Jafnrćđi gagnvart lögum

Bandaríkjamenn standa í stórrćđum. Robert Mueller, sérstakur saksóknari, hefur nú um hálfs árs skeiđ rannsakađ meint ólöglögt samráđ Trumps Bandaríkjaforseta og manna hans viđ Rússa í ađdraganda forsetakjörsins 2016. Tilefniđ er grunur sem nálgast fullvissu um ađ Rússar hafi blandađ sér í kosningabaráttuna ef ekki beinlínis í sjálfar kosningarnar. Fyrir nokkrum dögum voru tveir menn sem áđur voru handgengnir Trump forseta ákćrđir fyrir margvísleg lögbrot. Fv. kosningastjóri Trumps, Paul Manafort, var ákćrđur m.a. fyrir fjárböđun, meinsćri, samsćri gegn Bandaríkjunum og skattsvik. Hann segist vera saklaus. Hjálparkokkur hans og viđskiptafélagi, Rick Gates, segist einnig saklaus, en hann var ákćrđur fyrir ólöglegt samráđ viđ Rússa, m.a. gegnum Oleg Deripaska, rússneska fávaldinn (e. oligarch) sem sumir Íslendingar ţekkja.

Einn mađur enn, George Papadopoulos, fv. ráđgjafi Trumps, reyndist hafa játađ á sig meinsćri fyrir nokkru og sungiđ um hina tvo. Flestir gera ráđ fyrir fleiri ákćrum innan tíđar. Hinir ákćrđu verđa dregnir fyrir dóm í New York og Virginíu frekar en fyrir alríkisdómstól ţar eđ forsetinn hefur ekki skýra heimild til ađ sýkna menn sem fylkisdómstólar sakfella. Hlutverk saksóknarans og manna hans er ađ komast til botns í málinu. Ţeim er alvara.

Bandaríkjastjórn lítur á Rússland sem óvinveitt ríki eftir ţađ sem á undan er gengiđ í samskiptum Rússa viđ granna sína í suđri, nú síđast í Úkraínu. Ţess vegna hafa Bandaríkjamenn ásamt öđrum ţjóđum, ţ.m.t. Íslendingar, lagt strangar viđskiptahömlur á Rússland. Og ţess vegna er Paul Manafort, kosningastjórinn fv., m.a. sakađur um samsćri gegn Bandaríkjunum sem er nćsti bćr viđ landráđ. Ţannig eru Bandaríkin. Lögin ná yfir háa sem lága, a.m.k. stundum ţegar mikiđ liggur viđ. Klukka réttvísinnar gengur.

Margir vitnisburđir benda til náinna tengsla Trumps viđ Rússa langt aftur í tímann, m.a. viđ ţekkta mafíósa. Einn angi málsins sem Mueller saksóknari rannsakar nú snýst um Trump-Soho-bygginguna í New York. Ţar var Trump í slagtogi međ dćmdum rússneskum sakamanni. Grunur leikur á ađ byggingin hafi veriđ notuđ til fjárböđunar og skattsvika. Ekki bara Mueller saksóknari heldur einnig sumir helztu fréttamiđlar heims liggja yfir málinu og hafa m.a. sent menn til Íslands vegna gruns um tengsl viđ meinta fjárböđun á Íslandi fyrir Rússa fyrir hrun svo sem fram kemur í málsskjölum fyrir rétti í New York.

Íslenzk yfirvöld hafa ekki sinnt ábendingum um ađ rannsaka ţennan ţátt bankahrunsins. Alţingi lét m.a.s. undir höfuđ leggjast ađ láta rannsaka einkavćđingu bankanna. Og nú, níu árum eftir hrun, telur Kjarninn sig tilneyddan ađ stefna Seđlabankanum til fá ógilta međ dómi ákvörđun bankans um ađ synja miđlinum um ađgang ađ símtali ţv. seđlabankastjóra og forsćtisráđherra 6. október 2008. Seđlabankinn hefur skýlt sér á bak viđ bankaleynd eins og henni sé ćtlađ ađ vera skálkaskjól. Saksóknurum og Alţingi hefđi veriđ í lófa lagiđ ađ hefja rannsókn allra ţessara mála formsins vegna til ađ girđa fyrir fyrningarfresti. Ţađ var ţó ekki gert.

Grunurinn sem nálgast fullvissu um afskipti Rússa af kosningabaráttunni 2016 er litinn alvarlegum augum í Bandaríkjunum ţar sem ströng lög gilda um afskipti útlendinga af kosningum. Útlendingum er t.d. bannađ međ lögum ađ veita frambjóđendum í bandarískum kosningum fjárstuđning. Útlendingum er ţó auđvitađ ekki bannađ ađ skrifa greinar til stuđnings frambjóđendum. Rússar geta ţví varizt ásökunum um afskipti af kosningabaráttunni međ vísan til málfrelsis. Ţeim er jafnfrjálst ađ punda áróđri á bandaríska kjósendur á samfélagsmiđlum eins og ţeim er t.d. frjálst ađ birta kosningagreinar í ţarlendum fjölmiđlum og miđla leknum tölvupóstum. Bandarísk yfirvöld telja fullsannađ ađ Rússar hafi stoliđ og lekiđ tugţúsundum tölvupósta frá demókrötum, einkum forsetaframbjóđandanum Hillary Clinton, gagngert til ađ koma höggi á hana og hjálpa Trump.

Hitt er alvarlegra ađ grunur beinist nú ekki bara ađ baráttunni um hylli kjósenda heldur einnig ađ talningu atkvćđa. Rifjast ţá upp fleyg ummćli Jósefs Stalín: „Ţađ er ekki fólkiđ sem kýs sem skiptir máli heldur fólkiđ sem telur atkvćđin“. Víđast hvar í Bandaríkjunum eru kosningar rafrćnar. Atkvćđaseđlum er ţá ekki til ađ dreifa. Endurtalning getur ţví reynzt erfiđ eđa ógerleg. Kosningavélarnar eru af ýmsu tagi, smíđađar af alls kyns fyrirtćkjum um allt land. Bent hefur veriđ á ađ tölvuţrjótar geti hćglega brotizt inn í tölvukerfin sem stýra gangi vélanna til ađ breyta niđurstöđum rafrćnnar talningar. Fyrir 2016 gerđu bandarísk yfirvöld lítiđ úr ţessari hćttu, en nú er komiđ annađ hljóđ í strokkinn. Ćtla má ađ ţrjár rannsóknarnefndir Bandaríkjaţings sem grafast nú fyrir um tengsl Trumps viđ Rússa láti ţessa hliđ málsins einnig til sín taka.

Fréttablađiđ, 2. nóvember 2017.


Til baka