Sagnavefur

 

svara (-aði) + þgf.

Þýðing og orðasambönd:

 

answer

 

svara fyrir e-ð: be responsible for something                       

svara fyrir sig: defend oneself                                  

svara til e-s: correspond to something                                 

svara í sömu mynt: reciprocate, retaliate                            

 

 

 

---

athugasemdir:

 

miðmynd ekki til

dæmi:

 

nt.et.

Ég svara henni skilmerkilega.

nt.ft.

Við svörum spurningunni játandi.

þt.et.

Kvörtununum svaraði ég kurteislega.

þt.ft.

Við svöruðum fyrir okkur.

vh.I

Hún spyr hvort ég svari fyrir mig.

Hann segir að þær svari spurningunni rétt.

vh.II

Hún vildi að Árni svaraði fyrir krakkana.

Kennarinn var svo illgjarn að ég vonaði að bræðurnir svöruðu honum í sömu mynt.

bh.et.

Svaraðu konunni!

lh.nt.

Henni er ekki svarandi.

lh.þt.

Get ég svarað henni?

Spurningunum var ekki svarað.  

fleiri dæmi:

 

 

 

---

 

 

SVARA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   svara

ég   svaraði

ég   svari

ég   svaraði

bh.et.

svaraðu

þú   svarar

þú   svaraðir

þú   svarir

þú   svaraðir

 

 

hún svarar

hún svaraði

hún svari

hún svaraði

 

 

við  svörum

við  svöruðum

við  svörum

við  svöruðum

 

 

þið  svarið

þið  svöruðuð

þið  svarið

þið  svöruðuð

lh.nt.

svarandi

þeir svara

þeir svöruðu

þeir svari

þeir svöruðu

lh.þt.

svarað

 

---