GeoGebra á Íslandi

- Síða í stöðugri vinnslu, fyrst birt í nóvember 2009










Á nýrri síðu skrif.hi.is er að finna ýmsar fréttir og færslur.

GeoGebra er frjáls (open-source) hugbúnaður sem nota má við stærðfræðinám og kennslu. Þetta forrit hentar á öllum skólastigum við iðkun algebru, rúmfræði, tölfræði og stærðfræðigreiningar. Forritið hefur verið þýtt á 45 tungumál og má nálgast ókeypis á http://www.geogebra.org . Það keyrir á Windows, Machintosh og Linux. Höfundur forrits er Markus Hohenwarter.

Á þessum vef er að finna efni á íslensku sem tengist notkun GeoGebra. Efnið hefur orðið til í ýmsum námskeiðum, einkum á Menntavísindasviði HÍ og á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Öllum er heimilt að nýta sér efnið til náms og kennslu en engum er heimilt að eigna sér það.

Höfundur síðu þýddi forritið á íslensku og þeir sem rekast á villur í þýðingu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband.

Vefsíðu gerði Freyja Hreinsdóttir, freyjah@hi.is