Atli Harđarson

Raunhyggjumađur sem lćrđi af reynslunni –

Um John Locke og nýja ćvisögu hans eftir Roger Woolhouse

Á síđasta ári kom út hjá Cambridge University Press bók eftir Roger Woolhouse sem heitir Locke, A Biography. Eins og titillinn gefur til kynna segir bókin ćvisögu Johns Locke. Hún er 528 bls. ađ lengd auk formála og 12 blađsíđna af myndum. Höfundurinn, Roger Woolhouse, er prófessor emeritus viđ háskólann í Jórvík. Hann er kunnur fyrir fjölmörg rit um heimspeki sautjándu aldar.

John Locke, sem um er fjallađ í bókinni, fćddist í Somerset á Englandi áriđ 1632 og lést 1704. Hann nam lćknisfrćđi en fékkst einnig viđ margvísleg önnur vísindi. Skrif hans um ţekkingarfrćđi, stjórnmál, menntamál, hagfrćđi og guđfrćđi mörkuđu raunar tímamót í öllum ţessum greinum. Međ ţeim hófst sigurganga raunhyggju í ţekkingarfrćđi og frjálslyndrar einstaklingshyggju í stjórnmálaheimspeki međal enskumćlandi ţjóđa. Međ ţeim urđu líka ţáttaskil í viđhorfum lćrdómsmanna til heimspekinnar, ţví Locke mótađi ţá afstöđu til hennar ađ hún vćri fyrst og fremst gagnrýni og greining á hugsun manna en ţađ vćri verkefni reynsluvísinda ađ lýsa ţví hvernig veruleikinn er.

Ţegar bók Woolhouse var gefin út var hálf öld liđin frá ţví síđast kom út vandađ frćđilegt rit um ćvi Lockes. Ţađ var bókin John Locke, A biography eftir Maurice Cranston [1] Á ţessari hálfu öld hefur ýmislegt efni sem áđur lá í ólesnum handritum veriđ gert ađgengilegt. Mest munar um ađ sendibréf Lockes, sem eru meira en 3600 talsins, hafa veriđ gefin út í 8 bindum.

Locke var hirđusamur um handrit sín og bréf og fyrir vikiđ eru miklar heimildir til bćđi um hugsun hans og daglegt líf. Mér er til efs ađ meira sé vitađ um líf nokkurs annars manns frá ţessum tíma. Ćvisöguritarar hafa ţví af nógu ađ taka. Ţótt sagan sem Cranston skrifađi sé álíka löng og bók Woolhouse og ţótt ţessar bćkur séu báđar til mikillar fyrirmyndar hvađ varđar vandađa sagnfrćđi og skýra framsetningu inniheldur hvor um sig mikiđ efni sem er ekki í hinni. Cranston leggur meiri áherslu á tengsl Lockes viđ sögulega atburđi en Woolhouse segir betur frá ţví hvernig hugsun hans ţróađist. Ţađ er ţví vel ţess virđi ađ lesa báđar ćvisögurnar.

*
Ţótt miklar heimildir séu til um Locke er erfitt ađ lýsa manninum. Hann er bćđi of fjölhćfur og margbrotinn til ađ hćgt sé ađ skipa honum í neinn flokk og svo dulur og gćtinn ađ lesendur hans grunar ađ hann hafi aldrei sagt hug sinn allan, enda hćtt viđ ađ ţá hefđi honum vafist tunga um höfuđ. Ţeir sem hófu baráttuna fyrir trúfrelsi, tjáningarfrelsi og borgaralegum réttindum nutu ţessara gćđa ekki sjálfir nema ađ litlu leyti og lengst af ćvinnar var Locke bannađ ađ bođa margt af ţví sem hann hugsađi um stjórnmál og trúarbrögđ.
*

