05.40.06 Setningafræði 

 2. kafli: Liðgerð

 1. Upprifjun á formgerð setninga

Hér er byrjað á að sýna nokkur dæmi um hvernig helstu setningarliðir geti verið; í flestum tilvikum eru hliðstæður til í íslensku [sbr. (3a-d); berið reglurnar og liðina sem þær lýsa saman við reglur í bók HÞ]. Þá eru kynnt nokkur hugtök sem skipta máli þegar gera þarf grein fyrir formgerð setninga:

[1] Yfirskipun (dominance):

Kvisturinn A er yfirskipaður kvistinum B ef og aðeins ef A er hærra í trénu en B, og ef hægt er að komast eftir greinum trésins frá A til B með því að fara aðeins niður á við.

Einnig er talað um beina yfirskipun (immediate dominance); kvisturinn A er beint yfirskipaður kvistinum B dæminu hér að ofan ef enginn kvistur er á milli þeirra. Þannig er S t.d. beint yfirskipað frumlagsnafnliðnum; S er líka yfirskipað andlagsnafnliðnum, en þar er ekki um beina yfirskipun að ræða, því að sagnliðurinn er þar á milli.

[2] Undanför (precedence):

Kvisturinn A er undanfari kvistsins B ef og aðeins ef A er vinstra megin við B og hvorugur þeirra er yfirskipaður hinum.

Þannig er frumlagsnafnliðurinn t.d. undanfari sagnliðarins í hríslunni (1b). S er hins vegar ekki undanfari sagnliðarins þótt S sé til vinstri við hann í hríslunni; það er af því að S er yfirskipað sagnliðnum.

[3] Stjórnun (government; skilgreining byggð á bróðerni (sisterhood)):

A stjórnar B ef

(i) A er stjórnandi (governor);

(ii) A og B eru bræður.

Aðeins hausar geta verið stjórnendur. Með bróðerni (sisterhood) er átt við það að tvær (eða fleiri) eindir séu beinir stofnhlutar í sama kvisti ("börn" hans). Þannig eru t.d. sögnin og andlagsnafnliðurinn "bræður", því að bæði eru beinir stofnhlutar í sagnliðnum.

Ef sögn bæði stjórnar (governs) tilteknum lið og úthlutar innra merkingarhlutverki til hans þá hlutverkastjórnar (theta-governs) hún liðnum. Sagnir hlutverkastjórna þannig andlögum sínum.

 

2. Formgerð setningarliða

2.1 Sagnliðurinn

Í 2.1.1 er gerður munur á flatri formgerð (flat structure), þar sem margir liðir eru á sama plani; og stigveldisformgerð (hierarchical structure), þar sem margar "hæðir" eru í formgerðinni, og tengsl liðanna misnáin. Færð eru rök að því að formgerð sagnliða í setningum eins og Jón las bréfin í eldhúsinu um morguninnJón [[[las bréfin] í eldhúsinu] um morguninn], þ.e. stigveldisformgerð; en ekki flata formgerðin Jón [[las] [bréfin] [í eldhúsinu] [um morguninn]]. Þetta sést á því að hægt er að skipta út misstórum hlutum sagnliðarins: Jón las bréfin í eldhúsinu um morguninn og sama gerði Sveinn um kvöldið, Jón las bréfin í eldhúsinu um morguninn og sama gerði Sveinn í borðstofunni um kvöldið.

  Bent er á að öll runan, þ.e. las bréfin í eldhúsinu um morguninn, er sagnliður; sögnin er hausinn í liðnum. Sagt er að liðurinn sé vörpun (projection) af sögninni, því að hún varpar eiginleikum sínum upp í hríslunni; í þessu tilviki fyrst upp á rununa las bréfin, sú runa myndar síðan lið með í eldhúsinu og sögnin varpar þá eiginleikum sínum upp á liðinn las bréfin í eldhúsinu; og sú runa myndar að lokum lið með um morguninn, og þá varpar sögnin eiginleikum sínum upp á las bréfin í eldhúsinu um morguninn. Lengra getur hún ekki varpað eiginleikum sínum, því að næst fyrir ofan er setningin, sem er ekki sagnliður. Við segjum því að sagnliðurinn sé meginvörpun (maximal projection) sagnarinnar.

