Edwin Arlington Robinson  

Edwin Arlington Robinson (1869–1935) fæddist og ólst upp í Maine í Norðausturhorni Bandaríkjanna. Hann var með vinsælustu og virtustu ljóðskáldum þar í landi í byrjun síðustu aldar. Sum eftirminnilegustu kvæði hans fjalla um auðnuleysingja og óskabörn ógæfunnar sem sumir tengja við heimabæ Robinsons, Gardiner í Maine. Hér á eftir fara þrjú af þeim þekktustu. Þau eru:

1. Ríkharður (Richard Cory) úr bókinni The Children of the Night sem út kom 1897.
2. Mangi Hró (Miniver Cheevy) úr bókinni The Town Down the River sem út kom 1910.
3. Veislan hjá Gvendi (Mr. Flood's Party) úr bókinni Avon's Harvest sem út kom 1921.

Auk þessara þriggja ljóða um ólánsama karla er hér þýðing á ljóðinu Cortège. Sagan segir að Robinson hafi ort það 1890 í heldur úfnu skapi. Hann hafði þá um skeið verið skotinn í Emmu Löehen Shepherd en mátti una því að eldri bróðir hans fengi hennar. Þau hjónakornin fóru frá Maine til nýrra heimkynna í Missouri með lestinni Cortège, en það nafn getur líka merkt röð, skrúðgöngu eða líkfylgd.

4. Cortège úr bókinni Captain Craig, Etc. sem út kom 1902.

 

Ríkharður

Í hvert sinn sem hann kom hér nið‘rá torg
við hversdagsfólkið litum upp til hans:
Dánumaður mestur hér í borg
og mikil var hans reisn og elegans.

Við Ríkharð sáum aldrei angur tjá,
hann ávarpaði fólk og hélt sinn veg.
Þótt æðaslátt við enni mætti sjá,
alltaf var hans návist þægileg.

Og hann var ríkur – segja má með sann
að sjaldan eigi kóngar þvílíkt fé –
og hvað við vildum vera eins og hann
sem veröldin lét slíka auðnu í té.

Við máttum samt við þrældóm, þreytt og köld
þrauka, stundum nærri matarlaus,
en Ríkharður eitt kyrrlátt sumarkvöld
kúlu skaut í gegnum eigin haus.

Á frummálinu heitir kvæði þetta Richard Cory og er á þessa leið:

Richard Cory

Whenever Richard Cory went down town,
We people on the pavement looked at him:
He was a gentleman from sole to crown,
Clean favored, and imperially slim.

And he was always quietly arrayed,
And he was always human when he talked;
But still he fluttered pulses when he said,
"Good-morning," and he glittered when he walked.

And he was rich—yes, richer than a king—
And admirably schooled in every grace:
In fine, we thought that he was everything
To make us wish that we were in his place.

So on we worked, and waited for the light,
And went without the meat, and cursed the bread;
And Richard Cory, one calm summer night,
Went home and put a bullet through his head.

 

    

Mangi Hró

Af skömm og mæðu Mangi Hró
magur grét og blés í kaunin,
að vera á dögum þótti þó
þyngsta raunin.

Mangi unni eldri tíð,
ef hann leit á brynjur glansa,
vakra fáka, vopn og stríð
vildi hann dansa.

Yfir því sem ei var til
andvarpaði og lét sig dreyma.
Kunni á fornum fræðum skil
og fann sig heima.

Sakna kvaðst hann Kamelot
kappa Tróju og refilþjóða,
ljóða- seiddi hann langt í brott
lýran góða.

Sótti ef gat hann sollinn í,
en syndir litlar drýgja náði,
þó mektarfólkið Medici
mjög hann dáði.

Hversdagsleikinn mæddi mest,
miðaldirnar þráði af hjarta
þá jarla klæddi og jöfra best
járnið bjarta.