Ţegar saga heimspeki og vísinda er sögđ er sautjándu öldinni lýst sem miklum framfaratíma. Á fyrri helmingi hennar lögđu Galíleo, Descartes og fleiri hornsteina ađ heimsmynd vísindanna. Á seinni hluta hennar héldu Newton, Boyle, Locke og fleiri ţví starfi áfram. Alls konar frćđi blómstruđu sem aldrei fyrr og ţađ ţarf ađ fara aftur til Grikklands á fjórđu öld f. Kr. til ađ finna dćmi um jafn frumlega og djarfa heimspeki og ţá sem Thomas Hobbes, René Descartes, Benedict Spinoza og John Locke fćrđu í letur á ţessari framfaraöld.

En sautjánda öldin var ekki ađeins öld framfara í andlegu lífi. Hún var líka öld galdrabrenna, óhugnađar og grimmdarverka. Á fyrri hluta hennar (1618 – 48) geisađi ţrjátíu ára stríđiđ í Norđur-Evrópu. Mótmćlendur voru ofsóttir í löndum kaţólikka og kaţólikkar í löndum mótmćlenda. Mikilvćgasta úrlausnarefniđ í stjórnmálum aldarinnar var ađ finna leiđir til ađ ólíkir trúflokkar gćtu lifađ saman í friđi.

Seinni hluti aldarinnar var tími sólkonungsins, Lođvíks XIV., í Frakklandi. Í öđrum löndum álfunnar litu margir á Frakkland sem fyrirmynd og reyndu ađ koma á einveldi og miđstýringu ađ ţarlendum hćtti. Ţetta ţótti skynsamlegt og nútímalegt og menn bundu miklar vonir viđ samrćmda löggjöf, öflugra embćttismannakerfi, betra skipulag, röđ og reglu.

Í upphafi aldarinnar fór lítiđ fyrir frumlegri stjórnmálahugsun á Englandi. En um miđja öldina tók ensk stjórnspeki ađ blómstra og alls konar hugmyndir og kenningar voru settar fram og rćddar af miklu kappi.

Ţađ sem öđru fremur kom Englendingum til ađ hugsa um stjórnmál međ heimspekilegum hćtti var árekstur enskrar stjórnmálahefđar og nýtískulegra franskra hugmynda um konungsvald og miđstýringu. Ţetta leiddi til deilna milli ţings og konungs ţar sem kóngsmenn vildu taka upp franska hćtti en fulltrúar ţingsins vörđu réttarhefđ sem mótast hafđi í landinu og var ósamrýmanleg einveldi ađ hćtti Lođvíks XIV. Ţessi enska réttarhefđ studdist ađ nokkru viđ skráđ lög og sáttmála einkum Magna Carta, sem Jóhann konungur landlausi var ţvingađur til ađ undirrita áriđ 1215. Sú undirskrift takmarkađi á ýmsan hátt völd krúnunnar. En mikilvćgasti hluti ensku réttarhefđarinnar var ţó óskráđ lög og venjur í dómskerfinu sem vörđu eignarrétt og önnur einstaklingsréttindi og settu ţví um leiđ skorđur hvađ yfirvöld gátu leyft sér mikla íhlutunarsemi um líf borgaranna. [2]

Borgarastyrjöld milli enskra kóngsmanna og ţeirra sem fylgdu ţinginu ađ málum geisađi 1642 – 9. Henni lauk međ ţví ađ ţingiđ tók öll völd og lét taka konunginn, Karl I., af lífi. Viđ tók stjórn ţingsins og síđar Olivers Cromwell. En 1660 var konungsveldiđ endurreist og Karl II. krýndur. Eftirmanni hans, Jakobi II, var svo steypt af stóli án verulegra blóđsúthellinga áriđ 1688. Ţá tók Vilhjálmur af Óraníu viđ krúnunni, enda tryggt ađ hann yrđi hliđhollari ţinginu en ţeir Karlar og Jakob höfđu veriđ. Ósigur einveldissinna var alger og stefnan tekin í átt til ţingrćđis og lýđrćđislegri stjórnarhátta.

