Bréf frá Nígeríu

Ţegar Nígería var brezk nýlenda, var sterlingspundiđ lögeyrir í landinu. Í ađdraganda sjálfstćđs lýđveldis í Nígeríu 1960 var Seđlabanki Nígeríu settur á fót, og Nígeríupundiđ varđ ţá ţjóđmynt landsins. Íbúafjöldi Nígeríu var 42 milljónir á móti 52 milljónum á Bretlandi. Gengiđ var pund fyrir pund: eitt Nígeríupund jafngilti einu brezku pundi eins og ein fćreysk króna jafngildir enn í dag einni danskri krónu, engin lausung ţar, ekki í peningamálum. Ţessi skipan hélzt í Nígeríu til 1973, ţegar Bretar tóku upp tugakerfiđ í bankamálum. Ţeir hćttu ţá ađ skipta pundinu í tólf skildinga og hverjum skildingi í tuttugu pens eins og ţeir höfđu gert um aldir og skiptu pundinu heldur í hundrađ pens. Ţađ ár, 1973, tóku Nígeríumenn upp nýja mynt, naíru, og skiptu henni í hundrađ kóbó. Gengiđ var enn einn á móti einum: eina naíra jafngilti einu brezku pundi. Smám saman veiktist naíran vegna óstjórnar í Nígeríu. Ríkisútgjöld fóru langt fram úr skatttekjum ţrátt fyrir miklar útflutningstekjur af olíu eftir 1970. Hallareksturinn var brúađur međ lántökum og peningaprentun, sem kyntu undir verđbólgu og gengisfalli. Nú eru 220 naírur í hverju pundi samkvćmt skráđu gengi. Ţađ ţýđir, ađ gengi naírunnar gagnvart pundinu hefur falliđ um 16 prósent á ári frá 1973. Svartamarkađsgengi naírunnar er nú um fimmtungi lćgra en skráđ gengi vegna gjaldeyrishafta. Vilji menn kaupa innfluttan varning, sem er ekki á frílista (gamall orđaforđi úr bankasögu Íslands kemur ađ góđum notum í Nígeríu), fá ţeir ekki yfirfćrslu í bönkum og geta ţá leitađ fyrir sér á svörtum markađi, ţar sem allt er falt. Upptöku naírunnar sem ţjóđmyntar 1973 var ćtlađ ađ efla fullveldi Nígeríu međ ţví ađ veita Seđlabanka Nígeríu fćri á sjálfstćđri stjórn peningamála. Hugsunin á bak viđ breytta skipan var, ađ sjálfstćđ peningastjórn ţjónađi hagsmunum ţjóđarinnar betur en órofa binding naírunnar viđ brezka pundiđ. Reynslan vitnar ţó um mikiđ – 99,5 prósent! – gengisfall naírunnar gagnvart pundinu frá 1973. Slíkt gengisfall vćri kannski réttlćtanlegt, hefđi Nígeríumönnum tekizt ađ draga á Breta í lífskjörum, en ţađ tókst ţeim ekki. Kaupmáttur ţjóđartekna á mann í Nígeríu er nú helmingi minni miđađ viđ Bretland en hann var 1980. Nú hyggst Nígería í ljósi reynslunnar leggja naíruna til hliđar og ganga í myntbandalag viđ fjögur eđa fimm önnur Vestur-Afríkulönd (Gambíu, Gíneu, Gönu, Síerra Leóne og kannski Líberíu). Fyrirhugađ myntbandalag lćtur ţó á sér standa međal annars vegna ţess, ađ Nígería er langfjölmennasta landiđ í hópnum (155 milljónir) og minni löndin óttast um sinn hag. Sumir kvíđa ţví ađ missa spón úr aski sínum, ţegar sameiginlegur seđlabanki myntbandalagsins tekur viđ ýmsum verkefnum einstakra seđlabanka ađildarlandanna, en ţađ er einmitt tilgangurinn. Nýjum seđlabanka bandalagsins er huguđ stađsetning í Accra, höfuđborg Gönu (24 milljónir). Seđlabanki myntbandalags á ekki heima í höfuđborg fjölmennasta ríkisins. Afríkusambandiđ stefnir ađ einum gjaldmiđli handa öllum löndum álfunnar 2028. Fyrirmyndin er ESB og evran.

Myntum heimsins fćkkar smátt og smátt. Ć fleiri ţjóđir sjá sér hag í ađ sameinast um gjaldmiđla. Ţegar myntbandalag Nígeríu og nágrennis kemst á laggirnar, verđa gjaldmiđlar Afríku helmingi fćrri en löndin. Fyrirhugađ myntbandalag fimm landa í Austur-Afríku mun fćkka myntum álfunnar enn frekar. Hagkvćmni knýr á um samstarf um fćrri og stćrri myntir. Gegn ţessu miđsóknarafli standa fullveldissjónarmiđ, sem knýja á um varđveizlu ţjóđmynta líkt og gerđist í Nígeríu og einnig á Íslandi.

Íslenzka krónan kom fram á sjónarsviđiđ 1886 og var jafngild danskri krónu til 1920. Gengi krónunnar lćkkađi síđan um fimmtung, en náđi aftur jafnvirđi danskrar krónu 1933 og hélt ţví til 1939. Fram ađ ţví ári hćkkađi verđlag á Íslandi litlu meira en í Danmörku. Í heimsstyrjöldinni 1939-45 tók verđlag á Íslandi ađ hćkka mun hrađar en í Danmörku, ţar eđ íslenzk stjórnvöld gćttu ekki nauđsynlegs ađhalds. Gengi krónunnar hlaut ţví ađ lćkka. Nú, 70 árum síđar, er gengiđ 23 íslenzkar krónur á móti einni danskri, eđa réttar sagt 2300 íslenzkar, ţar eđ tvö núll voru tekin aftan af gömlu krónunni 1981. Gengi krónunnar hefur lćkkađ um 99,95 prósent síđan 1939. Gengi krónunnar gagnvart danskri krónu hefur ţví ađ jafnađi falliđ um 12 prósent á ári frá 1939. Seđlabanki Nígeríu býst nú til ađ taka tvö núll aftan af naírunni, ef stofnun myntbandalagsins dregst á langinn. 

Fréttablađiđ, 14. maí 2009.


Til baka