DV viđtal viđ Ţorvald Gylfason 9. maí 2007

Valgeir Örn Ragnarsson tók viđtaliđ

Hvernig hefur skattprósentan breyst?

Mér ţykir eđlilegast ađ skilgreina skattprósentuna eins og gert er í skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París, ţví ađ ţá er auđvelt ađ bera ţróunina í skattamálum hér heima viđ ţróunina í öđrum OECD-löndum. Ţannig er hćgt ađ sjá, hvar viđ stöndum í samanburđi viđ ađra. Ţeir hjá OECD skođa skattheimtuna í víđum skilningi eins og vera ber og taka skattgreiđslur fólks og fyrirtćkja til bćđi ríkis og sveitarfélaga međ í reikninginn, svo ađ tryggt sé, ađ breytingar á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga skekki ekki myndina af skattbyrđinni. Ţeir hjá OECD einblína ekki heldur á skatta, heldur taka ţeir einnig međ í dćmiđ ýmsar skyldur og gjöld og eignatekjur, ţar á međal rekstrarafgang ríkisfyrirtćkja og tekjur af einkavćđingu ríkiseigna. Á ţennan breiđa kvarđa hefur skattbyrđin ţyngzt til muna á Íslandi síđan 1990, mun meira en í nokkru öđru ađildarlandi OECD. Skattprósentan á ţennan kvarđa var 38 prósent af landsframleiđslu 1990 og var komin upp í 49 prósent af landsframleiđslu 2005. Ţannig hćkkađi skattprósentan hér heima um ellefu stig á ţessum fimmtán árum. Til samanburđar hćkkađi skattprósentan um tvö stig á evrusvćđinu ađ jafnađi á sama fimmtán ára skeiđi. Skattprósentan á Íslandi 1990 var fimm stigum undir međallagi OECD-landanna, en 2005 var skattprósentan fjórum stigum yfir međallagi OECD-landanna.

Hvernig hefur skattbyrđin breyst?

Skattprósentan (ţ.e. hlutfall skattheimtu ríkis og byggđa af landsframleiđslu) heitir öđru nafni skattbyrđi. Hún hefur ţyngzt síđan 1990, eins og ég sagđi áđan, um ellefu prósent af landsframleiđslu. Hún hefur ţó ekki bara ţyngzt, heldur hefur hún einnig skekkzt – í ţeim skilningi, ađ skattbyrđin dreifist nú mun ójafnar á skattgreiđendur en hún gerđi áđur. Ţetta sést skýrt á ţví, ađ skattleysismörk hafa lćkkađ verulega ađ raungildi, ţar eđ ţeim var ekki leyft ađ fylgja verđlagi eđa kauplagi, svo sem nauđsynlegt hefđi veriđ til ađ halda skattbyrđi láglaunafólks í skefjum. Lágar tekjur eru nú skattlagđar í mun ríkari mćli en áđur. Fjármálaráđuneytiđ hefur upplýst, ađ hćkkun skattleysismarka um tíu ţúsund krónur kosti ríkissjóđ um átta milljarđa króna á hverju ári. Hćkkun skattleysismarka úr 90.000 krónum á mánuđi í ţađ horf, sem ţau voru í ađ raungildi fyrir nokkrum árum, ţ.e. í um 130 ţúsund krónur á núverandi verđlagi, myndi ţví kosta ríkissjóđ um 32 milljarđa króna. Til samanburđar er tekjuafgangur ríkissjóđs á ţessu ári talinn munu nema um nítján milljörđum króna. Nítján milljarđa króna tekjuafgangur ríkissjóđs myndi ţví ađ öđru jöfnu snúast upp í ţrettán milljarđa króna halla á ríkissjóđi, ef skattleysismörkin vćru fćrđ í fyrra horf ađ raungildi. Ţessar tölur lýsa ţví, ađ tekjuafgangur ríkissjóđs í ár hvílir á mun meiri skattheimtu af lágum launum en áđur tíđkađist. Fjármálaráđuneytiđ spáir ţví, ađ nítján milljarđa króna tekjuafgangur ríkissjóđs í ár snúist upp í nćstum ţrjátíu milljarđa króna halla á ríkissjóđi á nćsta ári, 2008, ađ óbreyttum skattleysismörkum. Ţetta ţýđir ţađ, ađ hćkkun skattleysismarka í fyrra horf myndi tvöfalda ríkishallann á nćsta ári. Ţessar einföldu stađreyndir afhjúpa tvennt í senn: slaka stjórn ríkisfjármálanna undangengin ár, eins og jafnvel Seđlabankinn hefur fundiđ ađ, og tillitslausa ójafnađarstefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Ójafnađarstefna ríkisstjórnarinnar lýsir sér jafnframt í ţví, ađ fjármagnstekjuskattur er miklu lćgri og léttbćrari en skattur af launatekjum. Ţetta tvennt, ţyngri skattbyrđi láglaunafólks og létt skattbyrđi fjármagnseigenda, veldur miklu um aukna misskiptingu á Íslandi undangengin ár.  