Oft í þungum þönkum sat,
þótti dapurt allt sitt gengi,
Mangi Hró því gruflað gat
og gruflað lengi.

Um þann tíma er hann hlaut
örlög sín, allt ljóta brasið,
hóstandi hann heilann braut
og hellti í glasið.

Á frummálinu:

Miniver Cheevy

Miniver Cheevy, child of scorn,
Grew lean while he assailed the seasons;
He wept that he was ever born,
And he had reasons.

Miniver loved the days of old
When swords were bright and steeds were prancing;
The vision of a warrior bold
Would set him dancing.

Miniver sighed for what was not,
And dreamed, and rested from his labors;
He dreamed of Thebes and Camelot,
And Priam's neighbors.

Miniver mourned the ripe renown
That made so many a name so fragrant;
He mourned Romance, now on the town,
And Art, a vagrant.

Miniver loved the Medici,
Albeit he had never seen one;
He would have sinned incessantly
Could he have been one.

Miniver cursed the commonplace
And eyed a khaki suit with loathing;
He missed the medieval grace
Of iron clothing.

Miniver scorned the gold he sought,
But sore annoyed was he without it;
Miniver thought, and thought, and thought,
And thought about it.

Miniver Cheevy, born too late,
Scratched his head and kept on thinking;
Miniver coughed, and called it fate,
And kept on drinking.

 

Veislan hjá Gvendi

Seint að kvöldi Gvendur gamli einn
gekk um slóðann þar sem var hans leið
heim úr kaupstað yfir lágan ás.
Eyðilegt var kotið sem að beið,
og var hans eina athvarf hér á jörð.
Hann áði, „nægur tími“ sagði hann „já“,
þó heyrði engin önnur sála til
enda hvergi nokkurn mann að sjá.

Svo hélt hann áfram: „Gvendur gamli minn
nú gerist tunglið fullt og haustar að
en við tveir höfum átt hér fundi fyrr
og fuglar hópast rétt sem áður kvað
skáldið og við skálum fyrir þeim.“
Mót skini mánans lyftust hendur tvær
með könnu af öli sem hann hafði sótt
og sagði: „Bestu þakkir vinur kær.“

Hann fór í bæinn bara til þess eins
að bera þaðan öl um langan veg.
Á miðri götu minnti hann helst á draug
og mörgum þætti ferð hans undarleg.
En Gvendur heyrði úr bænum eins og ym,
því eitt sinn fann hann jafnan vini þar,
af röddum fólks sem forðum yrti á hann
en farið burtu, dautt og horfið var.

Þá, eins og legði blíðust móðir barn
sem blundaði í hvílu og gætti að
það vaknaði ekki, ofurhægt með gát
inn á milli þúfna á góðan stað
lét hann könnu svo hún ylti ei,
því allt er fallvalt gengi heims og manns.
Og er hann hafði stigið fáein fet
fór í gang að nýju samtal hans.

„Herra minn, ég held nú svei mér þá
við höfum ekki um skeið átt slíkan fund.
Margt er breytt hjá báðum sýnist mér
og býsna vel við hæfi að litla stund
við setjumst hérna saman, þú og ég.“
Síðan bakkar hálfhring, þykir mál
að lyfta könnu og ansa sjálfum sér
og segja: „Kæri vinur þína skál.“

„Soldinn dreitil, Gvendur, gleymast ei
hin gömlu kynni, svona þetta er nóg,
römm er taug sem rekka dregur heim.“
Röddin skalf og gamla hjartað sló
og yfir gráa einsemd þessa nótt
eigin rómi lyfti hátt í söng.
Tunglið fulla heyrði eitt þann óm
sem undir tóku hæðardrögin löng.

„Hin gömlu kynni.“ Svo varð röddin rám
og raunalega lyfti hann sínum drykk.
Aftur stóð hann aleinn. Niðrí byggð
var allt með heldur framandlegum skikk
svo héðan af hann vísast yrði vart
velkominn í bæinn líkt og fyrr.
Eflaust skelltu allir þar í lás
þótt opnað hefðu vinir forðum dyr.

