Stjórnarskráin skiptir máli

 

Margar ţjóđir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár undangengna hálfa öld. Tvćr bylgjur bar hćst. Eftir hrun kommúnismans 1989-91 urđu til 24 ný ţjóđríki eđa ţar um bil í Evrópu og Asíu, og fólkiđ ţar setti sér nýjar stjórnarskrár. Röskum ţrjátíu árum áđur hafđi Gana fengiđ sjálfstćđi fyrst Afríkulanda sunnan sanda. Afríkulöndin ţurftu síđan eitt af öđru sína stjórnarskrá. Ţau eru nú rösklega fimmtíu talsins, og ţeim fer fjölgandi. Súdan, stćrsta land álfunnar, býst nú til ađ skipta sér í tvennt.

Hvers konar stjórnskipan eiga ný lönd ađ kjósa sér? Hvort eiga ţau ađ koma sér upp óskoruđu ţingrćđi, ţar sem ríkisstjórnin situr í skjóli ţingmeirihlutans, eđa sterkum forseta međ valdheimildir til ađ veita ţinginu gagnkvćmt ađhald og eftirlit? Hvernig eiga ţau ađ kjósa til ţings? Í einmenningskjördćmum eđa hlutfallskosningum?
Ţar til nýlega var ekki mikiđ vitađ um hagrćnar afleiđingar ólíkra stjórnskipunarhátta. Fyrrum brezkar nýlendur í Afríku sóttu sér sumar fyrirmyndir til Bretlands (ţingrćđi), og franskar nýlendur sóttu sér fyrirmyndir til Frakklands (forsetarćđi). Úr ţví ađ Bretar bjuggu viđ ţingrćđi og Frakkar höfđu sterkan forseta, og báđum ţjóđum hafđi vegnađ vel, virtust báđar tegundir stjórnskipunar duga vel. Ţví virtist ekki skipta höfuđmáli, hvort fyrirkomulagiđ yrđi fyrir valinu. Sterkir forsetar urđu ţó smám saman ađalreglan í Afríku. Austur-Evrópulöndin gátu sum leitađ fanga í eigin lýđrćđisstjórnarskrám frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Ţetta hljómar kunnuglega. Íslendingar búa enn viđ danska stjórnarskrá frá 1944, og hún er í meginatriđum óbreytt frá ţeirri stjórnarskrá, sem Kristján konungur níundi fćrđi Íslendingum á ţúsund ára afmćli Íslandsbyggđar 1874, og hún var reist á enn eldri grunni. Ţađ var ekki fyrr en eftir hruniđ 2008, ađ Alţingi samţykkti lög um ţjóđfund, ţingskipađa stjórnlaganefnd og ţjóđkjöriđ stjórnlagaţing, sem var ćtlađ ađ gera tillögur um endurskođun stjórnarskrárinnar. Međ ţessari samţykkt féllst Alţingi í reyndinni á rök ţeirra, sem telja, ađ hruniđ land ţurfi ađ kanna vandlega, hvort veilurnar ađ baki hruninu liggi ađ einhverju leyti í stjórnskipaninni, og gera ađ ţví búnu hreint fyrir sínum dyrum. Hér ţarf til dćmis ađ huga ađ ţví, hvort Íslendingar ţurfi nákvćmari stjórnarskrá en Danir í ljósi ţess, ađ Ísland er yngra ríki en Danmörk og skemmra komiđ á ţroskabraut lýđrćđisins. Eđlilegt er, ađ menn greini á um ţetta atriđi. Um hitt er enginn umtalsverđur ágreiningur međal ţeirra 25 frambjóđenda, sem fengu flest atkvćđi í stjórnlagaţingskosningunni í nóvember 2010, ađ breytingar ţarf ađ gera á stjórnarskránni međal annars til ađ treysta ađgreiningu framkvćmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds međ ţví til dćmis ađ vanda betur til skipunar dómara og stofna stjórnlagadómstól til ađ veita Alţingi og ríkisstjórn ađhald. Rannsóknir í stjórnlagahagfrćđi síđustu ár hafa leitt fram nýja og mikilvćga vitneskju um eiginleika ólíkra stjórnskipunarhátta. Stjórnlagahagfrćđin fjallar um samhengi efnahagslífs og stjórnskipunar og er hluti stofnanahagfrćđinnar, sem fjallar um samhengi efnahagsmála og stofnana samfélagsins, ţar á međal löggjafar og réttarfars, en einnig ýmissa annarra ţátta svo sem skipulags atvinnuvega og eđlis fyrirtćkja.

Rannsóknir stjórnlagahagfrćđinga sýna, ađ stjórnskipanin skiptir máli fyrir efnahagslífiđ. Hér er ekki rúm til ađ rekja máliđ í smáatriđum. Látum ţví tvö lykildćmi duga. Ţau eru sótt í bókina The Economic Effects of Constitutions (2005) eftir sćnska hagfrćđinginn Torsten Persson og ítalska hagfrćđinginn Guido Tabellini.

1. Hćgur vöxtur ríkisgeirans, lítil útgjöld til velferđarmála og lítill halli á fjárlögum ríkisins eru algengari í löndum međ sterkan forseta og einmenningskjördćmi en í ţingrćđislöndum međ hlutfallskosningar.

2. Spilling er algengari í löndum međ lítil kjördćmi og listakosningar en í löndum međ stór kjördćmi og persónukjör.

Vitneskja um ţessi atriđi á erindi viđ afstöđu manna til stjórnskipunarinnar. Hugmyndir um hlutverk forsetans og einmenningskjördćmi og um ţingrćđi međ hlutfallskosningum geta tekiđ miđ af ćskilegu umfangi ríkisgeirans. Ţeir, sem telja Ísland vera eftirbát Norđurlanda í velferđarmálum, geta eftir ţessu fylkt sér um óbreytta ţingrćđisskipan međ hlutfallskosningum. Ţeir, sem telja, ađ Ísland ţurfi ađ hćgja á vexti ríkisgeirans, geta á hinn bóginn litiđ til sterks forseta og einmenningskjördćma. Fleira hangir ţó á spýtunni. Ţeir, sem telja, ađ spilling í stjórnmálum og viđskiptum hafi átt sinn ţátt í hruninu 2008 líkt og lýst er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis (8. bindi), geta hallazt ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Ísland ţurfi ađ vera eitt kjördćmi og kjósa skuli til Alţingis međ persónukjöri til ađ halda flokkaspillingunni í skefjum. Ţeir, sem telja, ađ spilling sé ekki vandamál á Íslandi og hafi engan ţátt átt í hruninu, munu vćntanlega vilja halda í lítil kjördćmi og listakosningar međ gamla laginu.

Stjórnlagahagfrćđin getur varpađ ljósi reynslunnar á rökrćđur um breytingar á stjórnarskránni.

Fréttablađiđ, 10. marz 2011.


Til baka