05.40.00
Ađferđir og vinnubrögđ

Haustmisseri 1997

Námskeiđsgögn:

Ađrar gagnlegar vísanir; skrár, leiđbeiningar, orđasöfn, vefsíđur, stofnanir:


Inntak og skipulag námskeiđsins:

Ađferđir og vinnubrögđ er fimm eininga skyldunámskeiđ í íslensku og hagnýtri fjölmiđlun. Kennarar eru Eiríkur Rögnvaldsson og Ásdís Egilsdóttir. Viđtalstími Eiríks er á fimmtudögum kl. 10.30-12 í stofu 411 í Árnagarđi, sími 525-4403, netfang eirikur@rhi.hi.is. Viđtalstími Ásdísar er á mánudögum kl. 9.30-10 á Neshaga 16, sími 525-4719, netfang asd@rhi.hi.is. Heimasíđa námskeiđsins á veraldarvefnum er http://www.rhi.hi.is/~eirikur/adfvinn.htm. Skođiđ hana reglulega!

Námskeiđinu er ćtlađ ađ kynna nemendum sem eru ađ hefja íslenskunám ýmsar hagnýtar ađferđir og vinnubrögđ í greininni. Ţví er svo lýst í kennsluskrá:

Fjallađ verđur um stafsetningu, greinarmerkjasetningu, tilvísanir, heimildaskrár o.ţ.h. Gefnar verđa leiđbeiningar um frásagnartćkni í ritgerđum af ýmsu tagi, m.a. útskýrđar mismunandi kröfur til málfrćđi- og bókmenntaritgerđa. Nemendur fá yfirlit yfir helstu heimildir um íslenskt mál á ýmsum tímum og kynnast handbókum og hjálpargögnum sem varđa málnotkun og málfrćđi. Hliđstćtt yfirlit verđur gefiđ um heimildir og handbćkur um íslenskar bókmenntir. Einnig verđa kynnt vinnubrögđ viđ yfirlestur handrita og prófarka og fjallađ lítillega um ţýđingar, einkum ţýđingar nytjatexta. Ţá verđur íslensk málstefna og málrćktarstarf kynnt.
Kunnátta nemenda í stafsetningu er könnuđ á námskeiđinu, og ţeim sem standa ţar illa ađ vígi bent á leiđir til úrbóta. Á lokaprófi er m.a. tekiđ tillit til stafsetningar.

Á stundaskrá eru skráđir sex tímar í námskeiđinu, en hver nemandi sćkir ađ jafnađi ađeins fjóra tíma á viku; tvo fyrirlestra á ţriđjudögum og tvo ćfingatíma, annađhvort á fimmtudögum eđa föstudögum. Í upphafi námskeiđsins verđur ákveđiđ hvađa nemendur sćkja ćfingatíma á fimmtudögum og hverjir á föstudögum, en ćtlunin er ađ hópurinn skiptist u.ţ.b. til helminga. Ţessir tímar verđa nýttir til ađ rćđa viđfangsefni vikunnar og vinna verkefni ţeim tengd, og einnig til ađ heimsćkja nokkrar stofnanir Háskólans. Til ađ fá einkunn fyrir námskeiđiđ ţurfa nemendur ađ koma í a.m.k. 10 ţessara tíma (af 13). (Nemendum í hagnýtri fjölmiđlun dugir ţó ađ koma í 7 tíma.)


Helstu markmiđ námskeiđsins:

 1. Nemendur frćđist um háskólanám og vísindaleg vinnubrögđ almennt og geri sér grein fyrir ţeim mun sem er á námi í framhaldsskóla og háskóla.
 2. Nemendur fái yfirlit yfir helstu heimildir um íslenskt mál og bókmenntir á ýmsum tímum og kynnist handbókum og hjálpargögnum á ţessum sviđum.
 3. Nemendur ţjálfist í ađ semja ritgerđir og átti sig á ţeim lögmálum sem gilda um byggingu ţeirra, málsniđ o.s.frv., svo og á mismunandi tegundum ritgerđa.
 4. Nemendur lćri ađ nýta sér heimildir, meta ţćr og vinna úr ţeim, og tileinki sér reglur um tilvísanir í heimildir, frágang heimildaskrár o.s.frv.
 5. Nemendur glöggvi sig á reglum um frágang ritađs máls og ţjálfist í ađ lesa yfir, endurskođa og lagfćra eigin texta og annarra.
 6. Nemendur kynnist helstu vandamálum sem upp koma viđ íslenskun ýmiss konar texta, einkum nytjatexta (frétta, sérfrćđilegra texta, leiđbeininga o.fl.).
 7. Nemendur átti sig á ađaleinkennum íslenskrar málstefnu, sögulegum bakgrunni hennar og forsendum, og ţeim vanda sem viđ henni blasir í nútíđ og framtíđ.


