Rússahatur? Nei, öđru nćr

Enn hallar í ýmsum greinum á Rússa í samanburđi viđ Bandaríkin röskum aldarfjórđungi eftir fall Sovétríkjanna. Međalćvi Bandaríkjamanna hefur lengzt um níu ár frá 1960, úr 70 árum í 79. Međalćvi Rússa hefur á sama tíma lengzt um fimm ár, úr 66 árum í 71. Rússar standa nú í heilsufarslegu tilliti ţar sem Kaninn stóđ 1960 og hafa Bandaríkin ţó dregizt aftur úr Vestur-Evrópu ađ ţessu og ýmsu öđru leyti undangengna áratugi. Sannlega eiga Rússar glćsta sögu, bókmenntir og listir, og ţeir áttu mikinn og örlagaríkan ţátt í ađ brjóta stríđsvél nasista á bak aftur í heimsstyrjöldinni síđari. Ţađ er lofsvert. En efnahagslíf Rússlands er einhćft. Rússar framleiđa nćstum ekkert sem ađrar ţjóđir fýsir ađ kaupa nema olíu og önnur hráefni, vodka og ferđalög til Sankti Pétursborgar. Munurinn á kaupmćtti tekna á mann í Bandaríkjunum og Rússlandi er nćstum ţrefaldur Kananum í vil. Ţađ tekur bandaríska fjölskyldu ţví ađ međaltali bara fjóra mánuđi eđa svo ađ vinna sér inn ţađ sem rússnesk fjölskylda ţarf heilt ár til ađ hala inn. Sex verđmćtustu fyrirtćki heims nú eru öll bandarísk, ţar af fimm tćknifyrirtćki (Apple, Google (eđa réttar sagt móđurfyrirtćkiđ Alphabet), Microsoft, Amazon og Facebook) og eitt fjármálafyrirtćki (Berkshire Hathaway í eigu auđkýfingsins Warren Buffet). Eru ţau ofmetin? Kannski. Ekkert olíufélag er á listanum og enginn banki. Miklar vonir voru bundnar viđ Rússland eftir hrun kommúnismans. Sumir sáu fyrir sér ađ Rússland tćki ţá upp óskorađ lýđrćđi og ekki bara markađsbúskap, en svo fór ţó ekki af ýmsum ástćđum. Í fróđlegum samtölum viđ Oliver Stone, kvikmyndaleikstjórann, lýsir Vladímir Pútín Rússlandsforseti ţví ađ eftir fall Sovétríkjanna átti sjöundi hver Rússi skyndilega heima utan Rússlands. En hvađ međ ţađ? Er ţađ vandamál? Er ţađ vandamál í augum Ţjóđverja ađ sjöundi hver ţýzkumćlandi mađur býr í Austurríki og Sviss? Spurningin svarar sér sjálf. Sködduđ leppríki Sovétríkjanna viđ Eystrasalt og í Austur-Evrópu vildu flest ganga í Nató um leiđ og fćri gafst. Nató féllst á umsóknir ţeirra og teygđi ţar međ landhelgi sína alla leiđ ađ landamćrum Rússlands. Rússum var mörgum misbođiđ. Kannski hefđi veriđ hyggilegra ađ finna ađra leiđ til ađ tryggja öryggi ţessara landa. Rússar hafa frá fornu fari skipzt í tvo hópa, ţá sem vilja helzt semja sig ađ siđum Vestur-Evrópu líkt og Pétur mikli (1672-1725) og Pútín sjálfur og hina sem kjósa heldur ađ líta austur á bóginn og inn á viđ. Tillit til síđari hópsins torveldar framsókn vestrćns lýđrćđis og mannréttinda í Rússlandi af sjónarhóli ţeirra sem myndu fagna nánari tengslum viđ Rússa. Viđ bćtist misheppnuđ einkavćđing sem leiddi til ţjófrćđis sem ţolir ekki dagsbirtu og kallar á ofbeldi gagnvart stjórnarandstćđingum, blađamönnum o.fl. Dómstólarnir, dúman (ţ.e. ţingiđ) og ríkissjónvarpiđ dansa eftir pípu Pútíns forseta. Guđfađir barna Pútíns, sellóleikarinn Sergei Rodugin, reyndist vera skráđur fyrir 100 milljónum dala í Panamaskjölunum og segist hafa aflađ fjárins međ samskotum. Frá 1992 hafa 38 blađamenn veriđ myrtir í Rússlandi, jafnmargir og í Mexíkó, boriđ saman viđ fjögur morđ á blađamönnum í Bandaríkjunum á sama tíma. Ţađ sem af er ţessu ári hafa sjö blađamenn veriđ myrtir, ţar af tveir í Rússlandi, fjórir í Mexíkó og einn á Filippseyjum.

Bandaríkin leika nú á reiđiskjálfi vegna yfirstandandi rannsóknar á meintum ólöglegum tengslum Trumps forseta og manna hans viđ Rússa, ekki bara fyrir forsetakjöriđ í fyrra heldur einnig aftur í tímann. Bandaríkin eru óskorađ réttarríki. Meint lögbrot eru yfirleitt rannsökuđ, ţađ er reglan, ţeim er helzt ekki sópađ undir teppi. Reynslan sýnir ađ brotlegur forseti er ekki óhultur og ţá ekki menn hans heldur. Ţegar forsetinn stađfesti fyrir stuttu lög um nýjar viđskiptaţvingarnir gagnvart Rússum sagđi hann ađ lögin brytu gegn stjórnarskránni en skrifađi samt undir.

Rannsókn sérstaks saksóknara á Rússatengslunum er ekki sprottin af Rússahatri. Ađ saka ţá sem benda á ţađ sem aflaga fer í Rússlandi um Rússahatur er eins og ađ saka ţá sem gagnrýna ákvarđanir stjórnvalda um fyrirlitningu á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Svo ţarf ţó ekki ađ vera. Finnist mér tiltekin hljómsveit ekki góđ, vitnar ţađ ekki um fyrirlitningu á tónlist og tónlistarmönnum, nei, alls ekki, heldur ţvert á móti.

Fréttablađiđ, 17. ágúst 2017.


Til baka