Aristóteles Valaoritis

Kvæðið um Lýð gamla og byssuna hans (O Δήμος και το καριοφίλι του) eftir Aristóteles Valaoritis (Αριστοτέλης Βαλαωρίτης, 1824-1879) er ort í stíl grískra þjóðkvæða þar sem hver lína er fimmtán atkvæði.

Hetja kvæðisins er fjallaþjófur (κλέφτης) sem heitir Ðimos (Δήμος) á grísku og við hæfi að hann heiti Lýður á íslensku því það nafn hefur sömu merkingu.

Í sögum frá þeim tíma þegar Grikkland laut stjórn Tyrkja er líf fjallaþjófa sveipað ævintýraljóma. Þessar sögur minna um sumt á ævintýrin af Hróa hetti því menn þessir lágu úti í óbyggðum og gerðu yfirstéttinni skráveifur en hjálpuðu kúgaðri alþýðu.


Lýður gamli og byssan hans

Að mér sækir elli fast, aldarhelming fjallaþjófur
órótt svaf og er því, börn, orðinn næsta hvíldarþurfi.
Fara vil í fleti mitt. Finn ég þorna gamalt hjarta.
Drjúgt hef ausið dreyrans lind, dropi hver af blóði þorrinn.

Fara vil í fleti mitt. Finnið grein af landsins meiði,
heiðarlauf með ljúfan ilm, látið vera fullt af blómum
þar sem mér er búið ból, brátt svo geti lagst til hvíldar.

Enginn veit hvert voldugt tré vaxa mun á legstað mínum.
Fundarstað þar limar ljá laufgist skuggsæll krónubreiður,
þar sem staldra vaskir við, vopn sín ungir fjallaþjófar
hengja upp, mitt æskuþor eignast líf í söngvum þeirra.
Ef þeir finna gróa á gröf grátvið búinn sorgarklæðum
ungir fjallaþjófar þá, þar af baðmi aldin taka,
lauga undir, lækna sár, Lýði veita hvíld í friði.

Manndómsárin orrahríð, eld og járn ég mátti reyna.
Ekki gráta ungu menn. Upp er runnin hinsta stundin.
Þegar kappi djarfur deyr, drengur yngri fyllir skarðið.
Komið allir kringum mig. Komið standið hérna nær mér,
að lykja aftur augum tveim og að þiggja blessun mína.

Kappi sá sem yngstur er upp skal klífa fjallahrygginn,
riffill minn sé með í för, mætast vopn úr Karlasmiðju,
og hjá tindum skjóta skal skotum þrem úr byssu minni:
„Kom að ævilokum Lýðs. Lýður gamli hann er farinn.“
Óma hvellir, ymja gil, undir taka klettaborgir,
höfuðskepnur harm sinn tjá, húmi sveipast vötn og lindir,
fjallaloftsins ferski blær fjöðrum sviptur bærist ekki,
andvarinn sem unað bar, eins og dauður leggst hann niður
að hann færi ei með sér óviljandi þessar drunur,
upp þeim feyki á Ólympstind eða Pindusfjöll svo leysi
þar af hæstu hnúkum mjöll. Heiðarlönd þá sölna mundu.

Hlauptu drengur, hlauptu skjótt, hátt að klífa brattar leiðir.
Láttu óma loftin blá, langar mig í gegnum svefninn
hinsta sinn að heyra skot, hátt sem gjalla úr byssu minni.

Ungur fjallaþjófur þaut, það var líkt og hjörtur rynni,
hrópar upp við hamraborg, hárri röddu þrisvar sinnum:
„Kom að ævilokum Lýðs. Lýður gamli hann er farinn.“
Þar sem klettar kallast á, klif og hamrar, bergmálsraddir
gjalla hæst, hann hleypir af. Hljóma fyrsta skot og annað.
Með því þriðja magnar raust mætast vopn úr Karlasmiðju,
opnum kjafti öskrar hátt, eins og skepna kvik sem beljar.
Fellur hún úr höndum sveins, hnígur sár í mold á jörðu,
skreiðist fram á bjargsins brún, byssan hrapar niður í gilið.

Þungan Lýður gamli gný gegnum djúpan svefninn heyrir,
leikur um hans ásýnd bros, armar mynda kross á bringu.
Kom að ævilokum Lýðs. Lýður gamli hann er farinn.

Þegar skot með þrumuraust þarna hljóma ofar skýjum
er sem hraustum ógnarbíld einhver mitt í gný og drunum
svari og bjóði bróðurfaðm burtsofnuðum fjallaþjófi.


Skýringar:

Í þýðingunni er byssan kölluð vopn úr Karlasmiðju. Á frummálinu heitir hún kariofili (καριοφίλι) en það nafn er grísk afbökun á heiti ítalskra byssusmiða sem hétu Carlo e figli. Vopn úr smiðjum þeirra voru algeng á Grikklandi í byrjun nítjándu aldar.