Kröfur til nemenda og námsmat:

Námsmat er fjórţćtt, og felst í eftirtöldum ţáttum:
 • Stafsetningarpróf. Prófiđ verđur haldiđ föstudaginn 7. nóvember (ath. ađ ţá koma allir nemendur í tíma). Ţađ gildir 10% af lokaeinkunn.
 • Heimaverkefni um handbókanotkun, heimildaleit, heimildatilvísanir o.ţ.h. Ţetta verkefni verđur lagt fyrir ţriđjudaginn 4. nóvember, og ţví ber ađ skila í síđasta lagi ţriđjudaginn 18. nóvember. Verkefniđ gildir 10% af lokaeinkunn.
 • Ritgerđ. Ritgerđarefni verđa tilkynnt ţriđjudaginn 30. september, en síđasti skiladagur er föstudagurinn 5. desember. Nemendum gefst kostur á ađ fá uppkast lesiđ yfir og athugasemdir gerđar viđ ţađ, en ţá ţarf ađ skila uppkasti í síđasta lagi ţriđjudaginn 4. nóvember. Ţví verđur skilađ aftur til nemenda eigi síđar en ţriđjudaginn 25. nóvember. Ritgerđin gildir 40% af lokaeinkunn.
 • Skriflegt próf. Prófiđ verđur haldiđ 9. desember kl. 9-12 — sjá próftöflu. Prófađ verđur í öllum ţáttum námskeiđsins, og búast má viđ ađ meginhluti prófspurninga verđi áţekkur ţeim verkefnum sem glímt hefur veriđ viđ á misserinu. Prófiđ gildir 40% af lokaeinkunn.
Ţeir skiladagar sem hér eru nefndir eru endanlegir; ekki verđur tekiđ viđ verkefnum eđa ritgerđum sem er skilađ of seint.

Athugiđ ađ nemendur verđa ađ ná einkunninni 5,0 í öllum ţáttum námsmats (stafsetningarprófi, heimaverkefni, ritgerđ og skriflegu prófi) til ađ ljúka námskeiđinu.

Athugiđ einnig ađ í heimaverkefni, ritgerđ og skriflegu prófi er tekiđ tillit til málfars, stafsetningar og greinarmerkjasetningar. Sé ţessum ţáttum ábótavant getur einkunn lćkkađ verulega, um allt ađ 3,0.


Skipting misserisins milli einstakra efnisţátta:

1.-2. vika: Almennt um háskólanám og vísindaleg vinnubrögđ.
3.-4. vika: Handbćkur og heimildir um íslenskt mál og bókmenntir.
5.-7. vika: Ritgerđasmíđ; tegundir ritgerđa, bygging, málsniđ o.fl.
8.-9. vika: Mat og notkun heimilda; heimildatilvísanir.
10. vika: Stafsetning og greinarmerkjasetning; handrita- og prófarkalestur.
11.-12. vika: Ţýđingar.
13.-14. vika: Íslensk málstefna í fortíđ, nútíđ og framtíđ.


Helstu rit sem vísađ er í:

Sjá einnig Ritaskrá um íslenska málrćkt í samantekt Svavars Sigmundssonar. Ţessi rit, annađ lesefni og rit og greinar sem vísađ verđur í eiga ađ vera í námsbókasafni og í möppu, merktri námskeiđinu, á ţriđju hćđ í Ţjóđarbókhlöđu. Nemendur eru vinsamlega beđnir ađ fara ekki međ greinarnar í möppunni úr bókhlöđunni.


Viđfangsefni í einstökum tímum:

Hér fer á eftir lauslegt yfirlit um einstök viđfangsefni námskeiđsins og lesefni tengt ţeim. Athugiđ ađ ţetta er ekki tćmandi upptalning lesefnis, og ýmsu kann ađ verđa bćtt viđ. Í hverri viku munu nánari upplýsingar um viđfangsefni og lesefni nćstu viku verđa settar inn á heimasíđu námskeiđsins. Ţar verđur einnig ađ finna ţau verkefni sem lögđ verđa fyrir, úrlausnir ţeirra, og ýmislegt fleira tengt námskeiđinu. — Ásdís Egilsdóttir sér um ţá tíma sem merktir eru ÁE, en Eiríkur Rögnvaldsson um ađra.

1. vika:
4. september: Kynning á námskeiđinu. ÁE: Háskólanám og vísindaleg vinnubrögđ.
5. september: Stöđupróf í stafsetningu.

2. vika:
9. september: ÁE: Háskólanám og vísindaleg vinnubrögđ.
Lesefni: Páll Skúlason: Pćlingar I:131-144 og 309-324.
11./12. sept.: Kynning á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

3. vika:
16. september: Helstu handbćkur, hjálpargögn og yfirlitsrit um íslenskt mál.
Lesefni: Handbók um ritun og frágang, 3. kafli. Yfirlitsrit, handbćkur og orđabćkur um íslenskt mál (á neti).
18./19. sept.: Verkefni í handbókanotkun. Heimsókn á Orđabók Háskólans.

4. vika:
23. september: ÁE: Helstu handbćkur, hjálpargögn og yfirlitsrit um íslenskar bókmenntir.
Lesefni: Heimildir um íslenskar bókmenntir og hjálpargögn viđ rannsóknir ţeirra (á neti).
25./26. sept.: ÁE: Verkefni í handbókanotkun. Heimsókn á Árnastofnun.

