Háskóli Íslands | Raunvísindadeild |
Þriðjudagur 21. Desember, 1999 | kl. 9-12 |
Leyfileg hjálpargögn: Dauðir hlutir.
Athugið að GSM símar eru með öllu bannaðir á prófsvæðinu og á sama hátt eru allar nettengingar óleyfilegar.
Notið 5% marktæknikröfu nema annað sé tekið fram.
Vægi dæma er gefið í svigum. Alls eru stigin 100 en 85 stig teljast full lausn.
1. (15)
Skilgreinið fylkið X og vigurinn
y (sem einnig verða notuð í dæmum 2-3) á eftirfarandi hátt
þar sem a1, a2, a3 og a4 eru dálkar fylkisins, ritaðir sem dálkvigrar.
Finnið hornréttan einingargrunn { v1, v2, v3 , v4 } fyrir span( a1, a2, a3, a4) með Gram-Schmidt aðferð.
2. (15)
Reiknið
með því að leysa jöfnuhneppið
.
3. (10) Finnið þann vigur
sem
er
ofanvarp y
á
span(
a1, a2, a3, a4)=
span(
v1, v2, v3, v4).
4. (15) Teiknið mynd og nýtið hana til að finna þau gildi, x og y,
sem lágmarka
z= 2x+3y með tilliti til
5. (10) Skoðanakönnun um tiltekna hálendisvirkjun náði til 1000 manns. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 365 virkja en 390 vildu friða landið. Er munurinn marktækur?
6. (15) Á hæfnisprófi til framhaldsnáms eru 100 krossaspurningar. Þrír möguleikar eru á svari við hverri spurningu, merkja skal við einn möguleika og er gefið eitt stig fyrir rétt svar en núll fyrir rangt. Til að ná prófi þarf að ná 40% réttu svarhlutfalli.
a) Vermundur þekkir efni prófsins ekki neitt, en ákveður að treysta á eigin lukku og giskar á öll svörin. Hverjar eru líkurnar á að Vermundur nái prófinu?
b) Hverjar eru líkurnar á því að að minnsta kosti tveir af 10 nái prófinu ef allir giska á svör við öllum spurningunum?
7. (20) Mælingar á samfelldri breytu y voru gerðar á tveimur stöðum á landinu (m=1,2) og við mismunandi samfelldar stillingar (x) á tilteknu tæki.
x | 1 | 2 | 4 | 5 | 1 | 2 | 4 | 5 | ||
y | 2 | 4 | 5 | 5 | 3 | 4 | 4 | 6 | ||
m | 1 | 1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 2 | 2 |
Þessi gögn voru sett inn í tölfræðipakka til að kanna, hvaða atriði
hafa áhrif á mælingarnar. Annars vegar var sett upp einfalt líkan,
og hins vegar flóknara líkan,
, en einnig er áhugavert að kanna svæðamun, þ.e. prófa
hvort meðaltölin séu óháð svæðum.
Notað var SAS-forritið:
Einfalt líkan Flókið líkan proc glm; proc glm; classes m; model y=x; model y=m m*x;og eru útkomur sýndar á meðfylgjandi útprentunum.
(a) Er marktækur munur á meðaltölum mælinganna eftir stöðum á landinu?
(b) Er marktækt samhengi milli x og y?
(c) Hver er fylgnin milli x og y?
(d) Skrifa má einfaldara líkanið þannig:
,
og matið á stuðlunum verður
,
ásamt tilsvarandi óvissumati, t.d.
.
Hver eru reiknuðu gildin á ,
,
og
?
(e) Prófið núlltilgátuna
í einfaldara líkaninu.
(f) Er marktækt betra að vera með flókið líkan heldur en einfalt?
Munið að rökstyðja öll svörin með tilvísunum í tölur og uppsetningu á líkönum og núlltilgátum. Athugið að finna má allar tölur, sem leggja þarf til grundvallar, í útkomunum úr SAS keyrslunum.