Gert er ráð fyrir að skyldubundnir fylliliðir (complements) eins og andlög tengist sögninni fyrst (sbr. bréfin hér að framan). Síðan getur komið ótiltekinn fjöldi viðhengja (adjuncts), eins og í eldhúsinu og um morguninn; þetta eru liðir sem geta verið með, en þurfa þess ekki. Að lokum getur svo tengst sögninni ákvarðari (specifier).

Að lokum er nefnt að í 6. kafla verði fjallað aftur um innri gerð sagnliða og sett fram mikilvæg endurskoðun á þessari greiningu.

Í 2.1.2 eru settar fram liðgerðarreglur sagnliða:

[4] VP --> Ákvarðari; V'

V'' og VP eru tvær táknanir á sama hlut. XP táknar hvaða lið sem er. V'* táknar að hægt er að endurtaka þessa reglu eins oft og þörf krefur; mörg viðhengi geta verið í sama sagnlið. Semíkomman táknar svo að innbyrðis röð stofnhlutanna í hverjum lið er ekki föst; í sumum málum getur ákvarðari t.d. komið á eftir V', og fylliliður á undan V. Hugsanlegt er að segja að þarna sé um færibreytu að ræða; algild málfræði (UG) leyfir bæði VO og OV, og börn á máltökuskeiði þurfa að gefa færibreytunni gildi út frá málinu sem þau heyra í kringum sig.

En í stað þess að gera ráð fyrir að hér sé um sjálfstæða færibreytu að ræða má einnig hugsa þetta í víðara samhengi. Hugsanlegt er að ein færibreyta algildrar málfræði ákvarði í hvora áttina sagnir úthluta merkingarhlutverkum; í VO-málum sé það til hægri, en í OV-málum til vinstri. Samkvæmt því væri ástæðan fyrir því að OV-röð gengur ekki í íslensku ekki beinlínis sú að andlagið væri á undan sögninni. Ástæðan væri sú að vegna þess að sögnin úthlutar andlagshlutverkinu til hægri getur andlag sem er vinstra megin við hana ekki fengið neitt hlutverk, og þar með væri hlutverkareglan brotin.

Í 2.1.3 er spurt hvort hægt sé að yfirfæra þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um formgerð sagnliða yfir á aðra liði, þannig að hægt sé að gera grein fyrir formgerð allra tegunda setningarliða með sömu reglunum. Bent er á að það væri æskilegt frá almennu sjónarmiði.

 

2.2 Nafnliðir

Hér er bent á að hægt er að rökstyðja sams konar stigveldisformgerð í nafnliðum og í sagnliðum. Í lið eins og síðasta athugunin á málinu er síðasta ákvarðari og á málinu fylliliður. Því er hægt að setja liðgerðarreglur nafnliða fram á hliðstæðan hátt:

[5] NP --> Ákvarðari; N'

 

2.3 Lýsingarorðsliðir

Hér kemur fram að lýsingarorð geta einnig haft bæði fylliliði og ákvarðara; í setningu eins og Jón er mjög öfundsjúkur út í Pétur er mjög ákvarðari, og út í Pétur fylliliður.

 

2.4 Forsetningarliðir

Sama máli gegnir um forsetningarliði; í lið eins og rétt hjá mér er rétt ákvarðari og mér fylliliður.

