Landiđ okkar góđa, ţú og ég

Stelsjúkt fólk er ţjófótt, ţađ vitum viđ öll, en ţjófótt fólk ţarf ekki ađ vera stelsjúkt. Ţessi greinarmunur hástigs og lćgri stiga á víđa viđ. Tilćtlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig ađ henni sé betur lýst sem tilćtlunarsýki. Tökum t.d. Pálínu, eiginkonu Ćgis Ó. Ćgis, forstjóra Gleđilegra jóla hf. Hún er aukapersóna í Deleríum búbónis, gamanleik Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Frú Pálína er friđlaus nema hún komist yfir bílnúmeriđ R-9. „Líf mitt er einskis virđi án ţess“, segir hún og lćtur sig engu varđa ađ Gunnar Hámundarson leigubílstjóri hefur átt númeriđ frá öndverđu, níu er happatalan hans og konunnar og hann vill ekki láta ţađ af hendi.

 

Deleríum búbónis heyrđist fyrst í útvarpinu 1954 ţegar ferill fyrstu helmingaskiptastjórnar Sjálfstćđisflokksins og Framsóknar var rösklega hálfnađur. Ţar er ţeim lýst Ćgi forstjóra og mági hans, jafnvćgismálaráđherranum, bróđur frú Pálínu. Ţeir selja Afríkumönnum mađkétinn fisk og hafa lagt undir sig innflutning á ávöxtum og öđrum jólavarningi. Heilbrigđiseftirlitiđ setur skipiđ sem flytur varning ţeirra til landsins í sóttkví vegna gruns um hćttulegan kvikfjársjúkdóm um borđ.

Ćgir hringir í forstjóra Heilbrigđiseftirlitsins og segir: „ mágur minn bađ mig ađ skila til ţín ađ ţađ losni prófessorsembćtti viđ Háskólann á nýárinu ef ţetta verđur klárt fyrir ţrjú.“ Jafnvćgisflokkurinn er dreginn sundur og saman í háđi. Í upprunalegri gerđ leiksins leysist flćkjan međ ţví ađ kvitturinn um kvikfjársjúkdóminn reynist stafa af saklausri misheyrn, skipiđ losnar úr kvínni og vinirnir ţurfa ţví ekki ađ láta Alţingi fresta jólunum.

Í nýrri gerđ leikritsins sem birtist á prenti 1961 kveđur viđ harđari tón. Nú beinist háđiđ jöfnum höndum ađ Jafnvćgisflokknum og Dreifbýlisflokknum. Einar í Einiberjarunni, „ađalfjármálaséní Dreifbýlisflokksins“, kom ekki viđ sögu í frumgerđinni nema sem ţögul aukapersóna utan sviđs, en í nýju gerđinni birtist hann í öllu sínu veldi. Ćgir forstjóri spyr: „Hvernig stendur eiginlega á ţví ađ svona ţriđja klassa karamellusali lćtur sér detta í hug ađ hann komist inn í jólabissnissinn sem 50 prósent mađur – eiga ţessi helmingaskipti ađ gilda alls stađar eđa hvađ?“ Einar er heimspekingur: „Frjáls samkeppni er auđvitađ góđ út af fyrir sig … en ţađ sér hver mađur ađ okkar litla samfélag ţolir ekki svona.“

Nú er saklausri misheyrn ekki lengur til ađ dreifa heldur tekur Einar símtöl upp á segulband til ađ fjárkúga mágana og mútar frćnda sínum í Heilbrigđiseftirlitinu til ađ ljúga upp kvikfjársmitinu til ađ knýja mágana til helmingaskipta. Hann kúgar síđan R-9 út úr bílstjóranum til ađ gleđja frú Pálínu í sárabćtur međ ţví ađ segja bílstjóranum ađ ráđherranum viđstöddum ađ ríkisstjórnin sé í ţann veginn ađ setja bráđabirgđalög um ađ taka öll einsstafsbílnúmer eignarnámi. Mágarnir hafa hitt ofjarl sinn.

Deleríum búbónis var sýnt í Iđnó 1959 og í Ţjóđleikhúsinu 1968. Leikdómari Morgunblađsins taldi ţađ „ákaflega tímabundiđ“, en bćtti viđ eins og til öryggis: „ţađ heyrir allt til horfinni tíđ, ţó viđ kunnum ađ eiga von á einhverju svipuđu í framtíđinni.“ Ţegar verkiđ var fćrt upp 1996, sagđi Valgeir Skagfjörđ, leikstjóri sýningarinnar, viđ Morgunblađiđ: „Allt sem kemur fyrir í textanum rímar mjög vel viđ ţađ sem er ađ gerast í ţjóđfélaginu.“ Ţađ er eftir mínu höfđi hárréttur skilningur á verkinu. Andrúmiđ í leikritinu rímar ađ ýmsu leyti vel viđ ástand Íslands enn í dag. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri hefur nú hrökklazt frá völdum vegna leynimakks og spillingar. Meint sakamál eru látin fyrnast. Hneykslin hrannast upp. Íslenzk stjórnmál eru athlćgi um allan heim.

Spillingarslóđinn sem einkum Sjálfstćđisflokkurinn og Framsókn draga á eftir sér nćr marga áratugi aftur í tímann. Minni flokkar hafa margir dansađ međ. Vandinn er kerfislćgur. Ţar sem fákeppni rćđur ríkjum er spilling yfirleitt ekki langt undan. Stjórnmálaflokkarnir hegđa sér eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson prófessor í heimspeki hefur lýst.

Tilćtlunarsýki stjórnmálastéttarinnar ćpir á fólkiđ í landinu nánast frá degi til dags. Látum eitt dćmi duga. „Bjarni ţarf fimm eđa sex ráđherraembćtti“, var sagt um starfandi forsćtisráđherra í Fréttablađinu um daginn eins og blađamanninum fyndist ekkert sjálfsagđara. Í nýju stjórnarskránni stendur: „ráđherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.“

En hvađ eru fimm eđa sex ráđherraembćtti milli vina? Ćgir Ó. Ćgis og mágur hans jafnvćgismálaráđherrann ćttu ekki í miklum vandrćđum međ ađ afgreiđa svo einfalda pöntun, allra sízt međ Einar í Einiberjarunni innan borđs.

Fréttablađiđ, 16. nóvember 2017.


Til baka