Sagnavefur

 

lesa (las, lásu, lesið) + þf.

Þýðing og orðasambönd:

read

 

 

 

 

 

---

athugasemdir:

 

 gather, pick (gamalt mál/old language)

dæmi:

 

nt.et.

Hann les upp ljóð eftir sig á mánudögum.

nt.ft.

Lesið þið Moggann á hverjum degi.

þt.et.

Barnið las bókina spjaldanna á milli. (read from cover to cover)

þt.ft.

Þær lásu undir próf. (study for one's exams)

vh.I

Hún segir að Ingi lesi oft framhaldsmyndasögur.

Hann segir að við lesum of mikið upphátt.

vh.II

Hún sagði að ég mislæsi textann.

Hann sagði að þið læsuð ritgerðina vandlega yfir.

bh.et.

Lestu ljóðið vandlega!

lh.nt.

Hún er oft lesandi þegar ég kem á heimsókn.

Lesandinn þarf að túlka textana.

lh.þt.

Þið getið ekki lesið þessi skilaboð vegna þess að þau eru á dulmáli.

Allar bækurnar í hillunni eru sundurlesnar.

fleiri dæmi:

Hún þarf oft að lesa yfir krökkunum. (scold)

lesa blóm/sveppi (pick)

 

 

 

 

 

---

 

 

LESA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   les

ég   las

ég   lesi

ég   læsi

bh.et.

lestu

þú   lest

þú   last

þú  lesir

þú   læsir

 

 

hún les

hún las

hún lesi

hún læsi

 

 

við  lesum

við  lásum

við  lesum

við  læsum

 

 

þið  lesið

þið  lásuð

þið  lesið

þið  læsuð

lh.nt.

lesandi

þeir lesa

þeir lásu

þeir lesi

þeir læsu

lh.þt.

lesið

 

---

 

lesið

et.

kk.

kvk.

hvk.

ft.

kk.

kvk.

hvk.

nf.

lesinn

lesin

lesið

nf.

lesnir

lesnar

lesin

þf.

 

 

 

þf.

 

 

 

þgf.

 

 

 

þgf.

 

 

 

ef.

 

 

 

ef.

 

 

 

 

---