má enginn félagi þeim,
til ylfings, af drepnu dýri, að draga smá bjargræði heim.

Það gildir um feður að fara hver frjáls má til veiða í burt.
Sé herkvaðning hópstjórnin dæmir hvort hann skuli vera um kjurt.

Vegna hans vísdóms og aldurs vert er að árétta mjög
að finnist í lögum ei forskrift þá foringjans orð eru lög.

Fornt er það frumskógarlögmál – um feikimargt kveður það á –
og hlýðni er þess upphaf og endir og alls enginn brjóta það má.

Hér á eftir fer ljóðið á frummálinu (sótt af http://www.kiplingsociety.co.uk/poems_lawofjungle.htm)

The Law of the Jungle

NOW this is the Law of the Jungle — as old and as true as the sky;
And the Wolf that shall keep it may prosper, but the Wolf that shall break it must die.

As the creeper that girdles the tree-trunk the Law runneth forward and back
—For the strength of the Pack is the Wolf, and the strength of the Wolf is the Pack.

Wash daily from nose-tip to tail-tip; drink deeply, but never too deep;
And remember the night is for hunting, and forget not the day is for sleep.

The Jackal may follow the Tiger, but, Cub, when thy whiskers are grown,
Remember the Wolf is a Hunter — go forth and get food of thine own.

Keep peace withe Lords of the Jungle — the Tiger, the Panther, and Bear.
And trouble not Hathi the Silent, and mock not the Boar in his lair.

When Pack meets with Pack in the Jungle, and neither will go from the trail,
Lie down till the leaders have spoken — it may be fair words shall prevail.

When ye fight with a Wolf of the Pack, ye must fight him alone and afar,
Lest others take part in the quarrel, and the Pack be diminished by war.

The Lair of the Wolf is his refuge, and where he has made him his home,
Not even the Head Wolf may enter, not even the Council may come.

The Lair of the Wolf is his refuge, but where he has digged it too plain,
The Council shall send him a message, and so he shall change it again.

If ye kill before midnight, be silent, and wake not the woods with your bay,
Lest ye frighten the deer from the crop, and your brothers go empty away.

Ye may kill for yourselves, and your mates, and your cubs as they need, and ye can;
But kill not for pleasure of killing, and seven times never kill Man!

If ye plunder his Kill from a weaker, devour not all in thy pride;
Pack-Right is the right of the meanest; so leave him the head and the hide.

The Kill of the Pack is the meat of the Pack. Ye must eat where it lies;
And no one may carry away of that meat to his lair, or he dies.

The Kill of the Wolf is the meat of the Wolf. He may do what he will;
But, till he has given permission, the Pack may not eat of that Kill.

Cub-Right is the right of the Yearling. From all of his Pack he may claim
Full-gorge when the killer has eaten; and none may refuse him the same.

Lair-Right is the right of the Mother. From all of her year she may claim
One haunch of each kill for her litter, and none may deny her the same.

Cave-Right is the right of the Father — to hunt by himself for his own:
He is freed of all calls to the Pack; he is judged by the Council alone.

Because of his age and his cunning, because of his gripe and his paw,
In all that the Law leaveth open, the word of your Head Wolf is Law.

Now these are the Laws of the Jungle, and many and mighty are they;
But the head and the hoof of the Law and the haunch and the hump is — Obey!