Dauði Byrons eftir Georgios Drosinis

Byron lávarður (1788 – 1824) var bæði með helstu skáldum og frægustu persónugervingum rómantísku stefnunnar á sínum tíma. Hann endaði ævina á sóttarsæng í Grikklandi en þangað fór hann til að styðja Grikki í frelsisstríðinu gegn Tyrkjaveldi.

Byron aflaði sjálfstæðisbaráttu Grikkja fylgis meðal rómantískra menntamanna í heimalandi sínu, Englandi, og víðar í Evrópu og varð þjóðhetja hjá Grikkjum.

Allmörg grísk skáld hafa ort um Byron. Má þar frægastan telja Dionysios Solomos (Διονύσιος Σολωμός, 1798 – 1857) sem einnig er höfundur gríska þjóðsöngsins. Eitt af hans þekktustu verkum er langur bálkur um dauða Byrons. Annað velþekkt ljóð um sama efni er Dauði Byrons eftir Georgios Drosinis (Γεώργιος Δροσίνης, 1859–1951).

Dauði Byrons

Hvers leitaðir þú svanur hér á söndum
við seyrublandin fen og vatnalendur
hvar hafa vetursetu í sólarlöndum
svarleit gæsakyn og villtar endur?

Þú norðangestur heillað hafðir lýði,
en heillast lést af brúði sem við frelsi
er kennd þó innan virkisveggja skrýði
vatnadís þá stríðsklæðanna helsi.

Svanur hvíti að erni verða vildi,
og veita lið með ógnarklóm í hildi;
En vorið kom á vængjum aftur sneru
fuglar sína leið til heimalanda,
líkfylgd hvítum svani norðurstranda,
því banvæn ofdirfð var það slíkri veru.

Á Grikklandi eru farfuglarnir flestir vetrargestir og fara aftur heim til sín í norður þegar vora tekur.

Á frummálinu er ljóð Drosinis svona:

Ό θάνατος του Μπάϊρον

Εκεί πού η μαύρη φαλαρίδα κι η άγρια πάπια
χειμαδιό βρίσκουν στήν προσηλιακή στεριά,
στης λιμνοθάλασσας τ’ ακρόνερα τά σάπια
τί ήρθες ζητώντας, λευκέ Κύκνε, τού βοριά;

Τόν Κύκνο κοσμοπλάνευτη πλάνεψε κάποια
τής λιμνοθάλασσας νεράϊδα, η Λευτεριά•
Παλάτι στεριανό τού κάστρου είχε τήν τάπια,
κι αντί στολίδια νύφης, άρματα βαριά.

Αητός ο λευκός κύκνοσ θέλησε νά γίνει,
κι αητού φτερά καί νύχια τάνυσε γιά κείνη•
μά ήταν θανάσιμη ή παράτολμή του ορμή ...
Καί τά μαγιάπριλα όταν γύριζαν καί πάλι
τά νεροπούλια πρός τό βοριανό ακρογιάλι,
συνοδιά γίνηκαν στού Κύκνου τό κορμί ...

Ráðist á þögnina eftir Jannis Patilis

Gríska ljóðskáldið Jannis Patilis (Γιάννης Πατίλης) fæddist í Aþenu árið 1948. Ljóðið sem hér fer á eftir er úr bók eftir hann sem heitir Spegill skrifarans (Γραφέως κάτοπτρον) og kom út árið 1989.

Ráðist á þögnina

Eins og hvirfilvindur lita er
hvítur svo er þögnin
þeytingur af öllu sem er talað
á þögninni fæst engin greining gerð
né heldur þó að beitt sé mælitækjum
eyðimörk sem inni í öllum býr
þykkur salli er hægur andblær tímans
aldrei nær að blása burt til hlítar
meðan lyftist lítill orðasveimur
með margvíslegt (og stundum ljóðrænt) líki
og hverfist aftur um í annað form
munu sandstrókarnir aldrei setjast
því tíminn – sem að blæs –
er Vitfirringin (og Vitfirringuna
fær ekkert hamið). Við höldum áfram
heimskingjar að tala um þögn
rétt eins og arða af sandi geti nokkuð sagt
um eyðimörk
(er sest hið innra í öllum).