 

2.5 X-bar kenningin

Hér er bent á að samkvæmt framansögðu má gera ráð fyrir að allir setningarliðir hafi í grundvallaratriðum hliðstæða formgerð; allir hafi fyllilið næst hausnum, og ákvarðara fjærst honum, en þar á milli geti komið ótiltekinn fjöldi viðhengja. Það má því setja fram almennar liðgerðarreglur fyrir alla setningarliði í öllum málum:

[6] XP --> Ákvarðari; X'

X er hausinn, og er oft nefndur núllvörpun (zero projection), táknað X0. XP (sem einnig er táknað X'') er meginvörpun (maximal projection). Sú kenning að allir setningarliðir hafi hliðstæða formgerð gengur undir nafninu X-bar kenningin (X-bar theory).

YP getur staðið fyrir hvaða lið sem er. Hins vegar er það svo að mismunandi hausar taka mismunandi fylliliði. Þar koma þá til önnur málfræðileg lögmál, sem við komum að síðar.

Gert er ráð fyrir að sú stigveldisformgerð setningarliða sem sýnd er í [6] sé algild. Á hinn bóginn getur röð liðanna verið mismunandi eftir málum; fylliliðurinn (YP) getur ýmist verið á undan eða eftir hausnum (X), og ákvarðarinn getur ýmist verið á undan eða eftir sambandi hauss og fylliliðar (X').

Hausinn tengist tveimur meginvörpunum; fylliliðnum og ákvarðaranum. Öll þessi vensl eru innan einnar meginvörpunar, liðarins í heild (XP). Þau eru því staðbundin (local).

 

3. Formgerð setninga

3.1 Inngangur; vandamálið

Hér er bent á að það er ekki augljóst hvernig setningar verði felldar inn í það almenna skema (X-bar kenninguna) sem hér hefur verið sett fram. Samkvæmt hinni hefðbundnu táknun að kalla setningar S, en aukasetningar S', þá verður ekki séð að setningar hafi haus, sem þær verða að hafa ef hægt á að vera að fella þær inn í skemað.

 

3.2 S sem vörpun af INFL

Í 3.2.1 er bent á að gera verður ráð fyrir að formdeildin tíð "eigi heima" í sérstökum bás innan setninga; hún sé eiginleiki setningarinnar í heild, en ekki sagnarinnar (þótt hún komi eingöngu fram á sögnum). [Sjá röksemdafærslu í bók HÞ fyrir því að gera ráð fyrir hjálparbás í setningum og færslu aðalsagnar inn í hann, ef hjálparsögn er ekki fyrir hendi.] Gert er ráð fyrir hjálparbás, I eða INFL (inflection) milli frumlags og sagnliðar.

Í 3.2.2 er bent á að sögnin (fyrsta sögnin, ef þær eru fleiri en ein) samræmist frumlagi sínu í persónu og tölu. Vegna þess að samræmi af þessu tagi kemur aðeins fram á einni sögn í hverri setningu, eins og tíðin, er talið eðlilegt að gera ráð fyrir að þessir beygingarþættir, sem eru nefndir [+SAMR] (=samræmi, AGR(eement)) "eigi heima" í INFL, eins og tíðin.

Í 3.2.3 er bent á að í nafnháttarsetningum hvorki beygist sögnin í tíð né samræmist frumlagi í persónu og tölu; gert er ráð fyrir að nafnháttarmerkið to í ensku svari til sagnbeygingarinnar. [Þess vegna er to sett undir INFL í ensku setningunum. Það er hins vegar umdeilanlegt hvort sama gildir um íslenska nafnháttarmerkið ; hugsanlegt er að það eigi frekar heima á sama stað og aukatengingin , og sé jafnvel sama eðlis; sjá síðar.]

 

Í 3.2.4 er gert ráð fyrir að I(NFL), hjálparliðurinn (eða þættirnir [+/-tíð], [+/-SAMR]) sé haus setningarinnar í heild; setningin (S) sé því meginvörpun af I, og hún er því framvegis táknuð sem IP (eða I''). Liðgerðarreglurnar verða því:

[7] IP --> Ákvarðari; I'

Sagnliðurinn er þá fylliliður I, og frumlagsnafnliðurinn ákvarðari hans. Athugið að I er annars konar haus en þeir sem við höfum séð fram að þessu; I er þáttasamsetning, en ekki orð (non-lexical head).