Á frummálinu:

Mr. Flood's Party

Old Eben Flood, climbing alone one night
Over the hill between the town below
And the forsaken upland hermitage
That held as much as he should ever know
On earth again of home, paused warily.
The road was his with not a native near;
And Eben, having leisure, said aloud,
For no man else in Tilbury Town to hear:

"Well, Mr. Flood, we have the harvest moon
Again, and we may not have many more;
The bird is on the wing, the poet says,
And you and I have said it here before.
Drink to the bird." He raised up to the light
The jug that he had gone so far to fill,
And answered huskily: "Well, Mr. Flood,
Since you propose it, I believe I will."

Alone, as if enduring to the end
A valiant armor of scarred hopes outworn,
He stood there in the middle of the road
Like Roland's ghost winding a silent horn.
Below him, in the town among the trees,
Where friends of other days had honored him,
A phantom salutation of the dead
Rang thinly till old Eben's eyes were dim.

Then, as a mother lays her sleeping child
Down tenderly, fearing it may awake,
He set the jug down slowly at his feet
With trembling care, knowing that most things break;
And only when assured that on firm earth
It stood, as the uncertain lives of men
Assuredly did not, he paced away,
And with his hand extended paused again:

"Well, Mr. Flood, we have not met like this
In a long time; and many a change has come
To both of us, I fear, since last it was
We had a drop together. Welcome home!"
Convivially returning with himself,
Again he raised the jug up to the light;
And with an acquiescent quaver said:
"Well, Mr. Flood, if you insist, I might.

"Only a very little, Mr. Flood—
For auld lang syne. No more, sir; that will do."
So, for the time, apparently it did,
And Eben evidently thought so too;
For soon amid the silver loneliness
Of night he lifted up his voice and sang,
Secure, with only two moons listening,
Until the whole harmonious landscape rang—

"For auld lang syne." The weary throat gave out,
The last word wavered; and the song being done,
He raised again the jug regretfully
And shook his head, and was again alone.
There was not much that was ahead of him,
And there was nothing in the town below—
Where strangers would have shut the many doors
That many friends had opened long ago.

 

Cortège

Klukkan fjögur fær í dag,
fimmtán hundruð mílna veg,
ólmast lagið aldrei svo
endi slögin hrikaleg.

Klukkan fjögur fær í dag,
falið jörðin tveggja ná,
best þau fari og fari strax
í fjarlægð bæði grafa má.

Hefð‘ún dvalið hálfu meir
í heimi væri lítt um sel,
klukkan fjögur fær í dag,
ferðin byrjað gott og vel.

Klukkan fjögur fær í dag,
fólgið ástin þeirra leg
sem að gröf nú fetar fljótt
fimmtán hundruð mílna veg.

Klukkan fjögur fær í dag,
fylgt þau geta tónum seint,
mitt ólma lag í orða stað
allt það tjáð sem verður meint.

Best það gerist bara strax,
byrjað ferðin endanleg
klukkan fjögur fær í dag,
fimmtán hundruð mílna veg.

Á frummálinu:

Cortège

Four o'clock this afternoon,
Fifteen hundred miles away:
So it goes, the crazy tune,
So it pounds and hums all day.

Four o'clock this afternoon,
Earth will hide them far away:
Best they go to go so soon,
Best for them the grave to-day.

Had she gone but half so soon,
Half the world had passed away.
Four o'clock this afternoon,
Best for them they go to-day.

Four o'clock this afternoon,
Love will hide them deep, they say;
Love that made the grave so soon,
Fifteen hundred miles away:

Four o'clock this afternoon,
Ah, but they go slow to-day:
Slow to suit my crazy tune,
Past the need of all we say.

Best it came to come so soon,
Best for them they go to-day:
Four o'clock this afternoon,
Fifteen hundred miles away.