Svona gerum við (aðferð)

  Byrjum á að sækja okkur það sem við þurfum. Náum í:

  • Glas úr glæru gleri
  • Hvítt blað (eða einhver annar pappír)
  • Fötu (sem er stærri en glasið)  Hefjumst nú handa við tilraunina:

 1. Rúmlega hálffyllið fötuna af vatni
 2. Kuðlið blaðið saman í kúlu og setjið það á botninn í glasinu
 3. Snúið glasinu á hvolf. Athugið að ef pappírinn tollir ekki á botninum á glasinu má festa hann þar með límbandi.
 4. Snúið glasinu beint niður og setjið það lóðrétt á kaf í vatnið (beint niður, ekki halla glasinu, þetta er mikilvægt).
 5. Lyftið glasinu aftur upp úr fötunni en alls ekki halla því. Dragið það beint upp.
 6. Skoðið pappírinn í glasinu. Er hann blautur eða þurr?
  Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari tilraun:

Efni og áhöld

 • Glas
 • Hvítt blað (eða einhver annar pappír)
 • Fata

Pælingar

Hvað var í glasinu fyrir utan pappírinn?
Hvað gerist ef glasinu er hallað eftir að það er komið ofan í vatnið?

Tilraunin sýnir að loftið í glasinu heldur pappírnum þurrum.
Ef við höllum glasinu sleppur loftið út (loftbóla stígur upp úr vatninu) og vatn kemst í glasið í staðinn. Þá blotnar pappírinn. Ef glasinu er ekki hallað kemst loftið ekki út og þá er ekki pláss fyrir vatn í glasinu. Því loft tekur pláss!

Fleira sniðugt

 • Hér er umfjöllun um lofthjúp jarðar á vísindavefnum