Gylfi Ţ. Gíslason
1917-2004

Málverk: Vignir Jóhannsson

Gylfi Ţ. Gíslason fćddist í Reykjavík 7. febrúar 1917, sonur hjónanna Ţorsteins Gíslasonar skálds og ritstjóra og Ţórunnar Pálsdóttur konu hans. Systkini Gylfa voru Vilhjálmur útvarpsstjóri, Ingi kennari, Nanna verzlunarmađur, Baldur verzlunarmađur og Freyr verzlunarmađur, og var Gylfi ţeirra yngstur.
      Gylfi ólst upp í foreldrahúsum í Ţingholtsstrćti 17 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936, kandidatsprófi í rekstrarhagfrćđi frá Háskólanum í Frankfurt 1939 og doktorsprófi í ţjóđhagfrćđi frá sama skóla 1954. Hann stundađi einnig háskólanám í Vín 1937-38, Danmörku, Sviss og Bretlandi 1946, Bandaríkjunum 1952 og loks í Ţýzkalandi 1954.
      Gylfi var hagfrćđingur í Landsbanka Íslands 1939-40, hafđi veriđ sumarstarfsmađur ţar á námsárunum, og hann var einnig stundakennari í Viđskiptaháskóla Íslands ţennan sama vetur og dósent ţar 1940-41. Hann var stundakennari í Menntaskólanum í Reykjavík 1939-56 ađ einu ári undanskildu. Hann var dósent í Háskóla Íslands 1941-46 og prófessor í sama skóla 1946-56 og 1972-87.
      Gylfi var ţingmađur Alţýđuflokksins 1946-78, menntamálaráđherra 1956-71, iđnađarráđherra 1956-58 og viđskiptaráđherra 1958-71. Hann gegndi fjölmörgum trúnađarstörfum fyrir Alţýđuflokkinn og var formađur hans 1968-74. Hann var forseti sameinađs Alţingis 1974. Hann var formađur Hagfrćđingafélags Íslands 1951-59 og sat í Ţjóđleikhúsráđi 1954-87. Hann sat einnig í stjórn Tjarnarbíós, síđar Háskólabíós, 1949-70 og í stjórn Almenna bókafélagsins 1961-92. Ţá var hann fulltrúi Íslands í stjórn Alţjóđagjaldeyrissjóđsins 1956-65 og Alţjóđabankans 1965-71. Hann var formađur Rannsóknaráđs ríkisins 1965-71 og sat í Norđurlandaráđi 1971-78 og var formađur menningarmálanefndar ráđsins ţau ár. Hann var einnig formađur Norrćna félagsins 1984-91 og sat í stjórn Norrćna hússins 1984-93.
      Gylfi skrifađi mikiđ um hagfrćđileg efni og stjórnmál, og eftir hann liggja margar bćkur um ţau efni, ţar á međal kennslubćkur um rekstrarhagfrćđi, fiskihagfrćđi, bókfćrslu og ţjóđhagfrćđi. Međal annarra bóka hans eru Marshalláćtlunin (1948), Jafnađarstefnan (1977), Viđreisnarárin (1997) og Vegsemd ţess og vandi ađ vera Íslendingur (1994), og hefur sú bók einnig birst á ensku og ţýzku. Hann skrifađi einnig fjölda ritgerđa og greina, sem birst hafa í tímaritum og bókum innan lands og utan, og hélt ýmsar tćkifćrisrćđur, og birtist úrval ţeirra í ritgerđasafninu Hagsćld, tími og hamingja (1987) og í rćđusafninu Minni um nokkra íslenska listamenn (2003). Gylfi samdi sönglög frá unglingsárum fram yfir miđjan aldur, og hafa mörg ţeirra birzt á hljómplötum og diskum í flutningi ýmissa listamanna og einnig veriđ gefin út á prenti. (Hér má heyra lag hans viđ Íslenskt vögguljóđ á Hörpu eftir Halldór Laxness, en ţetta lag birti Gylfi ekki á prenti, ţar eđ til var landsţekkt lag viđ kvćđiđ eftir vin hans, Jón Ţórarinsson tónskáld.)
     
Gylfi andađist ađ heimili sínu viđ Aragötu 11 í Reykjavík 18. ágúst 2004.
      Eiginkona Gylfa var Guđrún Vilmundardóttir (1918-2010). Ţau gengu í hjónaband 1939 og bjuggu í Garđastrćti 13a í Reykjavík til 1948 og fluttu ţá á Aragötu 11. Ţau eignuđust ţrjá syni.
   

Til baka