Hversu mikiđ ríkiđ tekur mikiđ til sín?

Hćrri skattprósenta en áđur og ţyngri skattbyrđi segja ekki alla söguna um aukin umsvif ríkisins. Skattar hafa veriđ hćkkađir međal annars til ađ greiđa niđur eldri skuldir ríkis og sveitarfélaga. Skuldir ríkis og byggđa munu í árslok 2007 nema 26 prósentum af landsframleiđslu á móti 36 prósentum 1990. Uppgreiđsla opinberra skulda síđan 1990 nemur ţví um tíu prósentum af landsframleiđslunni. Skuldirnar voru komnar upp í 59 prósent af landsframleiđslu í árslok 1995, svo ađ uppgreiđsla opinberra skulda síđan 1995 hefur ađ ţví skapi veriđ meiri. Ţví er spáđ í skýrslum OECD, ađ skuldir ríkisins í víđum skilningi, ţ.e. skuldir ríkis og byggđa, muni nema um 30 prósentum af landsframleiđslu í lok nćsta árs (2008). Ţađ ţýđir, ađ ríkiđ hefur ţá greitt upp um helming skulda sinna síđan 1995. Ţađ er vel af sér vikiđ, en ţví fer samt fjarri, ađ ríkiđ sé orđiđ skuldlaust, enda ţurfti ríkissjóđur ađ taka risavaxiđ lán í útlöndum fyrir fáeinum mánuđum til ađ styrkja gjaldeyrisforđa Seđlabankans. Ríkissjóđur mun ţurfa ađ safna meiri skuldum strax á nćsta ári (2008), ţví ađ ţá verđur aftur halli á ríkisbúskapnum samkvćmt spá fjármálaráđuneytisins vegna minni umsvifa í efnahagslífinu og međfylgjandi samdráttar í skatttekjum. Af ţessu má sjá, ađ góđ afkoma ríkissjóđs og sveitarfélaga undangengin ár hefur ađ miklu leyti ráđizt af ţenslunni í ţjóđarbúskapnum. Afkoman hefđi ţó ađ réttu lagi átt ađ vera mun betri en raun varđ á, eđa ađ minnsta kosti nógu góđ til ţess, ađ endurheimt ţokkalegs jafnvćgis í ţjóđarbúskapnum ţyrfti ekki ađ stefna ríkisbúskapnum í hallarekstur međ gamla laginu.

Spurningunni um ţađ, hversu mikiđ ríkiđ tekur til sín af aflafé almennings, er betur svarađ međ ţví skođa ríkisútgjöld í víđum skilningi frekar en skattheimtu. Ţetta stafar af ţví, ađ skattheimta getur gefiđ villandi mynd af umsvifum ríkisins. Ríkiđ getur aukiđ útgjöld sín og fjármagnađ aukninguna međ skuldasöfnun frekar en skattheimtu, og ţá hćkka skattarnir, sem nauđsynlegir eru ađ lokum til ađ ná endum saman í ríkisbúskapnum, ekki fyrr en einhvern tímann síđar. Umsvif ríkis og sveitarfélaga á mćlikvarđa útgjalda frekar en skattheimtu hafa síđan 1990 aukizt miklu minna á Íslandi en skattheimtan. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga á ţessu ári (2007) námu 45 prósentum af landsframleiđslu boriđ saman viđ 42 prósent 1990. Til samanburđar stóđu ríkisútgjöldin í stađ í 47 prósentum af landsframleiđslu á evrusvćđinu ađ jafnađi á sama sautján ára skeiđi. Umsvif ríkisins hafa ţví veriđ ađ ţenjast út hér heima og nálgast nú međallag evrusvćđisins, öndvert ţróuninni til dćmis í Danmörku, Írlandi, Noregi og Svíţjóđ, ţar sem ríkisumsvifin hafa minnkađ til muna á sama tímabili.