Trjátegundina platanus (πλάτανος) kalla ég krónubreið (og hugsa mér að orðið beygist eins og Skjaldbreiður). Þessi þýðing nær hugsuninni á bak við gríska nafnið og mér finnst hún hæfa trénu betur en heitið miðjarðarhafshlynur sem oft er notað um þessi voldugu tré.

Hér fyrir neðan er kvæðið á frummálinu.


O Δήμος και το καριοφίλι του

Εγέρασα, μωρές παιδιά. Πενήντα χρόνους κλέφτης
τον ύπνο δεν εχόρτασα, και τώρ' αποσταμένος
θέλω να πάω να κοιμηθώ. Εστέρεψ' η καρδιά μου.
Βρύση το αίμα το 'χυσα, σταλαματιά δε μένει.

Θέλω να πάω να κοιμηθώ. Κόψτε κλαρί απ' το λόγκο,
να 'ναι χλωρό και δροσερό, να 'ναι ανθούς γεμάτο,
και στρώστε το κρεβάτι μου και βάλτε με να πέσω.

Ποιος ξέρει απ' το μνήμα μου τι δένδρο θα φυτρώσει!
Κι αν ξεφυτρώσει πλάτανος, στον ίσκιο του αποκάτω
θα 'ρχονται τα κλεφτόπουλα τ' άρματα να κρεμάνε,
να τραγουδούν τα νιάτα μου και την παλικαριά μου.
Κι αν κυπαρίσσι όμορφο και μαυροφορεμένο,
θα 'ρχονται τα κλεφτόπουλα τα μήλα του να παίρνουν,
να πλένουν τες λαβωματιές, το Δήμο να σχωράνε.

Έφαγ' η φλόγα τ' άρματα, οι χρόνοι την ανδρειά μου.
Ήρθε κι εμένα η ώρα μου. Παιδιά μου, μη με κλάψτε.
Τ' ανδρειωμένου ο θάνατος δίνει ζωή στη νιότη.
Σταθείτ' εδώ τριγύρω μου, σταθείτ' εδώ σιμά μου,
τα μάτια να μου κλείσετε, να πάρτε την ευχή μου.

Κι έν' από σας, το νιότερο, ας ανεβεί τη ράχη,
ας πάρει το τουφέκι μου, τ' άξο μου καριοφίλι,
κι ας μου το ρίξει τρεις φορές και τρεις φορές ας σκούξει:
«O γερο-Δήμος πέθανε, ο γερο-Δήμος πάει».
Θ' αναστενάξ' η λαγκαδιά, θα να βογκήξει ο βράχος,
θα βαργομήσουν τα στοιχειά, οι βρύσες θα θολώσουν
και τ' αγεράκι του βουνού, οπού περνά δροσάτο,
θα ξεψυχήσει, θα σβηστεί, θα ρίξει τα φτερά του,
για να μην πάρει τη βοή άθελα και τη φέρει
και τηνε μάθει ο Όλυμπος και την ακούσει ο Πίνδος
και λιώσουνε τα χιόνια τους και ξεραθούν οι λόγκοι.

Τρέχα, παιδί μου, γλήγορα, τρέχα ψηλά στη ράχη
και ρίξε το τουφέκι μου. Στον ύπνο μου επάνω
θέλω για ύστερη φορά ν' ακούσω τη βοή του.

Έτρεξε το κλεφτόπουλο, σαν να 'τανε ζαρκάδι,
ψηλά στη ράχη του βουνού και τρεις φορές φωνάζει:
«O γερο-Δήμος πέθανε, ο γερο-Δήμος πάει».
Κι εκεί που αντιβοούσανε οι βράχοι, τα λαγκάδια,
ρίχνει την πρώτη τουφεκιά, κι έπειτα δευτερώνει.
Στην τρίτη, και την ύστερη, τ' άξο το καριοφίλι
βροντά, μουγκρίζει σαν θεριό, τα σωθικά του ανοίγει,
φεύγει απ' τα χέρια, σέρνεται στο χώμα λαβωμένο,
πέφτει απ' του βράχου τον γκρεμό, χάνεται, πάει, πάει.

Άκουσ' ο Δήμος τη βοή μες στον βαθύ τον ύπνο·
τ' αχνό του χείλι εγέλασε, εσταύρωσε τα χέρια…
O γερο-Δήμος πέθανε, ο γερο-Δήμος πάει.

Τ' ανδρειωμένου η ψυχή, του φοβερού του κλέφτη,
με τη βοή του τουφεκιού στα σύγνεφ' απαντιέται,
αδερφικά αγκαλιάζονται, χάνονται, σβηώνται, πάνε.