GeoGebrudagur á Menntavísindasviði 9. mars 2012. Glærur og Þjöppuð mappa með glærum og skrám
Ráðstefna í Eistlandi 14/9 - 16/9 2012 á vegum Nordic GeoGebra Network
Á Facebook hefur verið stofnaður hópurinn "Áhugafólk um GeoGebru á Íslandi"
GeoGebrudagur á Menntavísindasviði 17. ágúst. Smellið á tengil fyrir dagskrá dagskrá
Ný útgáfa af GeoGebra, 4.0 er væntanleg í haust. Hægt að hala niður beta-útgáfu hér
Ráðstefna í Litháen 30/9 - 2/10 2011 á vegum Nordic GeoGebra Network
Á nýrri síðu skrif.hi.is er að finna ýmsar fréttir og færslur.
GeoGebra er frjáls (open-source) hugbúnaður sem nota má við stærðfræðinám og kennslu. Þetta forrit hentar á öllum skólastigum við iðkun algebru, rúmfræði, tölfræði og stærðfræðigreiningar. Forritið hefur verið þýtt á 45 tungumál og má nálgast ókeypis á http://www.geogebra.org . Það keyrir á Windows, Machintosh og Linux. Höfundur forrits er Markus Hohenwarter.
Á þessum vef er að finna efni á íslensku sem tengist notkun GeoGebra. Efnið hefur orðið til í ýmsum námskeiðum, einkum á Menntavísindasviði HÍ og á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Öllum er heimilt að nýta sér efnið til náms og kennslu en engum er heimilt að eigna sér það.
Höfundur síðu þýddi forritið á íslensku og þeir sem rekast á villur í þýðingu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband.
Vefsíðu gerði Freyja Hreinsdóttir, freyjah@hi.is