Forsetinn og stjórnarskráin

Fimm karlar og fjórar konur bjóđast nú til ađ gegna embćtti forseta Íslands nćstu fjögur ár. Frambjóđendurnir níu virđast hafa býsna ólíkar hugmyndir um hlutverk forsetans. Misrćmiđ virđist stafa m.a. af ţví ađ gildandi stjórnarskrá frá 1944 kveđur ekki skýrt á um hlutverk og valdsviđ forsetans heldur býđur hún upp á mistúlkanir og er ţví meingölluđ og mćtti nefna marga fleiri galla til sögunnar.

Ólíkar hugmyndir um valdsviđ forsetans komu skýrt fram 2004 ţegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum í fyrsta sinn međ ţví ađ vísa umdeildum fjölmiđlalögum í ţjóđaratkvćđi. Ţennan rétt vissu flestir ađ forsetinn hefur skv. 26. grein stjórnarskrárinnar ţótt málskotsrétturinn lćgi óvirkjađur fyrstu 60 ár lýđveldistímans. Lögfrćđingar og ađrir stigu ýmsir fram 2004 líkt og varđhundar fyrir stjórnmálaflokkana á Alţingi til ađ vefengja málskotsrétt forsetans. Ţađ var ţó einmitt til höfuđs flokkunum á Alţingi ađ málskotsrétturinn var ađ gefnu tilefni settur í stjórnarskrána 1944 ađ frumkvćđi Sveins Björnssonar síđar forseta Íslands til ađ tryggja almannahag og til ađ skerpa valdmörk og efla mótvćgi  (e. checks and balances). Nú hefur málskotsréttinum veriđ beitt ţrisvar. Nýja stjórnarskráin sem kjósendur samţykktu 2012 kveđur skýrt á um málskotsrétt forsetans og einnig til frekara öryggis um rétt 10% kjósenda til ađ skjóta lögum frá Alţingi í ţjóđaratkvćđi. Um málskotsréttinn er enginn ágreiningur međal frambjóđendanna níu.

Í ljósi ţessarar sögu vekur ţađ athygli ađ flestir forsetaframbjóđendurnir nú ef Sturla Jónsson vörubílstjóri er undan skilinn virđast ekki líta svo á ađ forseti Íslands geti lagt fram frumvörp á Alţingi. Enginn frambjóđandi nema Sturla hefur fjallađ um máliđ eđa lýst áhuga á ţví. E.t.v. halda ţau eins og varđhundarnir frá 2004 ađ forsetinn hafi ekki slíka heimild og ţess vegna hafi henni aldrei veriđ beitt. Sé svo fara ţau villur vegar. Ţetta er rétt hjá Sturlu. Hér eru rökin.

Skođum máliđ liđ fyrir liđ. Ađ sönnu eru smíđagallar á gömlu stjórnarskránni og valda ţví ađ stundum ţarf ađ lesa saman greinar til ađ komast ađ kjarna máls. Einmitt ţessi samlestrarţörf virtist rugla suma í ríminu 2004 og veitti um leiđ vatni á myllu ţeirra sem tortryggđu málskotsréttinn. Greinar Reynis Axelssonar stćrđfrćđings í Morgunblađinu 2004 tóku öđrum greinum fremur af tvímćli um málskotsréttinn enda er ekki lengur um hann deilt. Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurđur Líndal tóku í sama streng og Reynir.

 

Í 25. gr. stjórnarskrárinnar stendur: „Forseti lýđveldisins getur látiđ leggja fyrir Alţingi frumvörp til laga og annarra samţykkta.“ Ţetta getur varla skýrara veriđ. Sumir segja: Já, en í 13. grein stendur: „Forsetinn lćtur ráđherra framkvćma vald sitt.” Eđlilegt virđist ţó í samrćmi viđ rök Reynis Axelssonar varđandi málskotsréttinn ađ líta svo á ađ 13. greinin eigi ekki viđ hér ţar eđ rétturinn til ađ leggja frumvörp fyrir Alţingi felur ekki í sér vald. Eđlileg túlkun 13. greinar er ađ ráđherrar međ ráđuneytisstarfsmenn á sínum snćrum geti létt undir međ forsetanum međ ţví ađ sjá um framkvćmdaratriđi fyrir hann.

Vilji menn túlka 13. greinina svo bókstaflega ađ forsetinn geti ekkert gert nema fyrir atbeina ráđherra ţótt sú túlkun stangist á viđ grundvallaratriđi stjórnskipunarinnar skv. stjórnarskránni međ málskotsrétti auk annars, ţá sér stjórnarskráin viđ ţví ţar eđ í 15. grein hennar segir: „Forsetinn skipar ráđherra og veitir ţeim lausn.“ Sumir virđast líta svo á ađ í stjórnskipun Íslands sé óskráđ ţingrćđisregla, jafnsett skriflegri stjórnarskrá, og sú regla ţrengi svigrúm forseta m.a. til ađ skipa ráđherra eftir eigin höfđi ţótt ţađ standi skýrum stöfum í 15. greininni. Ţessi óskráđa regla, sé hún til stađar, er skálkaskjól ţeirra sem hafna öllu ađhaldi ađ Alţingi og var m.a. til hennar vísađ ţegar menn ţrćttu fyrir málskotsréttinn 2004.

Nýrri grein, nr. 38, var bćtt í stjórnarskrána 1991 ţegar deildaskipting Alţingis var afnumin en ţar segir: „Rétt til ađ flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alţingismenn og ráđherrar.“ Ţessi réttur nćr augljóslega einnig til utanţingsráđherra. Ţar sem 38. grein tryggir rétt ráđherra (og alţingismanna!) til ađ flytja frumvörp til laga, ţá hlýtur 25. greinin ađ fjalla um eitthvađ annađ en 38. grein. Međ öđrum orđum: 25. greinin getur ekki veriđ bundin viđ heimild til ráđherra ađ leggja fram frumvörp til laga fyrir hönd forseta. Ţess vegna ţarf ađ skilja og túlka 25. greinina eins og hún er orđuđ, ţ.e. sem heimild eđa rétt forseta til ađ leggja fyrir Alţingi frumvörp til laga.

Í ţessu ljósi sjáum viđ ađ forseti Íslands hefur heimild eđa rétt skv. stjórnarskránni frá 1944 til ađ leggja frumvörp fyrir Alţingi á eigin spýtur. Kjósi forsetinn eigi ađ síđur ađ leita eftir atbeina ráđherra og takist honum ekki ađ fá sitjandi ráđherra til ađ flytja fyrir sig frumvarp skv. 38. grein, ţá getur hann einfaldlega skipađ nýjan ráđherra skv. 15. grein til ađ flytja frumvarpiđ. Lýsi ţingiđ svo sem lög leyfa (en ekki stjórnarskráin, ekki enn) vantrausti á nýskipađan ráđherra viđ slíkar kringumstćđur til ađ aftra honum frá ađ leggja fram frumvarp forsetans, brýtur ţingiđ gegn stjórnarskránni, ţ.e. ţeirri grein hennar, 25. grein, sem veitir forsetanum heimild til ađ leggja frumvörp fyrir Alţingi.

Forseta Íslands er ţví heimilt skv. gildandi stjórnarskrá ađ leggja m.a. nýju stjórnarskrána sem kjósendur samţykktu međ tveim ţriđju hlutum atkvćđa í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 2012 fyrir Alţingi, t.d. ađ loknum ţingkosningum í haust verđi Alţingi sjálft ekki fyrra til.

Fréttablađiđ, 16. júní 2016.


Til baka