Ljós reynslunnar

Ţađ var á fundi um stjórnskipunarmál í Háskólanum á Bifröst um daginn, ađ gestgjafi minn, Jón Ólafsson prófessor, lagđi fyrir mig ţessa lokaspurningu: Ţarf stjórnarskráin ađ taka miđ af hugmyndum manna um ţjóđaređli? Ég hafđi gefiđ honum tilefni til ađ spyrja, ţví ađ ég hafđi í fyrirlestri mínum sagt eitthvađ á ţá leiđ, ađ stjórnvöld, sem leyfđu gengi íslenzku krónunnar ađ falla um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni frá 1939, ţegar báđar myntir voru jafngildar, virtust eiga viđ einhvers konar agavandamál ađ stríđa. Ég hafđi bćtt ţví viđ, ađ Íslendingar gefa börnunum sínum ţrisvar sinnum meira rítalín en Danir samkvćmt lyfjaskýrslum. Ekki skrifa yfirvöldin út allt ţetta rítalín, nei, ţađ gera lćknar. Vandinn er ţví ekki bundinn viđ stjórnvöld. Fyrir nokkrum árum sagđi einn merkasti jarđvísindamađur landsins viđ mig á förnum vegi: Ég ţykist vita, hvernig ţér líđur innan um alla vitfirringuna í efnahagslífinu. Í orkumálunum, sagđi hann, ćđa menn einnig áfram og bora og bora eins og jörđin ţurfi engan tíma til ađ jafna sig. Mér hefur lengi veriđ ljóst, allar götur frá unglingsárum, ađ Ísland er vanţroska í stjórnmálalegu tilliti og líkist ađ ţví leyti ýmsum ţróunarríkjum. Rannsóknarnefnd Alţingis (RNA) tekur undir ţessa skođun í skýrslu sinni (8. bindi, bls. 184). Frá mínum bćjardyrum séđ stafar vandinn ađ nokkru leyti af rangri kjördćmaskipan, sem hefur hrjáđ landiđ frá fyrstu tíđ og Hannes Hafstein, fyrsti ráđherrann, varađi viđ. Misvćgi atkvćđisréttar eftir búsetu hefur hlađiđ undir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök, sem hegđa sér eins og ríki í ríkinu. Hruniđ ćtti ađ fćra mönnum heim sanninn um nauđsyn ţess ađ reyna ađ rífa landiđ upp úr ţessu gamla fari og aftra ţví, ađ Ísland lćsist inni í skuldabasli og byrji ađ líkjast ţróunarlöndum einnig í efnahagslegu tilliti. Á ţví er raunveruleg hćtta, sem brýna nauđsyn ber til ađ bćgja frá eins og Ţráinn Eggertsson prófessor benti á í Morgunblađinu strax eftir hrun. Til ađ bćgja ţessari hćttu frá ţarf gagngerar umbćtur á ýmsum sviđum og einnig, virđist mér, nýja stjórnarskrá. Dönum dugir ađ sönnu óbreytt stjórnarskrá frá 1953, enda eiga ţeir ekki viđ nein sérstök agavandamál ađ stríđa. Íslendingum dugir ekki óbreytt stjórnarskrá, úr ţví ađ spillingin, sem ásamt öđru lagđi íslenzkt efnahagslíf á hliđina 2008, gat ţrifizt hér viđ gildandi stjórnskipan. Ţessi blákalda stađreynd kallar auk annars á nýja stjórnarskrá eins og RNA lýsir eftir (8. bindi, bls. 184). Ţeir, sem telja enga ástćđu til ađ endurskođa stjórnarskrána nú, myndu trúlega flestir ţrćta fram í rauđan dauđann fyrir spillinguna. Skýrsla RNA kortleggur hluta vandans. Hún birtir tölur um ofurlán gömlu bankanna til tíu alţingismanna, ţar á međal til formanns og varaformanns Sjálfstćđisflokksins (2. bindi, bls. 200). Ofan á fjallháa styrki bankanna og tengdra fyrirtćkja til stjórnmálaflokkanna 2004-2008, sem Ríkisendurskođun gerđi grein fyrir síđla árs 2009 og ég lýsti hér í Fréttablađinu 14. janúar 2010, bćttu bankarnir ríflegum greiđslum til einstakra stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka, samtals 147 milljónum króna 2004-2008, og eru ţó engin gögn til um greiđslur Glitnis til stjórnmálamanna né heldur tćmandi gögn um fyrirgreiđslu bankanna viđ stjórnmálamenn og samtök ţeirra í fríđu (bođsferđir, risna o.fl.). Allt ţetta stendur skýrum stöfum í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164-9). Í heilbrigđu réttarríki myndu ríkissaksóknari eđa sérstakur saksóknari láta á ţađ reyna fyrir dómstólum, hvort greiđslurnar voru mútur í skilningi hegningarlaga, en ekki bólar enn á slíkri viđleitni af hálfu ákćruvaldsins. Afhjúpanir RNA knýja á um endurskođun stjórnarskrárinnar. Ný stjórnarskrá er nauđsynleg, en hún er samt ekki nóg. Stjórnvöld verđa ađ virđa stjórnarskrána. Spillingin, sem ásamt öđru lagđi Ísland á hliđina, liggur ađ minni hyggju ekki í eđli íslenzku ţjóđarinnar. Spillingin, siđaveiklunin, býr í fúnum samfélagsinnviđum, sem hćgt er ađ skipta út. Hér er ađ ýmsu ađ hyggja, ţar á međal undirstöđum stjórnskipunarinnar. Stjórnarskrá Suđur-Afríku er langorđ um mannréttindi, ţar eđ ţau voru fótum trođin á tíma ađskilnađarstefnunnar. Stjórnarskrá Japans leggur blátt bann viđ hervćđingu, ţar eđ Japanar gerđu sig seka um stríđsglćpi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ţannig getum viđ fćrt okkur land út landi. Viđ vitum vel, ađ mannréttindabrot og stríđsglćpir liggja ekki í eđli Suđur-Afríkubúa og Japana. Tildrög hörmunganna spruttu af skemmdum innviđum. Ţess vegna telja ţessar ţjóđir rétt ađ binda skýr ákvćđi um mannréttindi og friđ í stjórnarskrár sínar. Spilling, sem hefur međ öđru lagt efnahag fullvalda ríkis í rúst, kallar međ líku lagi á traustar girđingar. Stjórnarskrá ţjóđar ţarf ađ spegla liđna tíđ, svo ađ fólkiđ geti ratađ rétta leiđ til farsćldar í ljósi reynslunnar.

Fréttablađiđ, 31. marz 2011.


Til baka