Gríski frumtextinn fer hér á eftir.

Απόπειρα κατά της σιωπής

Καθώς η δίνη των χρωμάτων
Είναι το άσπρο είναι η σιωπή
Όλων των λόγων η μεγάλη συστροφή
Κανείς δεν θα μπορέσει ν’ αναλύσει
Τη σιωπή φασματοσκόπιο κανένα
Μια έρημος μες’ στον καθένα
Σκόνη πηχτή που δεν την εξαντλεί
Το σιγανό του χρόνου αεράκι
Καθώς σηκώνει σύννεφα μικρά την φλυαρία
Σε σχήματα πολλά (ενίοτε ποιητικά)
Που πάλι αλλάξουν σχήματα καθώς
Δεν κατακάθεται ποτέ ο κουρνιαχτός
Γιατί ο χρόνος – που φυσά –
Είναι η Τρέλα (και τίποτα
Δεν σταματά την Τρέλα) Ανόητοι κι εμείς
Τον λόγο συνεχίζουμε περί σιωπής
Σαν να μπορούσε ο κόκκος άμμου να μιλήσει
Για την έρημο
(Που κατακάθεται μέσ’ στον καθένα).

   

Hestar eftir Kostes Kokorovits

Um höfund þessa ljóðs, Kostes Kokorovits (Κοστις Κοκοροβιτς), hef ég engar upplýsingar fundið.

Hestar

1.
Ofan fjallið
fara hestar
er þá snerta þokuskýin.
Svartir hestar,
hvítir hestar,
öskugráir fákar líka.
Hneggja ei og
hvorki hlaupa
þeir né koma á stökki hröðu
heldur fara aðeins fetið,
hugulsamir,
hátign bæði
hafa þeir og sorg í fasi.
Líkast því
til hinstu hvílu
fylgi látnum þjóðhöfðingjum
eða snúi aftur heim úr
stríði sem er tapað og þeir
harmi kappa
horfna sjónum
riddara frá öðrum tíma
þá er líf sitt létu fyrir
Ástina – og eins og hringi
þyrlist þeir og snúi kvörnum,
sem þeir væru öllum gleymdir
í óbyggðum og
yfirgefnir. . .

2.
Ofan fjallið koma og fara
knapalausir
hestar – ganga
þeir í gegnum skýjahulu
og týnast þegar
nóttin kemur.
Aldrei framar
sjást á ferli
og enginn veit
og enginn spyr. . .

Frumtextinn fer hér á eftir:

¨Αλογα

1.
Είναι κάτι άλογα,
πού άπ' τό βουνό κατηφορίζουν,
καθώς τ' αγγίζουνε τά σύννεφα.
Αλογα μαύρα
καί άσπρα
καί σταχτιά.
Δέν τρέχουνε
κι' ούδε καλπάζουνε
καί μήτε χλιμιντράνε·
Μονάχα άργοπηηγαίνουνε
στοχαστικά,
μεγαλόπρεπα
καί πένθιμα.
Σά ν' άκλουθάνε
κηδείες βασιληδων,
σά νά έπιστρέφουν
άπό μάχες χαμένες
καί νά θρηνούν
πολέμαρχους άόρατουσ
καί ίππότες
καιρών άλλοτινών
πού σκοτώθηκαν γιά τήν 'Αγάπη.
Σά νά στριφογυρίζουν
σέ μαγγανοπήγαδα,
σά ν΄ άποξεχάστηκαν
καί ξεμείναν
στήν έρμιά. . .

2.
Είναι κάτι άλογα,
πού άπ' τό βουνό,
μέσ΄ άπ' τά σύννεφα,
πηγαίνουν
καί πάνε κι' έρχονται
δίχως καβαλλάρηδες.
Καί, καθώς νυχτώνει
χάνονται
καί ποτέ πιά δέν ξαναφαίνονται
καί δέν ξέρει κανείς
κ' ούτε ρωτά. . .

