Til að fræðast betur um þyngdarkraftinn má kíkja á Vefsíðu Vísinda Villa
Svona gerum við (aðferð)
- 1 litla glerkrukku (t.d. undan barnamat)
- 1 drykkjarrör
- rauðan eða bláan matarlit
- lítinn bút af leir (eða kennaratyggjói)
- Setjið leirinn á botninn á krukkunni
- Hálffyllið krukkuna af vatni.
- Bætið 3-4 dropum af matarlit út í vatnið og hrærið í.
- Setjið rörið ofan í vatnið og
- þrýstið endanum á rörinu ofan í leirinn, þannig að rörið standi lóðrétt upp úr krukkunni.
- Nú þarf að nota snögga hreyfingu og snú krukkunni hratt á hvolf. Gerið þetta yfir vaski.
- Snúið krukkunni aftur til baka og látið hana standa á borði.
- Skoðið krukkuna og athugið hvort eitthvað vatn hefur orðið eftir í rörinu
Litað vatn ætti að hafa orðið eftir í rörinu. Vatnssúlan í rörinu ætti að vera jafnhá og vatnshæðin var í krukkunni áður en henni var hvolft og vatninu var hellt úr.
Hér er myndband sem sýnir hvað krafturinn milli vatnssameindanna (yfirborðsspennan) er sterkur. Takið eftir því að vatnið rís hátt upp úr glasinu áður en það byrjar að flæða upp úr.
Byrjum á að sækja okkur það sem við þurfum. Náum í:
Hefjumst nú handa við tilraunina:
Efni og áhöld
- matarsalt
- svart karton
- pensill
- teskeið
- bakaraofn
Pælingar
Hvað gerðist?
Tvennt gerir það að verkum að vatnið rann ekki úr rörinu: Í fyrsta lagi toga vatnssameindirnar í hvor aðra svo þær loða saman. Með öðrum orðum; það er aðdráttarkraftur á milli þeirra. Á yfirborði vatns myndast yfirborðsspenna af þessum sökum, en hún gerir til dæmis skordýrum kleift að ganga á vatni. Í öðru lagi er loft inni í rörinu sem ýtir á móti vatnssúlunni. Þessir kraftar yfirvinna aðdráttarkraft jarðar, og vatnið rennur ekki út.
Tvennt gerir það að verkum að vatnið rann ekki úr rörinu: Í fyrsta lagi toga vatnssameindirnar í hvor aðra svo þær loða saman. Með öðrum orðum; það er aðdráttarkraftur á milli þeirra. Á yfirborði vatns myndast yfirborðsspenna af þessum sökum, en hún gerir til dæmis skordýrum kleift að ganga á vatni. Í öðru lagi er loft inni í rörinu sem ýtir á móti vatnssúlunni. Þessir kraftar yfirvinna aðdráttarkraft jarðar, og vatnið rennur ekki út.
Fleira sniðugt
Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir hvernig yfirborðspennan getur haldið hlutum á floti, alveg þangað til sápa er sett út í vatnið sem hrindir vatnssameindununm í sundur svo yfirborðsspennan rofnar. Mæli með þessu!