Í ýmsum stefnum í setningafræði eru málfræðileg vensl (grammatical functions) eins og frumlag og andlag frumhugtök (primitives); þ.e. grundvallarhugtök í kenningunni, sem öll lýsingin byggist á. Hér er aftur á móti gert ráð fyrir því að slík vensl séu skilgreinanleg út frá stöðu í formgerðinni. Frumlagið er þannig skilgreint sem ákvarðari í IP, [Spec, IP].

Greint er milli tvenns konar staðna í formgerð setninga: rökliðastaðna (A(rgument)-positions) og ekki rökliðastaðna (A'-positions, A-bar positions). Þær fyrrnefndu eru stöður sem hægt er að úthluta merkingarhlutverki til (þó svo að það sé ekki alltaf gert), t.d. frumlagsbásinn [Spec, IP] og andlagsbásinn [NP, V']. Aðrar stöður eru þá ekki rökliðastöður, t.d. ákvarðarabás CP og stöður viðhengja.

 

3.3 S' sem vörpun af C

Í 3.3.1 er bent á að eðlilegt er að líta á aukasetningar (S') sem vörpun af aukatengingunni (C(omplementizer). Það er augljóslega aukatengingin sem ákvarðar eðli aukasetningarinnar; á eftir tíðartengingu fáum við tíðarsetningu, á eftir spurnartengingu fáum við spurnarsetningu, o.s.frv. Setningin (IP) er þá fylliliður aukatengingarinnar (C). CP er hlutverkavörpun (functional projection) eins og IP.

Gert er ráð fyrir að í spurnarsetningum hafi C þáttinn [+hv] ([+WH]), en í fullyrðingarsetningum [-hv], og sagnir heimti (select) mismunandi gildi á þennan þátt í aukasetningum sem þær taka með sér.

Í 3.3.2 er gert ráð fyrir að í já/nei-spurningum eins og Mun Jón hætta við rannsóknina sé hjálparsögnin munu færð fram fyrir frumlagið úr I inn í aukatengingarbásinn (C); það sé færsla hauss í haus (head-to-head movement). Í setningum eins og Hvenær mun Jón hætta við rannsóknina? er munu færð úr I í C eins og áður; en auk þess er atviksliðurinn hvenær færður inn í ákvarðarabás CP (sjá hríslu á bls. 110). Með því móti að gera ráð fyrir þessum færslum fáum við út rétta orðaröð.

Í 3.3.3 eru settar fram liðgerðarreglur:

[8] CP --> Ákvarðari; C'

C er bás aukatengingarinnar (eða sagnar, við tilteknar aðstæður [sem við komum að síðar]). Í spurnarfærslu eru spurnarliðir færðir í ákvarðarabás CP.

 

3.4 Yfirlit

Hér er því slegið föstu að allar setningafræðilegar formgerðir byggist á X-bar kenningunni.

 

3.5 Smásetningar: vandamál

Bent er á að svonefndar smásetningar (small clauses) virðast ekki falla vel að X-bar kenningunni; í setningum eins og Ég tel [Svein ríkan] er óljóst hvers eðlis Svein ríkan er, því að þar er engin sögn, þótt ljóst sé að Svein er frumlag umsagnarinnar ríkan. Einn möguleiki er að segja að þetta samband sé meginvörpun af óhlutstæðum (abstract) hlutverkahaus. Svein er þá ákvarðari þessa hauss, en ríkan fylliliður hans (sbr. ((63b)).

