Forsaga kvótans: Taka tvö

Jens Evensen hét mađur. Hann má kalla höfuđarkitekt ţeirrar auđlindastjórnar sem hefur gert Noreg ađ fyrirmynd annarra olíuríkja. Evensen varđ síđar hafréttarráđherra Noregs, en hann var embćttismađur í fjármálaráđuneytinu í Ósló ţegar olían fannst í norskri lögsögu fyrir 1970. Hann taldi sér skylt ađ koma stjórnmálamönnum í skilning um ađ olíuauđinn skyldi skođa sem sameign norsku ţjóđarinnar. Ţannig tókst Norđmönnum ađ girđa fyrir rentusókn. Nú, hálfri öld síđar, eru „olíufurstar“ nćr óţekktir í Noregi. Orđiđ kemur varla fyrir í máli manna. Öđru máli gegnir ţví um Noreg en Ísland ţar sem „kvótakóngar“ og „sćgreifar“ hafa lengi veriđ međal algengustu orđa í ţjóđmálaumrćđunni líkt og fáráđar (e. oligarchs) í Rússlandi.

Stjórn Norđmanna á olíuauđi sínum markast af ţví ađ olía og gas innan norskrar lögsögu voru frá öndverđu skilgreind í lögum sem sameignarauđlindir. Lögin innsigluđu rétt norsku ţjóđarinnar til auđlindarentunnar, ţ.e. til teknanna af olíulindunum. Á grundvelli ţessara laga hefur norska ríkiđ međ árunum leyst til sín um 80% af auđlindarentunni fyrir hönd skattgreiđenda og lagt mestan hluta fjárins í olíusjóđ sem heitir nú lífeyrissjóđur. Í honum er nú meira en ein trilljón Bandaríkjadala eđa 800.000 dalir (80 mkr.) á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi. Engin önnur ţjóđ heimsins á gildari auđlindasjóđ en ţennan.

Norska ţingiđ setti sjálfu sér og sjóđnum siđareglur („bođorđ“) til ađ tryggja ađ ráđstöfun sjóđsins gagnađist núlifandi og óbornum kynslóđum Norđmanna í senn. Eftir ađ Seđlabanka Noregs var tryggt aukiđ sjálfstćđi 2001 var bankanum falin stjórn olíusjóđsins fyrir hönd fjármálaráđuneytisins. Ţetta var gert til ađ halda stjórnmálamönnum í hćfilegri fjarlćgđ frá sjóđnum. Ţannig hefur Norđmönnum tekizt ađ komast hjá rentusókn og tengdum vandamálum sem hafa hrjáđ fjölmörg önnur olíuríki um allan heim.

Skipting ţjóđarauđsins í Noregi er íviđ jafnari en í Svíţjóđ og mun jafnari en á Íslandi svo sem fram kemur t.d. í bók Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuđur á Íslandi (2017, bls. 385). Norđmönnum hefur tekizt ađ komast hjá skađlegum átökum um skiptingu olíurentunnar eđa a.m.k. girđa fyrir ađ slík átök leiddu til teljandi misskiptingar. Noregur var fullţroska lýđrćđisríki löngu áđur en olían fannst. Ţađ skiptir máli. Lýđrćđisríki eru ólíklegri en einrćđisríki til ađ láta menn komast upp međ ađ sölsa undir sig eigur annarra, ţ.m.t. auđlindir, til ađ tryggja völd sín.

Ólíkt olíustjórn Norđmanna er fiskveiđistjórnin hér heima reist á innbyrđis ţversögn. Kvótakerfiđ er reist á upphaflegri úthlutun veiđiheimilda sem mismunađi mönnum og braut ţar međ gegn stjórnarskránni eins og mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna stađfesti 2007 og Hćstiréttur Íslands hafđi áđur stađfest 1998. Frjálst framsal kvóta var ćskilegt af hagkvćmnisástćđum en slíkt framsalsfrelsi útheimti upphaflega úthlutun án mismununar. Vandinn liggur ţví ekki í kvótanum sjálfum og viđskiptum međ hann heldur í mismununinni viđ upphaflega úthlutun sem var reist á veiđireynslu áranna 1980-1983. Vandinn hefur undiđ upp á sig.

Alţingi gafst loksins upp fyrir kröfunni um veiđigjald 2002, en ţá ađeins til málamynda. Skv. útreikningum Indriđa Ţorlákssonar fv. ríkisskattstjóra duga veiđigjöldin ađeins til ađ beina 10% fiskveiđirentunnar til rétts eiganda, fólksins í landinu, međan 90% renna áfram til útvegsmanna. Ţetta fyrirkomulag er eins langt frá norskri olíustjórn og hugsazt getur. Norska fyrirmyndin um auđlindir í ţjóđareigu gat varla nćrtćkari veriđ en hún var ekki rćdd á Alţingi. Fyrstu lögin um fiskveiđistjórnina voru samin á skrifstofum LÍÚ eins og Halldór Jónsson rekur í ritgerđ sinni „Ákvarđanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiđa“ (Samfélagstíđindi 1990, bls. 99-141).

Frekar en ađ taka norska olíustjórn sér til fyrirmyndar kaus Alţingi í reyndinni ađ fylgja fordćmi norskrar fiskveiđistjórnar ţar sem veiđileyfum er úthlutađ til skipa án endurgjalds líkt og tíđkast annars stađar í Evrópu ţótt fiskstofnar séu ţar sumir á hverfanda hveli. Noregur og önnur Evrópulönd telja sig hafa efni á slíku ráđslagi ţar eđ sjávarútvegur skiptir ţar ekki miklu máli. Ţađ á ekki viđ um Ísland ţar sem sjávarútvegur gegnir mikilvćgu hlutverki í ţjóđarbúskapnum og ekki bara í einstökum fámennum byggđarlögum líkt og í Noregi og úti í Evrópu. Ţar liggur mikilvćgur munur.

Norđmenn ákváđu fyrir löngu ađ niđurgreiđa sjávarútveg myndarlega líkt og landbúnađ einkum til ađ styrkja Norđur-Noreg. Ţar eđ sjávarútvegur skiptir litlu máli í norskum ţjóđarbúskap á heildina litiđ hafa menn ekki sett kostnađinn fyrir sig. Snemma varđ ljóst ađ olía myndi skipta norskan ţjóđarbúskap miklu máli. Ţess vegna m.a. kom ekki til álita ađ sóa olíurentunni líkt og fiskirentunni. Ţess vegna sló norska ţingiđ eign ţjóđarinnar á olíulindirnar frá byrjun frekar en ađ sleppa ţeim í hendur einkavina líkt og Rússar og ýmsar ađrar olíuţjóđir hafa gert. Alţingi fór rússnesku leiđina í fiskveiđistjórnarmálinu. Ţađ hefur reynzt afdrifaríkt. Gúglađu „bófaflokkur“ og nafn Sjálfstćđisflokksins kemur upp strax í fimmtu línu. Ţannig fer ćvinlega fyrir ţeim sem fara í útreiđartúr á tígrisdýri

Fréttablađiđ, 24. maí 2018.


Til baka