Framtíđin brosir enn viđ Brasilíu

Rio de Janeiro – Argentína var ţrisvar sinnum ríkari en Brasilía mćlt í ţjóđartekjum á mann ţegar löndin tóku sér sjálfstćđi, Argentína 1816 og Brasilía 1822.  Argentína stóđ ţá skammt ađ baki Spánar á ţennan kvarđa en Brasilía var ađeins hálfdrćttingur á viđ Portúgal.  Ţegar Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 var landiđ átta til tíu sinum ríkara en Brasilía mćlt í tekjum á mann.  Á valdatíma Peróns forseta í Argentínu 1944-1955 var munurinn fimm- til sexfaldur Argentínu í vil. 

Síđan hefur dregiđ saman međ löndunum tveim.  Nú eru tekjur á mann í Argentínu ađeins um ţriđjungi hćrri en í Brasilíu.  Ýmsir félagsvísar hníga í sömu átt.  Áriđ 1960 gat nýfćtt barn í Argentínu vćnzt ţess ađ lifa ellefu árum lengur en nýfćtt barn í Brasilíu.  Nú er munurinn ađeins eitt ár.  Međalćvilengd Argentínumanna er nú tćplega 77 ár (eins og hún var á Íslandi 1980) á móti tćplega 76 árum í Brasilíu (Ísland 1975).  Brasilía hefur tekiđ skjótari framförum en Argentína. 

Ţetta sá austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig fyrir ţegar hann settist ađ í Brasilíu 1940, gyđingur á flótta frá Evrópu undan nasistum.  Hann hafđi fyrst flúiđ til Englands 1934 og ţađan til Bandaríkjanna og áfram til Brasilíu.  Zweig hafđi kynnzt Suđur-Ameríku á PEN-ţinginu í Buenos Aires 1936, heimsţingi rithöfunda ţar sem Halldór Kiljan Laxness flutti og fékk samţykkta tillögu til varnar friđi og fórnarlömbum fasista í Evrópu.  Halldór sagđi frá ţví síđar ađ Zweig hefđi orđađ viđ sig á ţinginu ţá hugmynd ađ flytjast til Íslands.  En Brasilía varđ ofan á. 

Zweig sagđist aldrei hafa séđ fegurri sjón en á innsiglingunni til Rio de Janeiro.  Hann bjó ţar ásamt konu sinni og í nćrsveitum í hálft annađ ár, fór víđa um landiđ og gekk frá fjórum bóka sinna til útgáfu: Brasilía: Framtíđarlandiđ, Manntafl, Veröld sem var og Balzac.  

Íbúđ Zweig-hjónanna í Petropólis skammt fyrir norđan Ríó er nú safn til minningar um ţau, Casa Stefan Zweig.  Manntafl tengist Íslandi á ţann veg ađ margir telja ađ fyrirmynd söguhetjunnar, skáksnillings sem forđast taflborđ eins og heitan eld af ótta viđ ađ missa vitiđ, hljóti ađ vera íslenzki hćstaréttarlögmađurinn Björn Kalman ţar eđ ţekkt ćviatriđi hans séu svo nauđalík lýsingum Zweigs í bókinni.  Um ţessa kenningu hafa m.a. Garđar Sverrisson rithöfundur og Guđmundur G. Ţórarinsson fv. alţingismađur birt fróđlegar ritgerđir í Lesbók Morgunblađsins og verđur ţeim íslenzka vinkli sögunnar vonandi haldiđ til haga í Casa Stefan Zweig í Petropólis ţar sem Manntafl er í forgrunni safnsins. 

Brasilía: Framtíđarlandiđ er falleg bók.  Zweig lýsir ţví ţar líkt og í sjálfsćvisögunni Veröld sem var ađ hann tapađi öllu tvisvar, fyrst í fyrra stríđi og síđan aftur í hinu síđara.  Hann leit á sig sem Evrópumann í fyrsta lagi og Austurríkismann í öđru lagi.  Ađ tapa Evrópu aftur í hendur vitfirrtra ţjóđrembla olli honum djúpri ţjáningu.  Ţess vegna ţótti honum Brasilía svo undurfögur.  Hann hafđi fundiđ landiđ ţar sem börnin – allavega á litinn, súkkulađi, mjólk, kaffi – leiđast hlćjandi heim úr skólanum, landiđ ţar sem tunga heimamanna á engin ókvćđisorđ eins og ţau sem hvítir Bandaríkjamenn nota sumir jafnvel enn um svarta međbrćđur sína og systur.  Zweig ýkti.  Hann ýkti alltaf, ţađ var hans stíll.  Brasilía var ekki alveg laus viđ fordóma og mismunun ţótt minna fćri ţar fyrir slíku en í Bandaríkjunum eđa Evrópu sem stóđ í björtu báli og ţar sem helförin gegn gyđingum kostađi ţegar upp var stađiđ sex milljónir mannslífa. 

Ţótt Stefan Zweig lyki fjórum snilldarverkum ţann stutta tíma sem hann bjó í Brasilíu, ţ.m.t. ţrjár beztu bćkurnar hans ađ margra dómi, Manntafl, Veröld sem var og Balzac, ţá dugđi ţađ ekki til ađ lyfta af honum ţungu oki ţeirrar ţjáningar sem stríđiđ í Evrópu olli honum, stríđi sem enginn gat vitađ 1942 hvernig myndi ljúka.  Sextugur ađ aldri, eftir ađeins átján mánađa vist í nýjum heimkynnum sem hann elskađi, ákvađ Zweig ađ stytta sér aldur og ţau hjónin bćđi saman.  Hún hét Elisabet Charlotte Altmann, kölluđ Lotte, og var 27 árum yngri en hann. 

Zweig skildi eftir sig bréf sem hangir á vegg í Casa Stefan Zweig.  Bréfinu lýkur međ ţessum orđum í ţýđingu Ţórarins Guđnasonar lćknis: 

Svo kveđ ég alla vini mína.  Vonandi lifa ţeir ţađ ađ sjá rođa nýs dags eftir ţessa löngu nótt.  En mig brestur ţolinmćđi, og ţví fer ég á undan ţeim.“

Fréttablađiđ, 9. maí 2019.


Til baka