 

 

4. Formgerðarvensl

4.1 Tegundir samræmis

Hér er bent á að oft er samræmi milli ákvarðara og hauss (specifier-head agreement) í þáttum eins og tölu, kyni og persónu. Hins vegar er þetta ekki alltaf; og einnig er til samræmi í áðurnefndum þáttum sem ekki verður fellt undir samræmi milli ákvarðara og hauss. Það er t.d. ekkert nauðsynlegt samræmi milli hauss og eignarfallseinkunnar; í liðnum bækur Jóns eru bækur kvk.ft., en Jóns kk.et.

 

4.2 Liðstýring og stjórnun

Í 4.2.1 er kynnt hugtakið liðstýring (c-command):

[9] A liðstýrir B ef fyrsti greinótti kvisturinn yfir A er líka yfirskipaður B.

Í 4.2.2 er stjórnun (government) skilgreind upp á nýtt út frá liðstýringu:

[10] A stjórnar B ef

(i) A er stjórnandi (governor);

(ii) A og B liðstýra (c-command) hvor öðrum.

Í 4.2.3 er kynnt hugtakið meginstýring (m-command):

[11] A meginstýrir B ef og aðeins ef A er ekki yfirskipaður B, og sérhver meginvörpun (maximal projection) sem er yfirskipuð A er líka yfirskipuð B.

Og þá kemur enn ein skilgreining á stjórnun:

[12] A stjórnar (governs) B ef og aðeins ef

5. Máltaka og tvígreining

Hér er bent á að í seinni hluta þessa kafla hefur enginn kvistur haft fleiri en tvær greinar; verið tvígreindur (binary branching). Bent er á að meginverkefni málfræðinnar er að útskýra þá staðreynd að börn tileinka sér málið bæði ótrúlega snemma og á ótrúlega skömmum tíma. Ef þau "vita" í einhverjum skilningi að enginn kvistur hafi fleiri en tvær greinar þá gerir það máltökuna auðveldari, því að þá þurfa þau að velja milli færri hugsanlegra formgerða en ef ekkert hámark væri á fjölda greina.

 

6. Þáttagreining orðflokka

Hér er bent á að áður fyrr var litið á hljóð sem ósundurgreinanlegar eindir, en nú er þeim skipt upp í aðgreinandi þætti. Á sama hátt má fara með orðflokkana; þeir eru misjafnlega skyldir, eiga mismunandi hluti sameiginlega, og fyrir því má gera betri grein með því að skipta þeim upp í þætti. Venja er að nota tvo tvígilda þætti; [+/-N] og [+/-V]. [Þessir þættir eru auðvitað kenndir við nafnorð (N(ouns)) og sagnir (V(erbs)). Það verður þó að leggja áherslu á að N er ekki sama og nafnorð, og V er ekki sama og sögn, heldur vísa þessir þættir til ákveðinna eiginleika sem eru dæmigerðir fyrir þessa orðflokka; +N táknar "nafnorðslega eiginleika" og +V "sagnlega eiginleika". Meginorðflokkar eru þáttamerktir á þennan hátt:

[13] nafnorð: [+N, -V]

Hinir dæmigerðu fallvaldar, sagnir og forsetningar, eiga þá sameiginlegan þáttinn [-N]; nafnorð og lýsingarorð, sem hafa svipaðar formdeildir (kyn, tölu, fall) eru [+N]; lýsingarorð og sagnir, sem eru [+V], eiga sitthvað sameiginlegt (sbr. tengsl lh.þt. og lo.; o.s.frv. Hins vegar greinir menn á um þáttamerkingu I og C. [Stundum er talið að C, þ.e. aukatengingarbásinn, hafi mismunandi þáttamerkingu eftir því hvers eðlis aukatengingin er; þannig hafi tenging eins og [+N], því að hún tenging fallsetningar, sem hafa svipaða stöðu og nafnliðir; tíðartenging eins og þegar hafi hins vegar sömu þætti og forsetningar, því að tíðarsetningar hafi svipaða stöðu og forsetningarliðir.]