Sagnavefur

 

virða (-ti, -t) + þf.

Þýðing og orðasambönd:

 

respect

 

 

 virða fyrir sér: look at

 

---

athugasemdir:

 

 

 

dæmi:

 

nt.et.

Ég virði skoðun þína mikils; segðu mér hvað þér finnst.

nt.ft.

Við virðum reglurnar og erum góðir.

þt.et.

Hún virti hann ekki svars, svo dónalegur hafði hann verið við hana.

þt.ft.

Þau virtu ekki reglurnar.

vh.I

Allt verður í lagi nema hann virði ekki reglurnar.

Hann segir að þeir virði aðrar skoðanir.

vh.II

Hann grunaði ekki að hún virti hann ekki svars.

Ég sagði honum að þeir virtu hann mikils.

bh.et.

Virtu mér þetta til vorkunnar -- ég meinti það alls ekki illa.

Virtu fyrir þér Snæfellsjökul þarna!

lh.nt.

 -

lh.þt.

Hann hefur ekki alltaf virt skoðanir annarra. 

fleiri dæmi:

 

 

 

 

 

---

 

virðast (virtist, virtust, virst)

Þýðing og orðasambönd:

 

seem, look like, appear to be

 

mér virðist: it seems to me:

 Mér virðist að þetta sé besti staðurinn.

 

að því er virðist: as it seems to me:

 Þetta listaverk er að því er virðist mikils virði.


virðist vera: seems to be:

 Hún virðist vera indæl stúlka.

 

---

athugasemdir

 

·         persónuleg +nh+ lh.þt: Hann virðist vera kominn.

·         oftast ópersónuleg með þágufallsfrumlagi: + nf+ nh+ lh. þt.

·         Mér virðist hann vera kominn.

·         merking er líkari ‘sýnast’ en ‘virða’:

 

virðast

sýnast

virðast getur bæði verið persónuleg og ópersónuleg og stundum er hægt að sleppa frumlagi

 

Bíllinn virtist vera beyglaður.

 

Honum virðist ætla að ganga vel í náminu.

Það virðist ætla að verða gott veður í dag.

sýnast er ópersónuleg og þarf frumlag

(sem er lifandi-helst manneskja)

 

 

Mér sýndist bíllinn vera beyglaður.

Ef tilboð virðist of gott til að vera satt, þá er það líklega raunin.

Ef mér sýnist/virðist tilboð of gott til að vera satt, þá er það líklega raunin.

 

dæmi:

 

nt.et.

Þú virðist annars hugar.

nt.ft.

Þau virðast hafa of mikinn tíma.

þt.et.

Ritgerðin virtist ganga vel.

þt.ft.

Þið virtust vera þreytt í gær.

vh.I

Hann segir að það virðist ósjálfrátt.

Hann segir að þið virðist lifa heilbrigðu lífi.

vh.II

Við komum ekki því að við virtumst vera of sein.

Hann sagði að þau virtust aldrei vera döpur.

Hún kláraði námskeiðið þótt það virtist vera ómögulegt.

lh.þt.

Mér hefur virst að huldufólk sé til.

Mér hefur virst hann gera eintóm mistök en ekki viljað viðurkenna það.

Hann hafði virst gera þetta rétt.

Þetta getur virst flókið en er í raun mjög einfalt.

Þetta gæti virst eiga að vera svona en það er misskilningur.

fleiri dæmi:

 

Þau virðast skilja allt ég segi þeim.

Mér virðist best að taka öllu rólega hér.

 

 

 

---

 

 

VIRÐA

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   virði

ég   virti

ég   virði

ég   virti

bh.et.

virtu

þú   virðir

þú   virtir

þú   virðir

þú   virtir

 

 

hún virðir

hún virti

hún virði

hún virti

 

 

við  virðum

við  virtum

við  virðum

við  virtum

 

 

þið  virðið

þið  virtuð

þið  virðið

þið  virtuð

lh.nt.

Ekki til

þeir virða

þeir virtu

þeir virði

þeir virtu

lh.þt.

virt

 

---

 

virt

et.

kk.

kvk.

hvk.

ft.

kk.

kvk.

hvk.

nf.

virtur

virt

virt

nf.

virtir

virtar

virt

þf.

virtan

virta

virt

þf.

virta

virtar

virt

þgf.

virtum

virtri

virtu

þgf.

virtum

virtum

virtum

ef.

virts

virtrar

virts

ef.

virtra

virtra

virtra

 

---

 

virðast

fh.nt.

fh.þt.

vh.nt.

vh.þt.

 

 

ég   virðist

ég   virtist

ég   virðist

ég   virtist

 

 

þú   virðist

þú   virtist

þú   virðist

þú   virtist

 

 

hún virðist

hún virtist

hún virðist

hún virtist

 

 

við  virðumst

við  virtumst

við  virðumst

við  virtumst

 

 

þið  virðist

þið  virtust

þið  virðist

þið  virtust

 

 

þeir virðast

þeir virtust

þeir virðist

þeir virtust

lh.þt.

virst

 

---