   

Riddari eftir Mikael D. Stasinopúlos

Mikael D. Stasinopúlos (Μιχαηλ Δ. Στασινοπουλος) fæddist árið 1903 og lést í hárri elli árið 2002. Hann var lögfræðingur og átti langan feril í grískum stjórnmálum auk þess sem hann var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hans er meðal annars minnst í sögunni vegna þess að hann var forseti Grikklands í hálft ár eftir að herforingjastjórnin var hrakin frá völdum og lýðræði endurreist árið 1974.

Ljóðið sem hér fer á eftir heitir á frummálinu To alogo tú skakiú (Τό άλογο τού σκακιού) og það þýðir orðrétt Hesturinn í skákinni.

Riddari

Stilltur og þögull, árvökull, ábúðarfullur,
auðsveipur stekkur að svörtum reit eða hvítum,
dvelur um kyrrt og djúpt er þá hugsað,
orðlausa leiki og ógnandi reiknar hann út.

Ein hreyfing, þá tvær, ein hugsun, svo önnur.
Allt í kring, vélráðir fjendur úr tré.
Hvert ráð er að taka, með hverju skal reikna?
Aðkrepptur hugur á þröngum, ferhyrndum flötum,

fábreytnin vaxandi, lífshlaupið kunnuglegt orðið!
Hreyfing, þá tvær, ein hugsun, og aftur hin sama!
Orðlausa leiki hann reiknar og telur –

en veit samt að honum er fyrirbúið að sækja
gegn fjendum úr tré og falla sem hetja
á svörtum reit eða hvítum hjá konungi sínum.

Frumtextinn fer hér á eftir:

Το αλογο του σκακιου

Προσεχτικό κι ασάλευτο, βουβό κι αφαιρεμένο,
στο μαύρο ή στ΄άσπρο , υπάκουο πηδά άξαφνα και στέκει.
Στο μαύρο ή στ’ άσπρο, ασάλευτο, βαθιά συλλογισμένο,
το σκυθρωπό κι αμίλητο παιγνίδι λογαριάζει.

Μιά κίνηση, δυό κίνησες, μιά σκέψη κι άλλη σκέψη.
Τριγύρω οι ξύλινοί του εχθροί κ’ οι επίβουλοι σκοποί τους.
Τι να σκεφθεί, να σοφιστεί και τι να λογαριάσει;
Μες στα στενά τετράγωνα εσώθηκεν η σκέψη

κ έγινε πιά μονότονη και γνώριμη η ζωή του!
Μιά κίνηση, δυό κίνησες, μιά σκέψη - η ίδια σκέψη!
Το σιωπηλό παιγνίδι του μετρά και λογαριάζει,

μα όμως το ξέρει πως γραφτό σ’ όλη είναι τη ζωή του
να ορμά μέσα στους ξύλινους εχθρούς του και να πέφτει
στο μαύρο ή στ’ άσπρο , ηρωικά, κοντά στο βασιλιά του.

   

Skáldið eftir Anestis Evangelú

Anestis Evangelú (Ανέστης Ευαγγέλου) fæddist í Þessalóniku árið 1937 og dó í þeirri sömu borg 1994. Eftir hann eru 7 ljóðabækur. Heildarsafn ljóða hans (1956-1986) kom út 1988. Auk þess að yrkja ljóð skrifaði hann um bókmenntir og gaf út eina skáldsögu.
Verk hans hafa verið þýdd á mörg tungumál.
Hér fer á eftir tilraun til að þýða eitt af ljóðum hans.

Skáldið

Hafði klifið hæsta tindinn
á himni var rödd hans hvítur fugl.
Aragrúinn, iðandi sem maurar neðst í hlíðum,
heyrði rödd hans, hóf sig stöðugt ofar,
þrengdi hringinn haldandi á lurkum,
hnífum og grjóti, þeir gengu nær,
greina mátti gargað drepum hann
og þegar flugu fyrstu hnullungarnir
og sólin blikaði á beittum hnífum
voru honum endalokin ljós.

En rödd hans
var hvítur fugl sem flaug yfir höfðum þeirra
og henni náðu hvorki garg né hnífar.