5. vika:
30. september: Ritgerđasmíđ: Tegundir ritsmíđa. Efnisgrind og bygging. Rökfćrsla.
Lesefni: Handbók um ritun og frágang, 1., 2. og 4. kafli. Baldur Sigurđsson: Eru stúdentar búnir undir ađ skrifa ritgerđ í háskóla? Skíma 39, 1996, bls. 16-26. Bygging og efnisskipan rannsóknarritgerđa (á neti).
2./3. okt.: Verkefni í gerđ efnisgrindar.

6. vika:
7. október: ÁE: Ritgerđasmíđ: Bókmenntaritgerđir.
Lesefni: Fram á ritvöllinn, 5. og 11. kafli. Ţórbergur Ţórđarson: Einum kennt — öđrum bent, bls. 199-243. Bókmenntaritgerđir (á neti).
9./10. okt.: ÁE: Verkefni í ritgerđasmíđ.

7. vika:
14. október: Ritgerđasmíđ: Viđtakandi og markmiđ. Málsniđ og málnotkun.
Lesefni: Handbók um ritun og frágang, 5. og 6. kafli. Mál og samfélag, 1., 2. og 3. kafli. Fram á ritvöllinn, 1.-4. og 7.-8. kafli. Íslenskt málfar, 4. kafli. Markhópur, málsniđ og framsetning (á neti).
16./17. okt.: Verkefni um málsniđ og málnotkun.

8. vika:
21. október: Heimildanotkun: Mat og međferđ.
Lesefni: Baráttan viđ heimildirnar, 3., 5. og 10. kafli. Efni, heimildir og úrvinnsla (á neti).
23./24. okt.: Verkefni í heimildamati og međferđ.

9. vika:
28. október: Heimildanotkun: Formlegir ţćttir. Tilvísanir og tilvitnanir. Frágangur.
Lesefni: Handbók um ritun og frágang, 8.-11. kafli. Fram á ritvöllinn, 10. kafli. Leiđbeiningar um frágang greina, úr Íslensku máli 12-13, bls. 213-232 (á neti). Heimildatilvísanir, tilvitnanir og heimildaskrá (á neti).
30./31. okt.: Verkefni í heimildatilvísunum.

10. vika:
4. nóvember: Stafsetning, greinarmerkjasetning, prófarkalestur.
Lesefni: Lykill ađ stafsetningu og greinarmerkjum. Handbók um ritun og frágang, 7. kafli og bls. 116. Auglýsing um íslenska stafsetningu (á neti). Auglýsing um greinarmerkjasetningu (á neti). Handrit og prófarkir — íslenskur stađall (á neti). Útlit, frágangur og yfirlestur (á neti).
6. nóvember: Verkefni í prófarkalestri.
7. nóvember: Stafsetningarpróf.

11. vika:
11. nóvember: Ţýđingar. Ađ orđa á íslensku.
Lesefni: Um ţýđingar, 1.-4. kafli. Orđ og tunga 2 (valdar greinar). Vinnureglur um ţýđingar, fyrri hluti (á neti). Athugunarefni viđ ţýđingu á íslensku — 1 (á neti).
13./14. nóv.: Verkefni í ađ ţýđa frétta- og frćđitexta á íslensku.

12. vika:
18. nóvember: Ţýđingar nytjatexta og bókmenntatexta.
Lesefni: Um ţýđingar, 5.-9. kafli. Tvímćli (valdar greinar). Vinnureglur um ţýđingar, seinni hluti (á neti). Athugunarefni viđ ţýđingu á íslensku — 2 (á neti).
20./21. nóv.: Verkefni í ađ ţýđa erlendan fréttatexta.

13. vika:
25. nóvember: Íslensk málstefna. Sögulegt yfirlit.
Lesefni: Mál og samfélag, 4.-7. kafli. Íslensk málhreinsun (valdir kaflar). Baldur Jónsson: Íslensk málstefna. Skíma 21, 1985, bls. 6-7. Baldur Jónsson: Íslensk málvöndun. Málfregnir 7, 1990, bls. 5-13. Jón Hilmar Jónsson: Íslensk málstefna: Lifandi afl eđa gömul dyggđ? Skíma 21, 1985, bls. 21-23. Íslensk málstefna 1-4 (á neti).
27./28. nóv.: Verkefni um íslenska málstefnu.

14. vika:
2. desember: Íslensk málstefna. Nútíđ og framtíđ.
Lesefni: Mál og samfélag, 8. kafli. Eiríkur Rögnvaldsson: Málstefnan í nútíđ og framtíđ. Skíma 21, 1985, bls. 7-10. Helgi Hálfdanarson: Í skímunni. Skynsamleg orđ og skćtingur. Greinar um íslenzkt mál, bls. 166-177. Ljóđhús, Reykjavík, 1985. Kristján Árnason: Eru Íslendingar ađ verđa tvítyngdir? Málfregnir 13, 1997, bls. 10-17. Íslensk málstefna 5-6 (á neti).