Orustan um Alsír

Marokkó ţykir mörgum vera eitt merkilegasta landiđ í Afríku, 100 sinnum fjölmennara land en Ísland, sjö sinnum stćrra ađ flatarmáli og tekur á móti 10 milljónum ferđamanna á ári víđs vegar ađ. Nokkru austar á norđurströnd álfunnar miklu er Túnis, miklu minna land og mannfćrra og tekur á móti sex milljónum ferđamanna á ári. Túnis er eina landiđ ţar sem arabíska voriđ 2011 fékk ađ verđa ađ sumri. Höfundum nýrrar stjórnarskrár í Túnis voru veitt friđarverđlaun Nóbels 2015.

Milli ţessara tveggja landa, Marokkó og Túnis, liggur stćrsta land álfunnar, Alsír, meira flćmi en Kongó. Ţangađ koma fáir ferđamenn. Austan viđ Alsír og Túnis liggur Líbía, risavaxiđ eyđimerkurland líkt og Marokkó og Alsír en miklu fámennara. Líbía er kennslubókardćmi um land sem varđ olíuauđi sínum ađ bráđ. Hćstráđandi í Líbíu frá 1969 ţar til hann var drepinn í beinni útsendingu 2011 var Muammar Gaddafi, sturlađur harđstjóri. Ćtla má ađ honum hefđi veriđ steypt af stóli miklu fyrr hefđi hann ekki getađ gengiđ um olíulindir landsins eins og sína einkaeign og keypt menn til fylgilags viđ sig. Ţegar bundinn var endi á ógnarstjórn hans 2011 stóđ ekki steinn yfir steini: landiđ var bókstaflega rjúkandi rúst. Sameinuđu ţjóđirnar reyna nú ađ miđla málum milli stríđandi fylkinga.

Marokkó og Túnis eiga engar olíulindir og mega kannski ţakka fyrir ţađ, en öđru máli gegnir um Alsír. Alsír var á allra vörum í frelsisstríđi landsmanna gegn Frökkum 1954-1962, styrjöld sem kostađi eina milljón alsírskra mannslífa. Stríđinu er lýst í einni frćgustu kvikmynd allra tíma, Orustan um Alsír frá 1966. Svo trúverđug ţykir myndin á tjaldinu ađ margir halda ađ hún hljóti ađ vera fréttamynd frekar en leikin kvikmynd, en leikstjórinn, Ítali, sór ţađ af sér.

Orustunni um Alsír lauk međ sigri Frakka, en stríđinu lyktađi međ sigri heimamanna. Viđ tók herstjórn Alsírbúa sjálfra 1962. Öryggislögreglan hefur ć síđan ásamt hernum og forsetanum haft öll ráđ í hendi sér. Mikilvćgar ákvarđanir eru teknar fyrir luktum dyrum. Ţingiđ er sýndarţing.

Margir heimamenn segja nú rösklega hálfri öld eftir sjálfstćđistökuna 1962: „Viđ frelsuđum landiđ, ekki fólkiđ.“ Sem minnir á Arnald ţegar hann segir viđ Sölku Völku: „Ţađ voru bara höfđ ţjóđernaskipti á rćningjunum.“

Venjulegt fólk í Alsír er ađ vonum óánćgt međ stjórnarfariđ og spillinguna. Ţegar íslamistum óx svo fiskur um hrygg ađ ţeir virtust stefna á sigur í ţingkosningum 1991 aflýsti ríkisstjórnin kosningunum. Upp hófst ţá grimmileg borgarastyrjöld sem stóđ í meira en áratug og kostađi 150 til 200 ţúsund mannslíf auk ótalinna annarra fórnarlamba. Margir flúđu land. Stríđinu lauk međ sigri stjórnarinnar en ókyrrđ kraumar enn undir yfirborđinu. Flestir ţekkja einhvern sem hvarf eđa sćtti pyndingum. Abdelaziz Bouteflika hefur veriđ forseti frá 1999, en hann er aldurhniginn og heilsuveill, safnar heilablóđföllum og sést nú orđiđ sárasjaldan međal fólks. Olía er ađ heita má eina útflutningsafurđin og ađaltekjulind ríkisins. Alsírbúar kunna m.ö.o. ekki ađ framleiđa neitt sem ađrar ţjóđir kćra sig um ađ kaupa annađ en olíu. Tíđ mótmćli á götum úti, stundum dag eftir dag, bera lítinn árangur. Lögreglan er fjölmenn. Stjórnarandstađan er sundruđ. Nú ţegar olíuverđ hefur lćkkađ um meira en helming á heimsmarkađi kemur babb í bátinn. Skuldir ríkisins hrannast upp. Olíusjóđurinn er tómur. Ríkisstjórnin reynir ađ kaupa sér friđ međ ýmsum umbótatilburđum, en fólkiđ í landinu lćtur sér fátt um finnast. Forsetinn óskađi ţingmönnum til hamingju međ stađfestingu nýrrar stjórnarskrár 2011 áđur en ţeir greiddu atkvćđi um hana. Enginn veit hvađ viđ tekur ţegar forsetinn fellur frá.

Fréttablađiđ, 4. ágúst 2016.


Til baka