Frumtextinn fer hér á eftir:

Ό ποιητής

Είχε άνεβει στήν πιό ψηλή κορφή
κι ή φωνή του, λευκό ποyλί στόν ουρανό.
Στούσ πρόποδεσ μyρμήγκιαζε πλήθος αμέτρητο
άκουγαν τή φωνή κι ολοένα ανέβαιναν
μίκραινε ό κύκλος και κρατούσαν ξύλα
μαχαίρια κράταγαν καί πέτρες καί πλησίαζαν
ακούγονταν κραυγές σκοτώστε τον
να πέφτουν άρχισαν μετά οί πρώτεσ πέτρεσ
λάμψαν στόν ήλιο τά μαχαίρια
κατάλαβε τό τέλοσ του.

‘Ομως ή φωνή του,
λευκό πουλί πέταγε πάνω άπ’ τά κεφάλια τους
καί δέν τή φτάναν οί κραυγές καί τά μαχαίρια.

   

Eyðileggingin á Psara eftir Dionysios Solomos

Gríska skáldið Dionysios Solomos (Διονύσιος Σολωμός, 1798 – 1857) var uppi á blómaskeiði þjóðskálda í Evrópu. Hann fæddist 9 árum á undan Jónasi Hallgrímssyni og dó 12 árum seinna en Jónas. Fyrstu tvö erindin í lofsöng hans um frelsið eru þjóðsöngur Grikkja.

Dionysios var rúmlega tvítugur þegar frelsisstríð landa hans hófst en það stóð frá 1821 til 1827 og lauk með því að Grikkir losnuðu undan veldi Tyrkja.

Ein af ljótari sögum úr þessu stríði segir frá því þegar tyrkneskir, egypskir og albanskir hermenn eyddu byggðinni á Psaras þann 17. maí árið 1824. Karlmenn og drengir sem náð höfðu 8 ára aldri voru drepnir, kvenfólk og börn seld í ánauð og byggð öll jöfnuð við jörðu. Talið er að um 17 þúsund eyjarskeggjar hafi verið myrtir.

Lið 150 Grikkja sem hafðist við í virki á eynni bar eld að púðurgeymslum sínum og sprengdi sjálft sig í tætlur ásamt tyrkneskum her sem að þeim sótti. Um þessa atburði orti Dionysios kvæði sem er allfrægt og hér fer á eftir.

Στών Ψαρών τήν όλόμαυρη ράχη
Περπατώντασ ή Δόξα μονάχη
Μελετά τά λαμπρά παλλικάρια
Καί στήν κόμι στεφάνι φορεί
Γεναμένο άπό λίγα χορτάρια
Πού είχαν μείνει στήν έρημη γή.

Hér er tilraun til að þýða þetta ljóð:

Á eynni Psara alein gengur
eftir svörtum klungrum, björtum
hugfangin af hetjudáðum,
Dýrðin sjálf, á höfði hefir
hróðrarsveig úr litlum gróðri
sem eftir stóð í eyddu landi.

Ljóðið heitir á frummálinu Η Καταστροφή τών Ψαρών (I katastrofi ton Psaron) sem getur þýtt Eyðileggingin á Psaras.

Dionysios Solomos var ekki sá eini sem orti um frelsisstríð Grikkja. Það var yrkisefni skálda um alla Evrópu og átti mikinn þátt í uppgangi rómantíkur og þjóðfrelsishugsjóna á 19. öld. Margir sóttu innblástur í grískan kveðskap fornan og nýjan og heil kynslóð hugsjónamanna heillaðist af enska skáldinu Byron sem fór þarna suður og barðist með Grikkjum og varð eins konar þjóðhetja meðal þeirra. Eitt af þekktustu ljóðum Dionysiosar er erfiljóð um Byron.

Sum af þjóðskáldum Íslendinga lásu grískan samtímakveðskap. Grímur Thomsen þýddi a.m.k. eitt ljóð úr nútímagrísku. Ef vel er hlustað má vafalaust heyra bergmál af kveðandi Dionysiosar og fleiri Grikkja í því sem ort var og sungið af ættjarðarkveðskap hér í hinum endanum á Evrópu.