Tveir M.paed nemendur við HÍ hafa unnið að verkefnum tengdum GeoGebru. Hlín Ágústsdóttir vann verkefnið Uppgötvunarnám með GeoGebra og bjó til vef með verkefnum . Kristján Einarsson vann verkefnið Stærðfræðikennsla með GeoGebru: Aðferðir, aðstaða og aðgengi og bjó einnig til vefinn Hringfara
Vorið 2010 var námskeiðið ...
Vorið 2009 var námskeiðið STÆ611M Kennsluefni í skólum kennt við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið og unnu nokkrir nemendur GeoGebra námsefni í því námskeiði.Í skýrslum þeirra er að finna lýsingar á verkefnum, vinnuseðla og í sumum tilfellum umfjöllun um gengi nemenda sem námsefnið hefur verið prófað á.
Ólafur Týr Guðjónsson vann verkefni sem tengjast eftirfarandi áföngum í framhaldsskóla: stæ102, stæ103, stæ122 og stæ303. GeoGebruskrár með verkefnum eru: verkefni 1 , verkefni 2, verkefni3, verkefni4, verkefni5 og sinusreglan. Hér er skýrslan sem Word-skjal og sem pdf-skjal.
Hlín Ágústsdóttir vann verkefni sem tengjast eftirfarandi áföngum í framhaldsskóla: Stæ203, Stæ263, Stæ303 og Stæ503. GeoGebruskrár með verkefnum eru: lálína, lóðlína, Lína1, Lína2, Lína3, Fleyg1, Fleyg2, Fleyg3, Fleyg4. Hér er skýrslan á pdf-formi.
Signý Gísladóttir og Sveinn Ingimarsson unnu verkefni sem tengjast stærðfræði á unglingastigi í grunnskóla.Skrár með verkefnum eru: verkefni 1, verkefni 2, verkefni 3, verkefni 4, verkefni 5, verkefni 6, verkefni 7, verkefni 8, verkefni 9, verkefni 10, verkefni 11, verkefni 12. GeoGebruskrár fyrir verkefni 9 og 10 eru Pythagoras og Fleygbogar. Hér er skýrslan á pdf-formi.
Pétur Ólafur Aðalgeirsson vann verkefni sem tengjast rúmfræði svo sem ferilhornum og inn- og umrituðum hringjum. Einnig vann hann verkefni um tvinntölur, margfeldi og rætur þeirra.GeoGebruskrár með verkefnum eru: Ferilhorn1, Ferilhorn2, Skurðhorn, Innritaður þríhyrningur, Rætur tvinntalna, Veldi tvinntalna. Hér er skýrslan á pdf-formi.
Vefur Guðfinnu er vefur fyrir kennara sem vilja kynna sér GeoGebra og nýta sér það til kennslu. Unnið sem lokaverkefni af Guðfinnu Guðjónsdóttur sumarið 2009 við Menntavísindasvið HÍ.
Berglind Svava Arngrímsdóttir vann árið 2009 lokaverkefnið GeoGebra : hugbúnaðurinn og notagildi hans í kennslu í rúmfræði við Menntavísindasvið HÍ.
Vefsíðu gerði Freyja Hreinsdóttir, freyjah@hi.is