Geđveilur, manntafl og tónlist

Ţótt reitir skákborđsins séu bara 64 eru engar tvćr skákir eins. Ţessi takmarkalausa fjölbreytni skáklistarinnar hefur leitt suma ađ ţeirri niđurstöđu ađ skák geti framkallađ geđveiki, og eru ţá nokkrir geđveilir skáksnillingar nefndir til sögunnar og einnig smásaga Stefans Zweig, Manntafl, sem til er í íslenzkri ţýđingu Ţórarins Guđnasonar lćknis og hefur bćđi veriđ kvikmynduđ og sviđsett í Borgarleikhúsinu. Skákin er ekki ein á báti. Í vestrćnni tónlist eru tónar tónstigans bara tólf, en samt eru engin tvö tónverk eins nema annađ ţeirra sé stoliđ. Ótćmandi fjölbreytni tónlistarinnar vekur yfirleitt engar grunsemdir um ađ valda geđveiki. Mörg önnur fyrirbćri mannlífsins og náttúrunnar búa einnig yfir óendanlegri fjölbreytni líkt og manntafl og tónlist, t.d. mannlífiđ sjálft. Engir tveir menn eru eins nema ţeir séu eineggja tvíburar. Óţrjótandi fjölbreytni reynist fćstum ţrúgandi, heldur ţvert á móti. Hún er eđlilegt ástand.

 

Ţessar hugrenningar kvikna m.a. af bandarískri heimildarmynd frá 2011, Bobby Fischer Against the World. Fischer er mörgum Íslendingum minnisstćđur, fyrst fyrir heimsmeistaraeinvígiđ gegn Boris Spasskí í Laugardalshöllinni í Reykjavík sumariđ 1972 og síđan fyrir síđustu ćviárin ţegar hann bjó á Íslandi 2004-2008, útlćgur frá Bandaríkjunum, heimalandi sínu, fyrir ađ hafa brotiđ gegn viđskiptabanni Bandaríkjanna gegn Júgóslavíu međ ţví ađ tefla ţar aftur viđ Spasskí. Ţótti mörgum ţá hafa falliđ talsvert á fyrri snilld beggja. Einvígi Fischers og Spasskís 1972 var ćvintýri líkast, en ţó ekki vegna ólíkindaláta Fischers öndvert fágađri framkomu Spasskís sem lét ljúfmannlega undan kenjum Fischers og sagđi síđar ađ ţađ hefđi e.t.v. kostađ hann sigur. Spasskí hafđi aldrei áđur tapađ fyrir Fischer. Andrúmsloftiđ í höllinni var ţvílíkri spennu ţrungiđ ađ heyra mátti saumnál detta í mannţrönginni, ţótt langur tími liđi oft á milli leikja. Fischer varđ stöku sinnum á vegi mínum í Reykjavík. Hann birtist á málstofu í hagfrćđi í Háskólanum, ţví ađ ţar voru ţá staddir tveir Nóbelsverđlaunahafar. Ţar ţóttist Fischer finna viđeigandi félagsskap. Annars snillings er vert ađ minnast nú af öđru tilefni. John Nash stćrđfrćđingur sem fékk Nóbelsverđlaun í hagfrćđi 1994 fórst um daginn í bílslysi ásamt konu sinni, Alice. Ţau voru á heimleiđ frá Noregi ţar sem Nash voru veitt Abelsverđlaunin sem sumir kalla Nóbelsverđlaun stćrđfrćđinga. Ég sá Nash fyrst tilsýndar á námsárum mínum í Princeton fyrir 40 árum, ţar sem hann flćktist um háskólalóđina, fárveikur ađ sjá. Hann hafđi rösklega tvítugur skrifađ 27 blađsíđna doktorsritgerđ ţar sem hann bćtti nýjum víddum viđ leikjafrćđi og lagđi grunninn ađ eigin frćgđ. Leikjafrćđi fjallar um viđbrögđ manna hvers viđ atferli annars. Henni má beita t.d. viđ ađ greina eđa jafnvel girđa fyrir vinnudeilur. Átök um kaup og kjör eru ekki ađeins átök milli launţega og vinnuveitenda, heldur stundum einnig innbyrđis átök launţega um launahlutföll eins og t.d. nú ţar sem einn hópur fer fram á sömu kjarabót og annar hefur samiđ um. Nash sýktist af geđklofa um ţrítugt og glímdi viđ sjúkdóminn í 30 ár. Um sextugt tók honum ađ batna aftur án lćknishjálpar eđa lyfjagjafar sem er sjaldgćft. Ég hitti hann í Stokkhólmi 1994 ţegar hann kom ţangađ ađ taka viđ Nóbelsverđlaununum. Hann var ţá fullfrískur ađ sjá og heyra. Nemandi hans og samkennari Harold Kuhn sem lézt í fyrra flutti Nóbelsfyrirlesturinn í Stokkhólmi fyrir hönd Nash sem var í salnum. Eins og til ađ undirstrika ađ hann vćri fćr í flestan sjó notađi Nash heimsóknina til Svíţjóđar m.a. til ađ halda málstofu í eđlisfrćđideildinni í Uppsölum. Nóbelsverđlaunin auđvelduđu honum og Alice, sem studdi hann í blíđu og stríđu, ađ bćta sér upp ađ hluta árin 30 sem ţau misstu í veikindin. Sonur ţeirra glímir viđ sama sjúkdóm og fađirinn.

Fréttablađiđ, 28. maí 2015.


Til baka