Linkind gagnvart fjárböđun

Róm – Ítalar hafa marga fjöruna sopiđ á langri leiđ. Landiđ varđ fasismanum ađ bráđ 1922 og beiđ ósigur ásamt Ţjóđverjum og Japönum í síđari heimsstyrjöldinni. Ţá tók viđ langt vaxtarskeiđ sem lyfti lífskjörum Ítala ţar til flokkakerfiđ sprakk af spillingu 1992-1994. Meira en helmingur ţingmanna sćtti ákćru fyrir lögbrot. Ađeins einn gamall ţingflokkur starfar enn undir óbreyttu nafni. Sumir hugguđu sig viđ ađ Seđlabanki Ítalíu hefđi ţó allavega hreinan skjöld. Svo fór ţó ađ Antonio Fazio seđlabankastjóri 1993-2005 fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu auk hárrar fjársektar (1,5 milljónir evra).

Silvio Berlusconi, ţekktur gangster og súlustađasöngvari, gekk á lagiđ. Hann var forsćtisráđherra Ítalíu í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Lífskjör Ítala hafa frá aldamótum dregizt langt aftur úr kjörum Frakka og einkum Ţjóđverja. Spilling hamlar lífskjörum og stöđugleika en hún hefur dvínađ síđan Berlusconi fór frá völdum. Nú situr 66. ríkisstjórn Ítalíu frá 1946.

 

Helmingi fleiri Ítalar treysta ţinginu í Róm (27% skv. Eurobarometer) en Íslendingar treysta Alţingi (18% skv. Gallup). Lýđrćđi hrakađi á Ítalíu í stjórnartíđ Berlusconis en lýđrćđiseinkunnin sem Freedom House gefur ítölsku lýđrćđi hefur haldizt á bilinu 88 til 90 frá 2010 á móti lćkkun í 86 í Bandaríkjunum nú og 94 á Íslandi. Ítalar lifa ári lengur ađ jafnađi en Íslendingar, eđa 83 ár á móti 82 árum, og lengur en Kaninn (78 ár), en ţađ er önnur saga.

Hefjum ţessa sögu í Svíţjóđ. Bill Browder heitir mađur, höfundur bókarinnar Eftirlýstur sem hefur komiđ út á 25 tungumálum. Hann segir farir sínar ekki sléttar. Hann á von á ađ vera myrtur hvenćr sem er ţví hann stendur á bak viđ efnahagsţvinganir Bandaríkjamanna og annarra gegn rússnesku mafíunni. Krafan um ţvinganir var svar hans viđ ţví ađ lögfrćđingur hans og vinur, Magnitsky ađ nafni, lét lífiđ saklaus í rússnesku fangelsi fyrir nokkrum árum. Nú segir Browder ađ Svíar árćđi ekki ađ rannsaka á eigin spýtur fjárböđunina í Swedbank sem sćnska ríkissjónvarpiđ afhjúpađi í vetur leiđ heldur vilji ţeir láta rannsóknina fara fram á vegum ESB eins og ţeir séu bangnir viđ Rússa. E.t.v. skiptir ţađ máli ađ Swedbank varđ á sínum tíma til viđ samruna nokkurra sparisjóđa sem voru tengdir Jafnađarflokknum sem stjórnar nú landinu. Göran Persson fv. forsćtisráđherra er nýkjörinn formađur í bankaráđi Swedbank. Vonandi er hann ekki á sömu leiđ og Gerhard Schröder fv. kanslari Ţýzkalands sem hefur auđgazt á ţjónustu viđ rússnesk orkufyrirtćki og Tony Blair fv. forsćtisráđherra Bretlands sem hefur selt stjórnarherrum í Kasakstan ráđgjöf fyrir milljónir punda. Einn jafnađarmađurinn enn, Dominique Strauss-Kahn, fv. framkvćmdastjóri AGS, hefur selt hliđstćđa ráđgjöf í Kongó.

Ţeir sem sölsa undir sig auđlindir almennings í Rússlandi, Kasakstan, Kongó og víđar ţurfa á hjálp merkismanna ađ halda til ađ bađa tvennt í senn: illa fengiđ fé og eigiđ orđspor. Fv. stjórnmálamenn eru sumir eftirsóttir til slíkra stórţvotta. 

Ţrátt fyrir nýleg fjárböđunarhneyksli í Svíţjóđ (Swedbank) og Danmörku (Danske Bank) eru bćđi löndin líkt og Finnland og Noregur í hópi ţeirra landa sem teljast ólíklegust til ađ bađa illa fengiđ fé. Ţetta er niđurstađa stofnunar í Basel í Sviss sem birtir slíkar vísitölur (e. Basel Anti-Money Laundering Index) reistar á upplýsingum um fjárböđun og viđnám stjórnvalda gegn henni. Ísland hefur fćrzt niđur listann og fćr nú lakari einkunn en Bretland, ţekkt fjárböđunarbćli, en ţó skárri en Ítalía. Einkunn Íslands (4.6) er einnig mun lakari en einkunnir annarra Norđurlanda (2.6 til 4.1). Skalinn teygir sig frá 2.6 (Finnland, gott) til 8.3 (Afganistan, ekki gott). Íslenzk stjórnvöld virđast ekki hafa tekiđ alvarlega áskoranir innan ţings og utan um ađ láta rannsaka ábendingar um fjárböđun föllnu bankanna fyrir Rússa, m.a. í ljósi fullyrđinga rússneska auđjöfursins Borisar Berezovsky í viđtali viđ Sky-sjónvarpsstöđina áđur en hann lézt viđ dularfullar kringumstćđur í London. Seđlabanki Íslands vanrćkti skyldu sína til ađ krefja menn um upprunavottorđ fyrir gjaldeyrinn sem bankinn bauđ til landsins á kostakjörum eftir hrun. Bankinn hefur nú sölsađ undir sig Fjármálaeftirlitiđ međ fulltingi Alţingis eins og til ađ bíta höfuđiđ af skömminni. Ţeir sem láta greipar sópa um sameignarauđlindir og geyma afraksturinn í skattaskjólum ţurfa ađ gćta ađ ţví ađ ţolinmćđin gagnvart ţeim er víđa á ţrotum. Í hittiđfyrra fékk sonur Obiangs forseta Miđbaugs-Gíneu sem er jafnframt varaforseti landsins dóm í París fyrir fjársvik. Franskir dómstólar virđast nú líta efnahagsbrot hátt settra manna og vel tengdra alvarlegri augum en áđur, eđa eins og Bjarni Benediktsson skrifađi Pétri bróđur sínum1934: „Dagar linkindarinnar og svika samábyrgđarinnar hljóta ađ fara ađ styttast.“

Fréttablađiđ, 27. júní 2019.


Til baka