Hér hefur veriđ tćpt á fáeinum atriđum úr sögunni sem máli skipta fyrir skilning á John Locke og heimspeki hans. Sem lćknanemi kynntist hann nýjustu kenningum á sviđi náttúruvísinda og síđar komst hann í vinfengi viđ Boyle, Newton og fleiri frumkvöđla í náttúruvísindum og vann ađ rannsóknum bćđi í efnafrćđi, veđurfrćđi og lćknisfrćđi. Bók hans um ţekkingarfrćđi, Ritgerđ um mannlegan skilning (An Essay concerning Human Undrestanding), varđ eins konar stefnuskrá ţeirra sem mćltu fyrir vísindalegri hugsun og vildu byggja ţekkingu sína á reynslu, tilraunum og rannsóknum. Ţessi bók var mjög í hávegum höfđ af forystumönnum upplýsingarstefnunnar á átjándu öld. Hún var líka höfuđrit breskrar raunhyggju – en ţeirri hefđ í heimspekilegri ţekkingarfrćđi var fram haldiđ af David Hume á átjándu öld og John Stuart Mill á ţeirri nítjándu.

Lćknisfrćđin kom Locke ekki ađeins kynni viđ helstu vísindamenn aldarinnar. Hún átti líka sinn ţátt í ţví ađ hann varđ nánasti samstarfsmađur Ashleys lávarđar sem var í senn forystumađur ţeirra sem mćltu gegn einveldistilburđum konungs og einn áhrifamesti talsmađur verslunarfrelsis á sinni tíđ.

Locke var 35 ára gamall ţegar leiđir ţeirra Ashleys lágu saman. Hann varđ heimilislćknir hjá lávarđinum og hjálpađi honum ađ komast yfir erfiđan sjúkdóm. Međ ţeim tókst vinátta sem entist međan báđir lifđu.

Tengslin viđ Ashley komu Locke í miđja hringiđu enskra stjórnmála. Hann átti međal annars hlut ađ ákvörđunum um hagstjórn og málefni nýlenda í Norđur Ameríku međan hann vann fyrir Ashley. Eftir byltinguna 1688 gegndi hann mikilvćgu hlutverki viđ stjórn efnahagsmála og verslunar í umbođi Vilhjálms konungs. Frćgasta framlag Lockes til stjórnmálanna er ţó bók hans Ritgerđ um ríkisvald (Second Treatise of Government) ţar sem hann ver réttinn til uppreisnar gegn konungi sem reynir ađ verđa einvaldur, fćrir ýmislegt úr enskri réttarhugsun í nútímalegan búning og setur fram heimspekileg rök fyrir frjálslyndri einstaklingshyggju.

Stjórnmálastefnan sem Locke mćlti fyrir varđ ekki ađeins sigursćl á Englandi heldur líka í Bandaríkjunum ţar sem stofnađ var sjálftćtt ríki undir lok 18. aldar međ stjórnarskrá sem var ađ miklu leyti byggđ á stjórnmálahugsuninni í Ritgerđ um ríkisvald. Fleiri ţjóđir fylgdu á eftir, til dćmis Norđurlöndin. Ţeir sem komu saman á Eiđsvelli áriđ 1814 og sammćltust um stjórnarskrá fyrir Noreg og ţeir sem skrifuđu dönsku Júnístjórnarskrána 1849 höfđu tileinkađ sér frjálslyndiđ sem Locke mćlti fyrir. Einveldiđ sem hafđi ţótt svo nýtískulegt og skynsamlegt varđ hins vegar ć meira úr takti viđ tímann, enda leiddi ţađ engan veginn til ţeirrar farsćldar sem ađ var stefnt.

