05.40.18
Tölvur, tölur og texti
Vormisseri 1998

Námskeiðið:

 

Krækjur:

 

Kennari:

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor; herbergi 411 í Árnagarði; sími 525-4403; netfang eirikur@rhi.hi.is

 

Tími og staður:

Þriðjudaga kl. 8:15-10 í stofu Á311 og fimmtudaga kl 8:15-10 í stofu O101.

 

Markmið og leiðir:

Markmið námskeiðsins er að benda nemendum á hvernig nýta má tölvutæka texta til ýmiss konar málfræðilegra og bókmenntalegra rannsókna. Í því skyni verða skoðuð söfn bæði fornmáls- og nútímamálstexta og fjallað um kosti þeirra og takmarkanir. Farið verður í gerð orðstöðulykla og orðtíðniskráa af ýmsu tagi. Reynt verður að meta hvað hægt sé að lesa út úr textasöfnum, orðstöðulyklum og orðtíðniskrám. Skoðuð verða ýmis forrit til textarannsókna og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra, auk þess sem nokkur grundvallaratriði í tölfræði verða tekin fyrir.

Heimasíða námskeiðsins er http://www.hi.is/~eirikur/ttt.html. Inn á hana verður m.a. bætt krækjum í ýmsa staði á vefnum sem tengjast efni námskeiðsins. Áhersla verður lögð á að nemendur nýti sér Internetið og veraldarvefinn í leit að textum og forritum til textagreiningar.

 

Námsmat:

Gert er ráð fyrir að nemendur fái stutt verkefni til úrlausnar í hverri viku. Þessi verkefni geta t.d. falist í því að skoða einhverja staði á vefnum og gera grein fyrir upplýsingum þaðan; útbúa tíðniskrár eða orðstöðulykla um tiltekin textabrot; túlka upplýsingar í tíðniskrám eða orðstöðulyklum; o.fl. Verkefnin gilda 50% af lokaeinkunn. Þar að auki velja nemendur sér einn eða fleiri texta til að vinna með, og vinna upp úr honum eða þeim ýmiss konar upplýsingar. Þar má nefna setningafræðilega og merkingarlega lýsingu, en einnig er hægt að bera saman tvo texta til að leita að höfundareinkennum o.s.frv. Upp úr þessari athugun vinna nemendur svo ritgerð sem gildir 50% af lokaeinkunn.

 

Kennslubækur:

Tvær bækur voru pantaðar fyrir námskeiðið, og verða lesnar nokkurn veginn í heild: Annað lesefni verður greinar og bókarkaflar sem sett verður í möppur á námsbókasafni í Þjóðarbókhlöðu og stofu 310 í Árnagarði.