Sagnavefur

 

ljúka (lýkur; lauk, luku, lokið) + þgf.

Þýðing og orðasambönd:

complete, finish


ljúka af: dispatch

ljúka augunum aftur: close one’s eyes

ljúka e-u af: get something over with

ljúka e-u með lítilli fyrirhöfn: romp through

ljúka sér af: finish doing sth: klára

ljúka upp: open sth: opna

Peningaskápnum var lokið upp.

ljúka við e-ð: close, complete, finish

Kennarinn hefur lokið við að fara yfir verkefni.

mér er öllum lokið: I am thunderstruck

 Allt í einu var mér öllum lokið.

 

---

athugasemdir:

 

 Ljúka, er formlegri en klára.

dæmi:

 

nt.et.

Ég lýk ýmsum verkefnum fyrir skólann.

nt.ft.

Við ljúkum a.m.k. 15 einingum á önn.

þt.et.

Hann var drífandi og lauk verkum af snemma.

þt.ft.

Þær luku prófi í júni.

vh.I

Ég vona að barnið ljúki augunum aftur.

Við förum ekki nema við ljúkum okkur af.

vh.II

Þau segja að hún lyki við verkefnið í gær.

Hann áleit að við lykjum rannsókninni og námi okkar á sumarönn.

bh.et.

Ljúktu setningunum á vinnublaði!

Ljúktu upp dyrunum/gluggunum/skápunum!

lh.nt.

-

lh.þt.

Þessu er lokið.

 

Öllum verkefnum verður lokið á réttum tíma.

Leyniklefanum var lokið upp á ný. (opna)

fleiri dæmi:

Viðgerð á bílnum er loksins lokið.

Stúdent getur ekki lokið ritgerð eða öðru verkefni.

Vottorð kennara um að verklegri kennslu sé lokið.

Skráningu á námskeið vormisseris er lokið.

Söngvarinn hefur lokið upptökum á sinni fyrstu sólóskífu í 6 ár.

Þessu er lokið fyrir fullt og allt.

Fundinum er nýlokið.

Laukst þú framhaldsnámi?

 

 

 

 

 

---

 

ljúkast (lýkst; laukst, lukust, lokist)

Þýðing og orðasambönd:

 

be opened, be closed

 

ljúkast upp: opnast

ljúkast aftur: lokast

 

---

athugasemdir:

 

Ljúkast er formlegri en opnast/lokast.

 

 

 

dæmi:

 

nt.et.

Kletturinn lýkst upp og hún sér veislu huldufólks.

nt.ft.

Ég sá himnana ljúkast upp.

þt.et.

Hurðin laukst upp.

þt.ft.

Augu okkar lukust upp.

vh.I

Ef leyniklefinn lykist upp, gæti skrímsli komið út.

vh.II

Hún sagði að dyrnar lykjust upp á nóttunni.

lh.þt.

Þetta hefur lokist upp.

fleiri dæmi:

Þarna laukst það upp fyrir mér að ég var alveg misskilin.

Ég sá að dyrnar lukust aftur að baki honum.

 

---

 

 

LJÚKA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   lýk             

ég   lauk             

ég   ljúki             

ég   lyki            

bh.et.

ljúktu

þú   lýkur

þú   laukst

þú   ljúkir

þú   lykir

 

 

hún lýkur

hún lauk

hún ljúki

hún lyki

 

 

við  ljúkum

við  lukum

við  ljúkum

við  lykjum

 

 

þið  ljúkið

þið  lukuð

þið  ljúkið

þið  lykjuð

lh.nt.

ljúkandi

þeir ljúka

þeir luku

þeir ljúki

þeir lykju

lh.þt.

lokið

 

---

 

ljúkast

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   -            

ég   -           

ég   -          

ég   -        

 

 

þú   -

þú   -

þú   -

þú   -

 

 

hún lýkst

hún laukst

hún ljúkist

hún lykist

 

 

við  -

við  -

við  -

við  -

 

 

þið  -

þið  l-

þið  -

þið  -

.

 

þeir ljúkast

þeir lukust

þeir ljúkist

þeir lykjust

lh.þt.

lokist

 

---