Þegar kemur að því að reikna byggt á gögnum þá línulegu samantekt sem
gefur mestan breytileika er þess vegna fundið hæsta eigingildi
dreifnifylkis gagnanna, , ásamt tilsvarandi eiginvigri,
, af lengd 1. Stuðlar eiginvigursins gefa vogtölur sem
nota skal á hverja mælingu en eigingildið metur hve mikill breytileiki
samantektarinnar verður. Þessi línulega samantekt nefnist fyrsti
meginþáttur gagnanna í
-fylkinu. Tilsvarandi
eigingildi gefur breytileikann í þessari línulegu samantekt.
Næsti meginþáttur er sú línulega samantekt
sem gefur mestan breytileika en er hornrétt á
. Þannig
er haldið áfram og fundin eigingildin
.
Heildarbreytileiki gagnanna er skilgreindur með
![]() |
(8) |
![]() |
(9) |
Oft eru mælingar þess eðlis, að þær mæla svipaða hluti. Í slíkum tilvikum skýrir fyrsti meginþátturinn mjög stóran hluta breytileika gagnanna. Túlkun þess fyrirbæris er sú, að í raun eru litlar upplýsingar í gögnunum umfram þær sem felast í fyrsta meginþættinum. Í sumum tilvikum getur þó þurft fleiri en einn meginþátt, og jafnvel allnokkra.