Hér hafa veriđ nefndar tvćr kunnustu bćkurnar sem Locke skrifađi: Ritgerđ um mannlegan skilning og Ritgerđ um ríksivald. En hann ritađi margt fleira. Međal annars Bréf um trúfrelsi (Epistole de Tolerantia), Hugleiđingar um uppeldismál (Some Thoughts concerning Education), bók um Réttmćti Kristindómsins (The Reasonableness of Christianity) og fjölmargar ritgerđir um samfélagsmál og efnahagsmál. [3]

Ţótt Locke sé einkum ţekktur nú um stundir fyrir ţekkingarfrćđi sína og stjórnspeki höfđu skrif hans um uppeldi og menntun einnig veruleg áhrif og hafa kannski enn. Hann mćlti gegn ţeirri harđneskju sem einkenndi skóla og barnauppeldi, brýndi fyrir uppalendum ađ hćtta ađ berja börn til bókar og sagđi ţeim ađ leitast heldur viđ ađ gera námiđ ađ leik og skemmtun. Einnig var hann andsnúinn áherslunni á fornmál og hermennsku og lagđi til ađ hćtt yrđi ađ kenna drengjum skylmingar og forngríska málfrćđi.

Í mörgu ţví sem Locke sagđi um uppeldismál var hann furđulega langt á undan sinni samtíđ. Sem dćmi má nefna áherslu hans á mikilvćgi ţess ađ ungmenni nćrist á hollri fćđu, stundi útiveru og hreyfingu og sé haldiđ frá áfengi.

Međ nokkurri einföldun má segja ađ Locke hafi mótađ menntastefnu fyrir öldina sem á eftir kom og Hugleiđingar um uppeldismál hafi veriđ tillaga um skólagerđ fyrir samfélagiđ sem hann sá fyrir sér í ritum sínum um stjórnmál. Námsgreinarnar sem hann vildi kenna öllum börnum, stúlkum jafn og piltum voru: Lestur, móđurmál, skrift, reikningur, teikning, handavinna, latína, franska, saga, náttúrufrćđi, dans, leikfimi og garđyrkja. Ţessi tillaga hans virđist hafa átt hljómgrunn ţví fyrir utan garđyrkjuna og kannski dansinn varđ ţetta nokkurn veginn námskrá barna- og unglingaskóla í Norđurálfu frá ţví upplýsingarstefnan vann sína stćrstu sigra og allt fram undir okkar tíma.
*
Locke var orđinn nokkuđ fullorđinn ţegar rit hans voru fyrst gefin út. Í ađdraganda byltingarinnar 1688 var hann landflótta á Hollandi og rit hans um stjórnmál ađeins til í leynilegum handritum. Hann var enn lítt ţekktur ţegar hann sneri heim úr útlegđinni áriđ 1688, ţá kominn hátt á sextugsaldur. En á nćstu árum varđ frćgđ hans meiri en annarra heimspekinga og rithöfunda. Hann var gjarna nefndur í sömu andrá og Isaac Newton og má segja ađ ţeir tveir hafi öđrum fremur gert England ađ stórveldi í vísindum og heimspeki og ţađ um svipađ leyti og landiđ tók forystu í ţróun stjórnarhátta og alţjóđlegum viđskiptum.
*

Í ćvisögunni gerir Roger Woolhouse afar ljósa grein fyrir ţví hvernig hugsun Lockes mótađist af reynslu hans: Hann gekk í strangan unglingaskóla í Westminster (bls. 12–13) [4] ţar sem skólapiltar kynntust hörđum aga og síđar á ćvinni tók hann ţátt í ađ kenna börnum og unglingum (bls. 204–6). Hugsun hans um menntamál sótti ađ vísu í ýmis eldri skrif en hún var ađ miklu leyti byggđ á ţví sem hann hafđi sjálfur lifađ (bls. 237).