 

Hvernig stöndum viđ í alţjóđlegum samanburđi?

Skattheimta var samkvćmt upplýsingum OECD meiri á Íslandi 2005 en í öllum öđrum OECD-löndum nema sex, og ţau eru Svíţjóđ, Noregur, Danmörk, Finnland, Frakkland og Belgía. Á Norđurlöndum hefur skattheimta ríkisins keyrt um ţverbak, eins og allir vita, og hún hefur raunar veriđ ađ minnka aftur í  Finnlandi og Svíţjóđ, en ekki í Danmörku og Noregi. Tuttugu OECD-lönd og einu betur bjuggu viđ lćgri skattprósentu, ţ.e. léttari skattbyrđi, en Ísland 2005. Skattheimta á Íslandi er nú orđin meiri en á evrusvćđinu á heildina litiđ, eins og ég sagđi áđan, eđa 49 prósent af landsframleiđslu hér heima á móti 45 prósentum á evrusvćđinu og 38 prósentum í Bandaríkjunum (tölurnar eiga viđ 2005). Áćtlun OECD fyrir áriđ í ár (2007) sýnir sömu skattheimtu á Íslandi og á evrusvćđinu í heild, eđa 45 prósent af landsframleiđslu á báđum stöđum. Norđurlöndin, Frakkland og Belgía eru einu OECD-löndin, sem hafa leyft skattheimtunni ađ skríđa upp í eđa upp fyrir helming af landsframleiđslunni. Íslendingar geta ţví ekki lengur státađ af lágum sköttum á Evrópuvísu, og ţá ćttum viđ ađ réttu lagi ekki heldur ađ una ţví, ađ opinber ţjónusta viđ ţegnana hér heima sé minni og lakari en víđa annars stađar í Evrópu, samanber alla biđlistana í heilbrigđiskerfinu hér og láglaunabasliđ í skólakerfinu og ţannig áfram. Skattheimtan segir ţó ekki alla söguna, eins og ég hef sagt, ţví ađ aukin skattheimta hér heima ađ undanförnu var ekki í fyrsta lagi notuđ til ađ fjármagna jafnharđan aukin ríkisumsvif, heldur var hún notuđ öđrum ţrćđi til ađ fjármagna aukin ríkisumsvif aftur í tímann, umsvif, sem voru ţá fjármögnuđ međ skuldasöfnun frekar en skattheimtu. En skuldasöfnun ríkisins á líđandi stund er yfirleitt bara frestun á fjörmögnun, ţví ađ skuldasöfnun ríkisins er yfirleitt ávísun á skattheimtu síđar.

Ef viđ höfum ríkisútgjöldin frekar en skattana til marks um ríkisumsvifin, ţá er Ísland nú í miđjum hópi OECD-landanna í ár (2007). Fjórtán OECD-lönd láta sér duga minni ríkisútgjöld en Íslendingar í hlutfalli viđ landsframleiđslu, en ţrettán OECD-lönd hafa meiri ríkisútgjöld en Íslendingar miđađ viđ landsframleiđslu. Til samanburđar var hlutfall ríkisútgjaldanna í landsframleiđslunni á Íslandi 1990 langt fyrir neđan međallag á OECD-svćđinu. Ađeins sex OECD-lönd létu sér ţá duga minni ríkisútgjöld miđađ viđ landsframleiđslu en Ísland. Tökum Írland til dćmis. Ríkisútgjöld á Írlandi voru svipuđ og á Íslandi um 1990, eđa 43 prósent af landsframleiđslu ţar a móti 42 prósentum hér. Síđan ţá hafa Írar dregiđ markvisst úr ríkisumsvifum, svo ađ ríkisútgjöldin ţar í ár eru komin niđur í 35 prósent af landsframleiđslu á móti 45 prósentum hér heima. Hér er komin ein skýringin á ţví, ađ Írland hefur búiđ viđ svo mikinn og jafnan hagvöxt mörg undangengin, ţví ađ hófleg skattheimta og hófleg ríkisumsvif örva hagvöxt til langs tíma litiđ. Hlutur ríkisins í landsframleiđslunni hér heima (45 prósent 2007) er kominn upp fyrir Noreg (42 prósent), en hann er eftir sem áđur talsvert minni en í Danmörku (51 prósent), Finnlandi (49 prósent) og Svíţjóđ (55 prósent). 

Til baka