Tónlist og líf ţjóđar

Brasilía er mér vitanlega eina land heimsins, ţar sem alţjóđaflugvöllur heitir í höfuđiđ á tónskáldi. Flugvöllurinn í Ríó de Janeiro er kenndur viđ bossanóvakónginn Tom Jobim. Hann samdi Stúlkan frá Ípanema og Desafinado (Röng tóntegund), svo ađ tvö af ţekktustu lögum hans séu nefnd. Og hvađ međ ţađ? – spyrđ ţú. Brasilíumenn taka tónlist alvarlega, mjög alvarlega. Brasilía var – nú ćtla ég ađ nota efsta stig – mesta veldi heimsins í alţýđutónlist á 20. öld frá mínum bćjardyrum séđ, stóđ feti framar Bandaríkjunum, og stendur enn. Heitor Villa-Lobos (1887-1959), fremsta tónskáld landsins fyrr og síđar, lagđi línurnar. Yngri menn stóđu á öxlum hans.

   Gömul tónlistarmenning Brasilíu er samofin litríku lífinu um ţetta mikla land, sem er stćrra ađ flatarmáli en meginland Bandaríkjanna ađ Alaska undanskildu. Brasilía er brćđslupottur margra kynţátta og ţjóđa líkt og Bandaríkin. Löndin „fundust“ um svipađ leyti, Bandaríkin 1492 og Brasilía 22. apríl 1500; dagsetningin vitnar um ríka ţjóđarvitund (ég segi erlendum vinum mínum, ađ Ingólfur Arnarson hafi numiđ land í Reykjavík 874 kl. 9). Brasilía var lengi fram eftir 20. öldinni kölluđ land framtíđarinnar. Ţangađ fór austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig ásamt konu sinni eftir ađ hafa í annađ sinn tapađ öllu í heimalandi sínu af völdum ófriđar. Hann skrifađi fallega bók um Brasilíu (Brasilien: Ein Land der Zukunft) međ sömu upphafningu og hann hafđi áđur skrifađ Veröld sem var um Evrópu og stytti sér síđan aldur ţar 1942 og ţau hjónin bćđi.

Bandaríkin gáfu heiminum djassinn á 20. öld, og Brasilía gaf heiminum bossa nova, sem útleggst ný leiđ. En fyrst kom kórinn, sem Brasilíumenn kalla svo, eđa choro: ţađ eru hljómfögur og fjörleg verk fyrir litlar hljómsveitir, einkum strengi og blásturshljóđfćri, eins konar danslög; seiđandi sömbutakturinn óx fram úr ţessari fallegu tónlist. Síđar ortu skáldin kvćđi viđ mörg ţessara laga til söngs. Frćgast ţeirra er kannski Carinhoso (Ástúđlega) frá 1917 eftir Pixinguinha (1897-1973), hann spilađi ýmist á flautu eđa saxófón. Mér skilst, ađ flestir Brasilíubúar kunni bćđi lagiđ og textann líkt og Íslendingar kunna Ísland ögrum skoriđ, nema brasilíska lagiđ er óđur til ástarinnar, ekki til landsins. Finnski kvikmyndagerđarmađurinn Mika Kaurismäki, sem býr í Brasilíu, hefur gert dásamlega heimildarmynd um choro (Brasileirinho), ţar sem sumir fremstu chorotúlkendur landsins leika listir sínar af mikilli snilld.  

   Chorotónlistin var mest höfđ til heimabrúks. Höfundar hennar og flytjendur lögđu grunninn ađ bossanóvabyltingunni 1958-63, sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Ţetta var afslöppuđ og áhyggjulaus millistéttartónlist. Textarnir fjölluđu um fallegar stelpur á ströndinni í Río og ţess háttar. Ţarna fóru fremst í flokki tónskáldin Tom Jobim (1927-94) og Joăo Gilberto (1931-) og ljóđskáldiđ Vinicius de Moraes (1913-80). Ţeir drógu úr trumbuslćttinum frá fyrri tíđ og ruddu nýjar brautir í ríkulegri raddsetningu, svo ađ flóknir og stundum stríđir hljómar urđu ţýđir í eyrum hlustandans. Fótbolti og bossa nova bera hróđur Brasilíu út um allan heim í áţekkum hlutföllum.

Herforingjar tóku völdin í Brasilíu 1964. Draumurinn um land framtíđarinnar dofnađi, nei, hann sofnađi. Áhyggjulausir bossanóvasöngvar áttu ekki lengur viđ. Caetano Veloso var ţá átján ára upprennandi tónlistarmađur og mátti ekki til ţess hugsa, ađ bandarísk afţreyingarmúsík flćddi yfir Brasilíu líkt og stórfyrirtćkin, sem höfđu komiđ herforingjaklíkunni til valda međ ađstođ bandarísku leyniţjónustunnar CIA. Honum fannst Elvis Presley vera ţunnur ţrettándi, ekki bara músíkin, heldur innihaldiđ. Hvar var ţjóđfélagsgagnrýnin? Hvar var samúđin međ fátćku fólki?

   Upp úr ţessari heitu hugsjón spratt ţriđja bylgjan í brasilískri tónlist á 20. öld, tropicalismo, taktfast, fágađ, fjölbreytt, rammbrasilískt rokk međ afrísku og karabísku ívafi. Caetano Veloso stóđ stoltur á öxlum Gilbertos og Jobims og vann međ ţeim, en fór nýjar leiđir. Textarnir hans leiddu fyrst til fangavistar heima fyrir og síđan til langrar útlegđar í London. Hann sneri heim aftur ţjóđhetja. Hann hefur gefiđ út mikinn fjölda diska, hvern öđrum frumlegri og fallegri, og er enn ađ. Bítlarnir komast ekki međ tćrnar ţar sem Caetano Veloso hefur hćlana. Honum svipar frekar til klassískra tónskálda. Hann á ţađ til ađ taka lagiđ á börunum í Ríó, ef hann á leiđ hjá. Í New York heldur hann konserta í Carnegie Hall eins og Jobim og Gilberto gerđu áđur.

Fréttablađiđ, 30. júlí 2009.


Til baka