Sagnavefur

 

 

halda (heldur; hélt, héldu, haldið) +þf./þgf.

                                                                                       allar beygingarmyndir

Þýðing og orðasambönd:

 think, hold

 

halda á e-u/e-m: Vera með e-ð í hendinni:

Ég held á pokanum alla leiðina.

halda e-u áfram: hætta ekki:

Við skulum halda áfram að lesa.

halda e-u fram: segja skoðun:

Ég held ákveðið fram mínum skoðunum.

halda sig frá e-m/e-u: forðast e-ð, skipta sér ekki af e-u:

Ég held mig frá þessu máli það er svo flókið.

halda fyrir e-ð: halda fyrir opið á e-u með hendinni:

Ég held fyrir munninn þegar ég hósta.

halda með e-m: styðja:

Hann hélt alla tíð með Val í fótbolta.

halda upp á: uppáhald:

Ég held mest upp á rómantísku skáldin:

fagna/halda hátíðlegt: Ég held upp á afmælið mitt á morgun.

halda e-m/sér uppi: framfærsla:

Þessar aukatekjur hafa alveg haldið þeim uppi.

halda við e-u/e-n: stuðningur:

Haltu við hjólið svo það detti ekki:

framhjáhald: Hann heldur við vinkonu konunnar sinnar.

halda til: vera/dveljast:

Við héldum til á hóteli á meðan við vorum í borginni.

halda sér til: punta sig/vera vel snyrtur:

Hún heldur sér til fyrir kærastann sinn.

halda e-u uppi: er undirstaða:

Stoðirnar halda húsinu uppi.

halda e-ð út: þola:

Ég held ekki út að sjá hvernig þau rífast.

halda e-u úti: reka:

Ég held úti bát.

halda í sér: bíða með að pissa.

Litli strákurinn hélt í sér þangað til hann kom heim.

---

athugasemdir:

 

 

 

 

dæmi:

 

nt.et.

Ég held að þú sért svangur.

nt.ft.

Við höldum áfram að lesa söguna á morgun.

þt.et.

Ég hélt að þú hefðir rétt fyrir þér.

þt.ft.

Við héldum að hann væri að fara til útlanda.

vh.I

Ætli hann haldi upp á afmælið í dag?

Hann segir að við höldum saman hópnum.

vh.II

Ég spurði hvort hann héldi orð sín.

Við héldum að hann væri að fara til útlanda.

bh.et.

Haltu fast í handriðið, tröppurnar eru blautar.

lh.nt.

Þau eru alltaf haldandi utanum hvort annað.

lh.þt.

Ég hef oft haldið upp á afmæli.

 

fleiri dæmi:

 

Hann getur haldið á þessum poka fyrir þig.

Fundurinn er haldinn í Háskólabíó.

Ég held þessum upplýsingum leyndum fyrir honum.

Læknir reynir að halda henni lifandi.

Hún heldur sér merkilega vel þrátt fyrir háan aldur. ( hún lítur vel út)

Ég held þessari skoðun honum. (fá hann á sömu skoðun og ég)

Við reynum að halda honum vinnu. (reynum að láta hann vinna)

Hún heldur illa á peningunum sínum. (hún fer illa með peninga)

Ég held eftir hálfum lítra af mjólk. (sleppa ekki)

 

 

 

 

 

  

---

 

haldast (helst; hélst, héldust, haldist)

allar beygingarmyndir

Þýðing og orðasambönd:

 hold

 

haldast í hendur: leiðast

haldast vel/illa á e-u: verður mikið/lítið úr e-u (óp.)

 

 

---

athugasemdir:

 

dæmi:

 

nt.et.

Honum helst vel á peningum                       

nt.ft.

Buxurnar haldast uppi.

þt.et.

Hann hélst ekki við vegna tannpínu.

þt.ft.

Þeir héldust í hendur.                                 

vh.I

Hann segir að við höldumst í hendur.                                

vh.II

Ég vissi ekki hvort börnin héldust í hendur.                      

lh.þt.

Fjöldi útlendinga í flutningum frá landinu hefur haldist stöðugur frá 1996.

fleiri dæmi:

 

 

 

  

---

 

 

HALDA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   held

ég    hélt

ég    haldi

ég    héldi

bh.et.

haltu!

þú   heldur

þú   hélst

þú   haldir

þú   héldir

 

 

hún heldur

hún hélt

hún haldi

hún héldi

 

 

við  höldum

við  héldum

við  höldum

við  héldum

 

 

þið  haldið

þið  hélduð

þið  haldið

þið  hélduð

lh.nt.

haldandi

þeir halda

þeir héldu

þeir haldi

þeir héldu

lh.þt.

haldið

   

---

 

haldið

et.

kk.

kvk.

hvk.

ft.

kk.

kvk.

hvk.

nf.

haldinn

haldin

haldið

nf.

haldnir

haldnar

haldin

þf.

haldinn

haldna

haldið

þf.

haldna

haldnar

haldin

þgf.

höldnum

haldinni

höldnu

þgf.

höldnum

höldnum

höldnum

ef.

haldins

haldinnar

haldins

ef.

haldinna

haldinna

haldinna

 

---

 

haldast

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   helst

ég   hélst

ég   haldist

ég   héldist

 

 

þú   helst

þú   hélst

þú   haldist

þú   héldist

 

 

hún helst

hún hélst

hún haldist

hún héldist

 

 

við  höldumst

við  héldumst

við  höldumst

við  héldumst

 

 

þið  haldist

þið  héldust

þið  haldist

þið  héldust

 

 

þeir haldast

þeir héldust

þeir haldist

þeir héldust

lh.þt.

haldist

 

---