Sagnavefur

ganga (gengur; gekk, gengu, gengið)

Þýðing og orðasambönd:

 

walk, go

 

gengur vel /illa. ópersónuleg:

Mér gengur vel í skólanum.

 

ganga á bak orða sinna: svíkja:

Það er ekki gott fyrir forseta ganga á bak orða sinna opinberlega.

 

ganga á e-n: þráspyrja:

Fréttamennirnir gengu á forsetann um væntanlegt brúðkaup.

 

ganga að e-u:

Það er ekki hægt að ganga að kröfum hryðjuverkamannanna.

 

ganga á eftir e-m:

Ég held hann taki þetta að sér en þú getur þurft að ganga á eftir honum.

 

ganga frá e-u:

Það tekur tíma að ganga frá öllu eftir skemmtunina.

 

ganga fyrir:

Þú verður að bíða, börnin ganga fyrir.

 

ganga í gegnum e-ð:

Hann gekk í gegnum mikla erfiðleika.

 

ganga um:

Kona hans gengur mjög snyrtilega um íbúðina.

---

 

athugasemdir:

 

ganga er ópersónuleg í merkingunni velgengni/slæmt gengi og tekur með sér frumlag í þágufalli: Mér gengur vel í ensku.

 

 

 

dæmi:

 

nt.et.

Honum gengur ágætlega í skólanum.

Svona kæruleysi gengur ekki, strákar mínir!

nt.ft.

Rútur ganga milli borgana tvisvar í viku.

þt.et.

Fyrst vildi hann ekkert segja en þegar ég gekk á hann sagði hann mér alla söguna.

þt.ft.

 Við gengum á Esjuna.

vh.I

Hann segir að þú gangir á fjall.

Hann spyr hvort við göngum oft á fjöll.

vh.II

Hann var hræddur um að ég gengi á bak orða minna

Félagi okkar óskaði þess að við gengjum að skilmálunum.

bh.ft.

Gakktu í bæinn!

lh.nt.

Það er ekki gangandi á götunum vegna bleytu.

Ég sá hann gangandi.

Gangandi maður tók upp rusl.

lh.þt.

Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika að undanförnu.

Ég get ekki gengið að eiga hana (giftast henni)

Góður er hver genginn (þ.e. þegar hann er dáinn)

fleiri dæmi:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

---

 

  

---

 

 

GANGA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   geng

ég   gekk

ég   gangi

ég   gengi

bh.et.

 gakktu

þú   gengur

þú   gekkst

þú   gangir

þú   gengir

 

 

hún gengur

hún gekk

hún gangi

hún gengi

 

 

við  göngum

við  gengum

við  göngum

við  gengjum

 

 

þið  gangið

þið  genguð

þið  gangið

þið  gengjuð

lh.nt.

 gangandi

þeir ganga

þeir gengu

þeir gangi

þeir gengju

lh.þt.

 gengið

   

---

 

gengið

et.

kk.

kvk.

hvk.

ft.

kk.

kvk.

hvk.

nf.

genginn

 gengin

 gengið

nf.

 gengnir

 gengnar

gengin 

þf.

 

 

 

þf.

 

 

 

þgf.

 

 

 

þgf.

 

 

 

ef.

 

 

 

ef.

 

 

 

 

---

 

gangast (gengst; gekkst, gengust, gengist)

allar beygingarmyndir

Þýðing og orðasambönd:

 

gangast fyrir: hafa frumkvæði að e-u.Hann gekkst fyrir landsöfnun fyrir fátæk börn.

gangast inn á e-ð: samþykkja e-ð. Hann gekkst inn á  að taka að sér verkið fyrir ákveðna upphæð.

gangast undir e-ð: fara í t.d. skurðaðgerð.  Hún gekkst undir rannsókn.

gangast við e-u/em: viðurkenna, játa. Eftir tvo daga gekkst hann við glæpnum.

 

---

athugasemdir:

 

 

 

dæmi:

 

nt.et.

 Hún gengst undir aðgerð á Landspítalanum á morgun.

nt.ft.

 Þeir gangast fyrir söfnun til styrktar bágstöddum.

þt.et.

Hún gekkst fyrir því að keypt var orgel.

Hann gekkst inn á það að taka verk að sér fyrir fasta upphæð. (samþykkt)

Hún gekkst undir rannsókn.

Eftir tvo daga gekkst hann við glæpum.

þt.ft.

 Þeir gengust við þjófnaðinum.

vh.I

 Lögreglan telur að þjófarnir gangist við glæpnum fljótlega.

vh.II

 Hún hélt að þeir gengjust fyrir söfnuninni.

lh.þt.

Rauði krossinn hefur oft gengist fyrir fjársöfnun.

fleiri dæmi:

 

 

 

gangast

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   gengst

ég   gekkst

ég   gangist

ég   gengist

 

 

þú   gengst

þú   gekkst

þú   gangist

þú   gengist

 

 

hún gengst

hún gekkst

hún gangist

hún gengist

 

 

við  göngumst

við  gengumst

við  göngumst

við  gengjumst

 

 

þið  gangist

þið  gengust

þið  gangist

þið  gengjust

 

 

þeir gangast

þeir gengust

þeir gangist

þeir gengjust

lh.þt.

gengist

 

---