Tökum sem dæmi tvo jafnstóra kassa, annan úr járni og hinn úr tré. Þótt þeir séu jafnstórir er annar líklega þyngri en hinn og það sem meira er sá þyngri er líka þéttari. Með orðinu þéttari meinum við að það sé minna loft í efninu og minna pláss á milli atómanna í efninu. Járnatómin eru þéttpökkuð saman í járnkassanum og hann er talsvert þéttari en viðarkassinn. Í viðarkassanum er meira pláss á milli atómanna og sameindanna og hann er ekki eins þéttur.

Hugtakið massi er mælikvarði á þéttni efnis því þéttni er massi efnis í ákveðnu rúmmáli. Þéttni má líka kalla eðlisþéttni eða eðlismassa og hefur eininguna kg/m3.

Tökum fleiri dæmi.

Sumir steinar sökkva en aðrir fljóta. Þeir sem fljóta eru þeir sem hafa minni þéttni, til dæmis vikur sem hefur mörg loftfyllt hólf, en þeir sem sökkva eru þéttir og án loftfylltra hólfa.
Til þess að hlutir sökkvi þurfa þeir að hafa lægri eðlismassa (eðlisþéttni) heldur en vökvinn sem þeir eru í.
Hér er vefsíða sem er eins konar leikur og hægt er að sjá hvernig þyngd, rúmmál og efnisgerð kubba hefur áhrif á hvort kubbarnir fljóta eða sökkva í vatni.

Svona gerum við (aðferð)

  Byrjum á að sækja okkur það sem við þurfum. Náum í:

  • Matarolíu
  • vatn
  • hunang
  • sýróp
  • glært ílát sem tekur a.m.k. hálfan lítra
  • desilítramál  Hefjumst nú handa við tilraunina:

  Mælið nú 1 dl af hverjum vökva út í glasið í þessari röð, en hellið varlega:

 1. hunang
 2. sýróp
 3. vatn
 4. matarolía


  Ef allt fer samkvæmt áætlun ættu vökvarnir að setjast í skýrt aðskilin lög í ílátinu.
  Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari tilraun:

Efni og áhöld

 • Matarolía
 • vatn
 • hunang
 • sýróp
 • glært ílát sem tekur a.m.k. hálfan lítra
 • desilítramál

Pælingar

Hvers vegna er auðveldara að halda sér á floti í Dauðahafinu en í sundlaug?
Dauðahafið er mjög salt og er með hærri eðlismassa en ferskt vatn. Til þess að hlutir sökkvi í vökva þurfa þeir að hafa hærri eðlismassa en vökvinn. Eftir því sem vökvinn hefur hærri eðlismassa er líklegra og auðveldara að fljóta í honum.
Til umhugsunar: Hvað myndi gerast ef ís hefði hærri eðlismassa en vatn (en raunin er sú að ís hefur lægri eðlismassa en ófrosið vatn). Hvernig liti tjörnin í Reykjavík til dæmis út í vetrarhörkum?
Já, ísinn sykki niður á botn en vatnið flyti ofan á.

Fleira sniðugt

 • Hér er vefsíða með sem lýsir annarri útgáfu af þessari tilraun. Endilega skoðið og kíkið á myndirnar.
 • Hér er umfjöllun á vísindavefnum eðlismassa.