Fyrirmynd frá Suđur-Afríku

Suđur-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öđrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurđ stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varđ til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suđur-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráđabirgđa, ţar sem kveđiđ var á um nokkur helztu atriđi, sem ţurfti ađ lagfćra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveđiđ á um, hvernig stađiđ skyldi ađ frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráđabirgđaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, ţegar lokagerđ stjórnarskrárinnar varđ ađ lögum. Smíđi bráđabirgđaskrárinnar tók ţví fimm mánuđi, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viđbótar. Til viđmiđunar tók stjórnarskrá Ţýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfrćđingar voru hafđir međ í ráđum í Suđur-Afríku, einkum ţýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráđ ţeirra ţóttu gefast vel. Prófessor du Plessis telur, ađ hyggilegt gćti veriđ fyrir Stjórnlagaţingiđ, sem verđur kjöriđ á laugardaginn, ađ láta sér duga ađ leggja fram tillögu ađ bráđabirgđastjórnarskrá. Indriđi Indriđason prófessor í stjórnmálafrćđi í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Ţar bendir hann á, ađ stjórnarskrár eru flóknar, ţótt ţćr ţurfi ekki ađ vera miklar ađ vöxtum. Ég er sammála ţeim du Plessis og Indriđa. Ţess vegna hef ég lagt til, ađ Stjórnlagaţingiđ fćrist ekki of mikiđ í fang á ţeim nauma tíma, sem ţví er skammtađur í lögum. Stjórnlagaţingiđ ćtti heldur ađ láta sér duga ađ bćta stjórnarskrána frá 1944 til bráđabirgđa í ţeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins ađ bćta strax eđa bćta viđ, og kveđa jafnframt á um lúkningu verksins, ţannig ađ lokagerđ stjórnarskrárinnar geti legiđ fyrir innan tveggja ára.

Suđur-afríska stjórnarskráin er löng í samrćmi viđ lagahefđ landsins. Ţar er t.d. kveđiđ á um ţjóđfána og ţjóđsöng, sem fćstum ţykir nauđsynlegt ađ tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda ţurfti Suđur-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til ađ snúa bakinu viđ mannréttindabrotum ađskilnađarstjórnarinnar, sem tapađi ţingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefniđ til ţess, ađ landiđ ţurfti ađ setja sér nýja stjórnarskrá.

Ekkert ákvćđi er í suđur-afrísku stjórnarskránni um ţrískiptingu valds. Ţađ stafar af ţví, ađ ţrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suđur-Afríku, ađ ekki ţykir ţörf á sérstökum ákvćđum um hana í stjórnarskránni. Ađsetur framkvćmdarvaldsins er í höfđuđborginn Pretoríu í norđurhluta landsins, Hćstiréttur situr í Bloemfontein í miđju landi og ţingiđ í Höfđaborg syđst í landinu, og hefur svo veriđ um langt árabil. Langt er á milli borganna ţriggja, enda er landiđ stórt, tólf sinnum stćrra en Ísland ađ flatarmáli. Dómstólarnir eru óháđir ríkisvaldinu. Mjög er reynt ađ vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar ţá eftir föstum reglum og einnig ráđherra, og ţeir sitja ekki á ţingi. Ţrískipting valdsins er virk.

Stjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanrćki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varđandi almannaţjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki ţurfa ađ útvega sjúklingum lyf gegn eyđniveirunni í blóra viđ ákvćđi í stjórnarskránni, gćti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipađ heilbrigđisráđherranum ađ tryggja sjúklingum ađgang ađ nauđsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigđisráđherrann ađ ţráskallast viđ slíkum tilmćlum, myndi hann gera sig sekan um virđingarleysi gagnvart dómstólnum, og ţađ er refsivert athćfi. Ríkissaksóknari gćti ţá látiđ máliđ til sín taka. Ráđherrann myndi ţví ađ mestum líkindum kjósa ađ hlíta tilmćlum stjórnlagadómstólsins. Ţetta eru dćmi um lifandi ađhald og eftirlit í landi, ţar sem ţrískipting valdsins er eins og hún á ađ vera. Ýmis mál af ţessu tagi hafa komiđ upp síđustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á ţeirri forsendu, ađ löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Ţessum dćmum er ćtlađ ađ útmála ţörfina fyrir ađ bćta ákvćđi um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til ađ styrkja stöđu dómstólanna gagnvart framkvćmdarvaldinu.


Til baka á Stjórnlagaţing

Til baka í Greinar