Ţegar saklausir játa

Venjulegt fólk á ć erfiđara međ ađ ná fram rétti sínum fyrir dómstólum. Til ţess liggja margar ástćđur sem bandaríski dómarinn Jed Rakoff rakti nýveriđ í vikuritinu New York Review of Books. Lýsing hans á versnandi ţjónustu réttarkerfisins viđ almenning á erindi viđ Íslendinga ţar eđ ástand dómsmálanna hér heima kallast ađ ýmsu leyti á viđ ástandiđ vestra. Vandi réttarkerfisins ţar birtist m.a. í ađ stundum játa sakleysingjar á sig glćpi frekar en ađ missa aleiguna í hendur lögmanna.

En ţetta fyrst. Reiđibylgjan sem Donald Trump reiđ inn í Hvíta húsiđ um daginn stafar e.t.v. ekki eingöngu af stöđnun launa miđlungs- og lágtekjufólks og aukinni misskiptingu eins og margir hafa haldiđ fram. Reiđibylgjan kann einnig ađ hafa risiđ vegna ţess ađ tćplega 700.000 bandarískar fjölskyldur hafa misst heimili sín í hendur lánardrottna á hverju ári frá 2007. Ţađ gerir rösklega sex milljónir fjölskyldna samtals.

Ţetta er svipuđ tala miđađ viđ mannfjölda og hér heima frá hruni. Hér hafa um sex ţúsund fjölskyldur misst heimili sín á sama tíma eđa um 750 fjölskyldur á ári ađ jafnađi. Útburđum hefur fćkkađ međ tímanum. Árin 2008-2013 misstu ţrjár fjölskyldur á dag heimili sín eđa um 1.100 fjölskyldur á ári. Ţá eru ótaldar ţúsundir eigna sem lögađilar ađrir en einstaklingar hafa misst í hendur lánardrottna. Samkvćmt tölum frá Arion banka, Íbúđalánasjóđi, Íslandsbanka og Landsbankanum eignuđust ţessir ađilar ađ međaltali 4,3 uppbođseignir á dag fyrstu fimm árin eftir hrun.

Ţessar tölur ćttu ađ réttu lagi ađ liggja frammi á vefsetri Hagstofu Íslands eđa velferđarráđuneytisins en ţćr er ţó hvergi ađ finna á einum stađ í stjórnsýslunni heldur ţurfa áhugasamir ađ grafa ţćr upp međ ćrinni fyrirhöfn eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengiđ ađ reyna.

Bandaríkjamenn safna upplýsingum um ástand dómskerfisins vestra. Líkurnar á ađ tapa útburđarmáli gegn lánardrottni tvöfaldast ef húseigandinn hefur ekki efni á ađ ráđa sér lögmann og reynir heldur ađ verja sig sjálfur fyrir rétti. Svo virđist sem milljónir Bandaríkjamanna hafi misst heimili sín vegna ađstöđumunar í réttarsölum. Engar sambćrilegar tölur eru til um Ísland. Annađ dćmi: Líkurnar á ađ bandarískur dómari fallist á nálgunarbann vegna heimilisofbeldis minnka um meira en helming ef fórnarlambiđ hefur ekki efni á ađ ráđa sér lögfrćđing.

Jed Rakoff, dómari í New York, rekur helztu ástćđur ţess ađ Bandaríkjamenn eru ekki jafnir fyrir lögum.

ˇ     Ţađ verđur sífellt dýrara ađ ráđa sér lögmann.

ˇ     Annar kostnađur sem leggst á ţá sem leita réttar síns fer einnig vaxandi.

ˇ     Lögfrćđingar reynast ć ófúsari til ađ taka ađ sér mál upp á prósentur ţegar ekki er eftir miklu ađ slćgjast, t.d. í skađabótamálum.

ˇ     Verklýđsfélög og önnur félög sem veittu félagsmönnum sínum ókeypis lögfrćđiađstođ á fyrri tíđ eru nú veikari á svellinu en áđur og síđur aflögufćr.

ˇ     Lögbođnir gerđardómar hafa fćrzt í vöxt.

ˇ     Réttarkerfiđ lítur hóplögsóknir hornauga og reynir ađ torvelda ţćr.

ˇ     Lagaágreiningi er ć oftar skotiđ til eftirlitsstofnana og úrskurđarnefnda frekar en dómstóla.

ˇ     Hćttan á ţungum refsidómum hefur aukizt.

Af ţessu öllu leiđir ađ langflest ágreiningsefni eru leyst utan réttarkerfisins án atbeina dómara. Sumir ná ekki fram rétti sínum og missa jafnvel heimili sín fyrir rangar sakir. Ađrir játa jafnvel á sig glćpi í sjálfsvörn. Athygli vekur ađ Jed Rakoff finnur ekki ađ mannvali í dómarastétt eđa hlutdrćgni dómara.

 

Traust bandarísks almennings til dómstóla hefur minnkađ. Í fyrra (2015) sögđust 53% Bandaríkjamanna treysta réttarkerfinu skv. skýrslu Gallups boriđ saman viđ 80% um aldamótin. Hér heima segist innan viđ ţriđjungur ađspurđra treysta dómskerfinu skv. Gallup. Ákvćđi um skipun dómara og annarra embćttismanna í nýju stjórnarskránni sem Alţingi á enn eftir ađ stađfesta árétta ţá grundvallarreglu viđ skipun í embćtti ađ hćfni og málefnaleg sjónarmiđ skuli ráđa.

Fréttablađiđ, 8. desember 2016.


Til baka