Hugmyndir Lockes um trúfrelsi og sambúđ ólíkra trúarbragđa mótuđust líka af reynslu hans sjálfs. Sem ungur mađur áleit hann ađ trúfrelsi vćri ekki raunhćfur kostur (bls. 40) enda byggđust löggjöf og valdstjórn ţessa tíma ađ miklu leyti á skipulegum trúarbrögđum. Ţáttaskil urđu ţegar hann heimsótti Rínarlönd veturinn 1665 – 6. Ţar kynntist hann samfélagi í Cleves (bls. 63) ţar sem ólíkir trúflokkar lifđu saman í friđi. Eftir ţađ fikrađi hann sig í átt ađ veraldarhyggju (bls. 84) sem gerđi ráđ fyrir ađ ríkisvaldiđ ćtti ađeins ađ sinna jarđneskum hagsmunum en hver mađur yrđi sjálfur ađ bera ábyrgđ á sáluhjálp sinni. Ađ lokum komst hann ađ ţeirri niđurstöđu ađ trúfrelsi tryggđi friđ betur en ţvinguđ einsleitni (bls. 168).

Í bók Woolhouse kemur líka vel fram hvernig raunhyggja Lockes mótađist af hagnýtri lćknisfrćđi (bls. 81 og 94) og ţátttöku í vísindalegum rannsóknum og hvernig hugsun hans um hagfrćđileg efni tengdist glímu viđ hagstjórnarvanda sem hann ţurfti ađ takast á viđ sem opinber embćttismađur (bls. 282). Ţessi vandi var í ţví fólginn ađ menn tálguđu rönd af peningum svo mynt sem átti ađ vega svo og svo mikiđ í silfri varđ léttari og ţeir sem skófu af skildingunum söfnuđu silfri sem mátti brćđa og selja. Lausnin sem Locke stakk upp á (bls. 357) var ađ láta vigtina gilda en ekki hvađ stćđi á peningunum, svo sá sem kćmi međ skafna mynt í kaupstađ fengi minna fyrir hana en fyrir sams konar mynt í fullri ţyngd. Ţessi lausn virđist svo sem ósköp einföld en rökrćđur um hana leiddu til ţess ađ Locke velti fyrir sér hlutverki peninga og ţví hvernig hagrćnir hvatar stýra hegđun fólks og varđ fyrir vikiđ einn af frumkvöđlum hagfrćđinnar.

Fleiri dćmi mćtti tína til en hér er ekki ćtlunin ađ endursegja bók Woolhouse heldur ađ mćla međ henni viđ alla ţá sem hafa áhuga á ađ kynnast John Locke.

*
Locke var upphafsmađur raunhyggjunnar, ţeirrar stefnu í ţekkingarfrćđi sem leggur áherslu á ađ hugsun manna mótist af reynslu og sönn ţekking á veruleikanum sé reynsluţekking. Frásögn Woolhouse lýsir ţví hve ţekkingarfrćđi Lockes var í góđu samrćmi viđ hans eigin frćđiiđkanir – hvernig hugmyndir hans og kenningar mótuđust af reynslu. Hún lýsir ţví líka hvernig mikilvćgir ţćttir í frjálslyndi hans og einstaklingshyggju voru upphaflega lćrdómar sem hann aflađi sér í glímu viđ hagnýt úrlausnarefni.[1] Longmans, Green and Co. New York og London, 1957.
[2] Um ţessa ensku réttarhefđ og mikilvćgi hennar fyrir ţróun lýđrćđis og frjálsmannlegra samfélagshátta er t.d. fjallađ í bók eftir Richard Pipes sem heitir Property and Freedom og kom út hjá Alfred A. Knopf í New York áriđ 1999.
[3] Helstu skrifum Lockes um stjórnmál hefur veriđ safnađ saman á ađgengilegan hátt í bókinni John Locke, Political Writings sem kom út hjá Penguin útgáfunni á Englandi áriđ 1993.
[4] Hér og eftirleiđis vísa blađsíđutöl í bók Woolhouse.