Uppgufun er það kallað þegar vatn breytist úr vökva í gufu.

Svona gerum við (aðferð)

  Byrjum á að sækja okkur það sem við þurfum. Náum í:

  • matarsalt
  • svart karton
  • pensil
  • teskeið
  • bakaraofn



  Hefjumst nú handa við tilraunina:

 1. Setjið 3 teskeiðar af salti út í 50 ml af vatni
 2. Hitið ofninn í 65 ºC
 3. Dýfið pensli í vatnið og skrifið (eða teiknið) á svarta pappírinn með penslinum. Mikilvægt er að hræra vel upp í saltvatninu með penslinum fyrir hverja pensilstroku. Það eykur líkur á því að textinn (eða teikningin) verði skýr.
 4. Slökkvið á ofninum og setjið pappírinn á grind inn í hann.
 5. Skiljið pappírinn eftir inni í ofninum í u.þ.b. 5 mínútur, eða þar til hann er orðinn þurr.

  Nú ætti að sjást skýr texti (eða teikning) á pappírnum.


  Hér fyrir neðan má sjá stutta lýsingu á því hvernig vatnssameindir haga sér og hvernig uppgufun vatns á sér stað:

Efni og áhöld

 • matarsalt
 • svart karton
 • pensill
 • teskeið
 • bakaraofn

Pælingar

Hvað gerðist?

Vatnssameindirnar eru á sífelldri hreyfingu, í mismunandi áttir, sumar þeirra fara uppúr vökvanum og eru þá orðnar að gufu. Með því að hita pappírinn gerist þetta ferli hraðar því sameindirnar hreyfast hraðar við hærri hita.
Saltið er á föstu formi og þegar vatnið gufar upp verður saltið eftir á pappírnum.
Þettta leiðir hugann að mismunandi ham efnis, en efni eru ýmist í formi vökva, fasts efnis eða gass. Sum efni geta tekið á sig öll þessi form og vatn er eitt þeirra.

Fleira sniðugt

Matarsalt er unnið úr sjó með því að láta vatnið gufa upp, þá situr saltið eftir og því má safna saman og nota í matargerð. Í fyrirtækinu Saltverk er jarðhiti notaður til að hita upp sjó svo vatnið gufi hraðar upp. Hér má lesa meira um þetta ferli á vefsíðu fyrirtækisins.
og Hér má lesa meira um fyrirbærið saltlausn eins og við notuðum í þessari tilraun.